Fréttablaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 10
Þetta verður þolin- mæðisverk en við gerum þær kröfur að við eigum að klára þá á heima- velli. Alfreð Finnbogason 1 4 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn Eric Hamrén sagði í gær að verkefni dagsins gegn Andorra gæti vart verið ólíkara viðureigninni við Frakka. Örlítil Eurovision-hugsun er í gangi fyrir leikinn – það búast allir við sigri okkar liðs. Hamrén talaði þó varlega á blaðamanna- fundi í gær og minnti á að Andorra- menn hefðu verið, að hans mati, góðir gegn Frökkum og Tyrkjum. „Ég hreifst af því hvernig þeir spil- uðu í Tyrklandi og Frakklandi og við búumst við erfiðum leik. Þeir vinna vel sem lið og verjast vel, það er styrkleiki þeirra. Þeir eru hættu- legir í skyndisóknum og í föstum leikatriðum. Þeir gera liðunum sem mæta þeim erfitt fyrir. Þetta er allt öðruvísi leikur en gegn Frökkum en risastór áskorun,“ sagði lands- liðsþjálfarinn. Með honum á fundinum í gær var Alfreð Finnbogason sem er að stíga upp úr meiðslum og byrjaði á bekknum gegn Frökkum. Hann var ósáttur við að byrja ekki leik- inn en virti þó ákvörðun þjálfarans. „Maður er alltaf ósáttur ef maður byrjar ekki. Það mun aldrei breytast hvort sem ég spila með landsliði eða félagsliði. Erik taldi þetta vera besta liðið fyrir þennan leik og ég virði þá ákvörðun þó að ég sé ekki sammála henni,“ sagði Alfreð. Hann bætti því við að það að missa Jóhann Berg væri ekki aðeins persónulegur missir fyrir sig því hann er núna einn í herbergi heldur sé Jóhann ákaf lega mikil- vægur hlekkur í liðinu. „Án þess að vanvirða aðra leikmenn þá getur hann gert hluti með boltann sem ekki margir hjá okkur geta. Hann Skyldusigur gegn Andorra í kvöld Andorra vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM á föstudaginn. Liðið hafði áður tapað öllum 56 leikjum sínum í undankeppni EM. Ísland mun verða mikið með boltann í kvöld og gárungarnir tala um skyldusigur þótt Eric Hamrén vilji ekki taka svo djúpt í árinni. Eric Hamrén sagði í gær að ástandið á hópnum væri gott eftir mikil hlaup gegn Frökkum. Samúel Kári Friðjónsson, hér lengst til vinstri, æfði þó ekki í gær vegna veikinda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Liðin hafa mæst sex sinnum og alltaf hefur Ísland unnið. Markatalan er 16- 0. Þessi mynd er frá árinu 2010 þegar Ísland vann 4-0. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Birkir inn? „Við töluðum um það fyrir þessa fjóra leiki að við þyrftum að vinna þrjá. Við þurfum að gera það og treysta líka á Frakkana. Það er hægt að finna verri lið en Frakka til að treysta á. Við þurfum að klára okkar leiki. Leikirnir gegn Andorra og Mold­ óvu eru leikir sem við gerum kröfur á að vinna og þurfum að klára ef við ætlum á EM,“ benti Alfreð Finnbogason á í gær. Búist er við að Eric Hamrén spili 4­4­2 leikkerfið með Alfreð og Kolbein Sigþórsson frammi. Á miðjunni verða Gylfi Þór og Birkir Bjarnason og líklega verða þeir Arnór Ingvi og Jón Daði á köntunum. Arnór Sigurðsson gæti einnig komið til greina í byrjunarliðið. Þá er vörnin sama gamla góða með Ara, Ragnar, Kára og Birki Má sem myndi þá snúa aftur inn í liðið og spila sinn 91. landsleik. Fyrir aftan þá er Hannes. sem persóna er líka mikilvægur fyrir liðið. Vonandi fær hann tíma til að koma sér almennilega í gang. Hann er eflaust ekki ánægður. Hann hefur verið mikið meiddur síðustu ár og oft í kringum landsleiki. Þetta er mikill missir fyrir okkur.“ Alfreð talaði einnig um muninn á leikjunum tveimur og sagði að gegn Frökkum hefði Ísland verið lítið með boltann en nú myndi dæmið snúast við. „Andorra hefur að meðaltali verið 25 prósent með boltann svo við gerum ráð fyrir því að við verðum 70-80 prósent með boltann. Þá reynir á aðra eiginleka í okkar leik. Að það sé tempó í send- ingum og að við stjórnum tempóinu í leiknum.“ Hann bætti við að íslenska liðið mætti ekki láta Andorramenn taka sig á taugum. Moldóvar hafi misst sig gegn þeim og fengið rautt spjald. „Andorramenn eru sérfræðingar í að pirra andstæðinginn eins og sást í útileiknum. Við sáum á klippum í gær að þetta eru sömu klippur og í mars. Þeir hafa ekki breytt um leik- stíl.“ Það sé alltaf erfitt að spila á móti tíu manna blokk. Frakkar og Tyrkir hafi átt erfitt með að brjóta þá á bak aftur. „Við gerum þá kröfu að við klár- um svona leiki, komum boltanum inn í teig og klárum þær stöður. Þetta verður þolinmæðisverk en við gerum þær kröfur að við eigum að klára þá á heimavelli,“ sagði Alfreð. Andorra verið seint sakað um að spila skemmtilegan fótbolta. Þeir brjóta mikið af sér og pirra and- stæðinga sína. Í síðasta leik gegn Moldóvum braut liðið af sér 25 sinnum sem er nánast lygileg töl- fræði. Ísland þarf að sigra Andorra og þarf reyndar að vinna alla leikina sem eftir eru, gegn Moldóvum og Tyrkjum, og treysta á að Frakkar vinni Tyrki. Ef sá leikur endar í jafntefli dugar Frökkum að vinna Moldóva á heimavelli eða Albana á útivelli og Tyrkjum dugar að vinna Andorramenn í lokaumferðinni. Ef Tyrkir vinna þá mega heimsmeist- ararnir aðeins fá eitt stig gegn Mol- dóvu og Albaníu eða að Tyrkland tapi bæði fyrir Íslandi og Andorra. Nái Ísland ekki efstu tveimur sæt- unum fer liðið líklega í fjögurra liða umspil í lok mars um eitt laust sæti á EM. Ísland og Andorra hafa mæst sex sinnum í undankeppni fyrir stór- mót og hefur Ísland alltaf unnið. Markatalan er 16-0 en stærsti sig- urinn kom árið 2010 þegar Ísland vann 4-0. Þá skoraði Heiðar Helgu- son tvö mörk, Veigar Páll Gunnars- son eitt og Kolbeinn Sigþórsson eitt. Andorra hafði fyrir föstudaginn tapað öllum sínum 56 leikjum í undankeppni EM síðan liðið hóf keppni árið 1998. En Marc Vales tryggði Andorra sigur gegn Mold- óvu eftirminnilegan sigur þó að liðið hafi aðeins verið 31 prósent með boltann. Markið skilaði þriðja sigri Andorra á 23 árum í öllum keppnum á vegum UEFA og FIFA. Andorra er númer 139 á styrk- leikalista FIFA. Fyrri leikur liðanna endaði með 0-2 útisigri Íslands en sá leikur fór fram í mars. Þá skor- uðu Birkir Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson mörkin. benediktboas@frettabladid.is 1 4 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 2 -7 C 7 0 2 4 0 2 -7 B 3 4 2 4 0 2 -7 9 F 8 2 4 0 2 -7 8 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.