Fréttablaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 2
Ríkisstjórnin stefnir á
sölu alls eignarhlutar
ríkisins í Íslandsbanka og
stórum hluta í Landsbanka.
Veður
S- og A-n átt, víða 8-15 m/s,
hvassast sunnan til á landinu.
Þurrt að kalla á N- og V-landi,
en rigning með köflum annars
staðar. Hvessir með kvöldinu.
Hiti 2 til 8 stig. SJÁ SÍÐU 14
TILBOÐ VIKUNNAR
EKKI MISSA AF TILBOÐUM, SKRÁÐU ÞIG Í NETKLÚBBINN Á UU.IS
VERÐ FRÁ
KANARÍ VERÐ FRÁ 68.500 KR*.
TENERIFE VERÐ FRÁ 87.900 KR*.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
List án landamæra
Hátíðin List án landamæra stendur yfir þessa dagana en um helgina var haldinn listamarkaður í Gerðubergi. Hátíðin, sem leggur áherslu á list
fatlaðs fólks, stendur fram til 20. október en hátíðin var fyrst haldin árið 2003 og hefur verið haldin árlega síðan þá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SAMFÉLAG „Fordómar í garð þeirra
sem tala ekki íslensku hafa aldrei
skilað neinum á námskeið til mín,
þvert á móti fær fólk verra viðhorf
í garð íslenskunnar ef það mætir
fordómum,“ segir Hjalti Ómarsson,
framkvæmdastjóri Retor Fræðslu.
Fram kom í helgarviðtali Frétta-
blaðsins við strætisvagnabílstjóra
af erlendu bergi brotna að reglu-
lega geri farþegar athugasemdir
við íslenskukunnáttu þeirra og vilji
jafnvel ekki eiga í samskiptum við
vagnstjóra sem tali ekki íslensku.
Strætó BS er meðal fjölmargra
fyrirtækja og stofnana sem bjóða
starfsfólki sínu upp á íslenskunám-
skeið hjá Retor. Hjalti segir íslensk-
una sjálfa ekki vera vandamál.
„Ólíkt því sem margir halda þá er
íslenska ekkert erfiðara tungumál
en önnur. Víkingunum tókst ekk-
ert að búa til eitthvert tungumál
sem er einhver óleysanleg lífsgáta,“
segir Hjalti. „Það er ekkert mál að
læra íslensku ef fólk fær sanngjarnt
tækifæri til að tala hana. Nemendur
okkar kvarta mjög yfir því, þegar
þeir eru búnir að leggja hart að sér
við að læra íslenskuna, að Íslending-
ar eru f ljótir að skipta yfir í ensku
án þess að hafa verið beðnir um það.
Hvatinn fer mjög hratt þegar fólk
grípur alltaf fyrst í enskuna.“
Retor tekur á móti meira en þús-
und nemendum á hverju ári, fólki
sem fjárfestir og leggur á sig mikla
vinnu við að læra tungumálið.
„Íslenska er nánast alltaf krafa
þegar fólk vill komast upp um þrep
eða koma sér í millistjórnenda-
stöðu.“
Það er ýmislegt sem gefur til
kynna að andúð á útlendingum
fyrirfinnist víða á Íslandi og er
gagnrýni á íslenskukunnáttu ein
Vill stefnumótun um
samskipti á íslensku
Fordómar í garð þeirra sem ekki tala íslensku hafa slæm áhrif á viðhorf þeirra
sömu til tungumálsins. Framkvæmdastjóri Retor segir íslenskuna ekki erfið-
ari en önnur tungumál. Fólk þurfi bara sanngjarnt tækifæri til að tala hana.
Hjalti segir íslenskuna ekki erfiðari en önnur tungumál. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Íslendingar eru
fljótir að skipta yfir
í ensku án þess að hafa verið
beðnir um það.
Hjalti
Ómarsson,
framkvæmda-
stjóri Retor
sterkasta birtingarmynd þess.
„Þetta e mjög hávær hópur þó að
hann sé lítill. Maður sér fyrir sér
að þetta séu um fimm prósent, svo
eru önnur fimm sem svara, svo eru
níutíu prósent sem vilja bara fá að
vita hvaða leið er best til að eiga góð
samskipti.“
Hjalti kallar eftir því að stjórn-
völd móti stefnu um hvernig Íslend-
ingar eigi almennt að bera sig að í
samskiptum. „Stefnuleysið gerir
það að verkum að fólk grípur frekar
í enskuna. Vistkerfi íslenskunnar
er í molum og það verður að hjálpa
íslenskunni að komast á réttan stað.
Það þekkja allir að tungumálið á
undir högg að sækja. Fyrsta skrefið
er að gera það að almennri reglu að
skipta ekki yfir í ensku þegar báðir
aðilar tala íslensku og annar þarf
hjálp.“ arib@frettabladid.is
SLYS Erlendur ferðamaður lét lífið
þegar bíll sem hann var farþegi í
lenti út af Snæfellsnesvegi, nærri
bænum Gröf við Kleifá, eftir hádegi
á laugardag. Fimm voru í bílnum,
allt erlendir ferðamenn, og voru
fjórir þeirra f luttir með þyrlum á
sjúkrahús.
Rannsókn slyssins stendur enn
yfir en samkvæmt tilkynningu frá
Lögreglunni á Vesturlandi missti
ökumaður bílsins stjórn á honum
með þeim afleiðingum að hann fór
út af veginum, valt nokkrar veltur
og endaði á hliðinni. – sar
Banaslys varð
á Snæfellsnesi
TF LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
STJÓRNMÁL Lýðræðisfélagið Alda
skorar á stjórnvöld að hafa lýðræð-
islegt samráð um framtíðarskipan
bankakerfisins. Í ályktun sem var
samþykkt á aðalfundi félagsins um
helgina eru stjórnvöld hvött til að
hefja ekki sölu á hlut sínum í Lands-
bankanum og Íslandsbanka fyrr en
að loknu ferli þar sem almenningi
verði gefinn kostur á að koma að
málum.
Vilja samráð
um bankana
Söluferli Íslandsbanka gæti hafist á
næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Félagið mælir með því að stjórn-
völd efni til borgaraþings, láti gera
skoðanakannanir og haldi þjóð-
aratkvæðagreiðslu til að sem ríkust
sátt náist um bankakerfið. Íslenska
ríkið fer nú með alla eignarhluti í
Íslandsbanka og 98,2 prósenta hlut
í Landsbankanum. Stefna stjórn-
valda er að selja allan hlutinn í
Íslandsbanka en halda eftir 34-40
prósenta hlut í Landsbankanum.
Í skoðanakönnun sem Zenter
rannsóknir gerðu fyrir Frétta-
blaðið í lok júlí sögðust rúm 60 pró-
sent vilja að ríkið héldi óbreyttum
eignarhlut í bönkunum eða yki hlut
sinn. Tæp 40 prósent sögðust vilja
að ríkið drægi úr eignarhlut sínum
í bönkunum. – sar
1 4 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:5
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
2
-6
D
A
0
2
4
0
2
-6
C
6
4
2
4
0
2
-6
B
2
8
2
4
0
2
-6
9
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K