Fréttablaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞETTA ÞARF AÐ VERA PASSLEG UNDIR­ RÓÐURSSTARFSEMI OG MENN­ INGIN ER NÁTTÚRLEGA UNDIR­ RÓÐURS STARFSEMI ÞEGAR HÚN VIRKAR HVAÐ BEST. • Svæðaskipt pokagormakerfi • Burstaðir stálfætur • Sterkur botn • 320 gormar á fermetra • Góðar kantstyrkingar DORMA LUX heit dúnsæng Dásamleg, heit dúnsæng frá Quilts of Denmark. Stærð: 140×200 cm. 800 g. 90% hreinn andadúnn. 10% smáfiður. Má þvo á 60°c en það er hitastig sem rykmaurar þola ekki – því er gott að nota sæng sem þolir þennan þvottahita ef um rykofnæmi er að ræða. Fullt verð: 27.900 kr. 30% AFSLÁTTUR Afmælis Aðeins 19.530 kr. Mistral Home sængurföt Fullt verð: 8.900 kr. AFMÆLISVERÐ aðeins 6.900 kr. MISTRAL HOME Rúmfötin frá Mistral home eru úr bómullarsatíni og með rennilás. Rúmfötin eru ofin úr 300 gsm bómullarþræði sem tryggir frábæra endingu, viðkomu og mýkt. TILBOÐ á Mistral Home Afmælis Við eigum afmæli og nú er veisla www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Afgreiðslutími Rvk Mán. til fös. kl. 11–18.30 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á Classic botni. 30% AFSLÁTTUR af Supreme dýnu og 20% afsláttur af botni Afmælis NATURE’S SUPREME heilsurúm með Classic botni Stærð í cm Fullt verð Afmælistilboð 90x200 89.900 kr. 65.930 kr. 100x200 96.900 kr. 71.030 kr. 120x200 109.900 kr. 80.530 kr. 140x200 119.900 kr. 87.930 kr. 160x200 134.900 kr. 98.930 kr. 180x200 149.900 kr. 109.930 kr. 1 4 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Menning er það sem fjölmiðlar nútímans vilja helst losna við af síðum sínum, segir skrifandi farandverkamaðurinn Ásgeir H. Ingólfsson sem ætlar að snúa vörn í sókn með vefritinu Menningar- smyglið og boðar í raun byltingu sem þegar er hafin með söfnun áskrifenda á hópfjármögnunar- síðunni Karolina Fund. Ásgeir segir gömlu hliðverðina á undanhaldi og „ritstjórar, útvarps- stjórar og útgefendur mega sín oft lítils gegn ægivaldi algó ryþmans“ þar sem kostirnir eru aðeins tveir. „Að leyfa algóryþmanum að ráða eða að leyfa okkur sjálfum að ráða,“ segir Ásgeir og býður Menningar- smyglið fram sem seinni kostinn. Bylting frá Prag Ásgeir býr um þessar mundir í Prag þaðan sem hann ætlar sér að smygla menningunni aftur inn í íslenska umræðu eftir að hafa um langt ára- bil komið víða við í íslenskum fjöl- miðlum og skrifað mest um menn- ingu og listir. Hann fylgdi meira að segja Les- bók Morgunblaðsins, þeirri miklu menningarstofnun, til grafar 2009, sem var síður en svo eina fórnar- lamb eftirhrunsáranna. „Þar sem menningin er iðulega skorin niður fyrst,“ segir Ásgeir um sígilt kreppuviðbragð fjölmiðla. Ekki bæti síðan úr skák að til þess að gera illt verra sinni nýlegir gras- rótarfjölmiðlar menningunni „því miður ekki nema í mýflugumynd“. Ásgeir segir að þegar fundið sé að þessum menningarskorti sé slíkum athugasemdum iðulega svarað með því að menningarefni skili ekki nógu mörgum músarsmellum og víkur þá sögunni að forritaða erki- óvininum. „Algóryþmanum sem er sama um okkur, algóryþmanum sem vill bara græða á okkur.“ Menningarlegt viljaleysi Ásgeir segir algóryþmann gera okkur öll að lötum þrælum. „Þú hefur í rauninni ekki val vegna þess að það er valið fyrir þig. Vissulega eftir hegðun en það er samt ekki raunverulegt val eins og við kannski erum vön að skilgreina það og þess vegna þarf Menningarsmyglið ykkar hjálp,“ segir Ásgeir og bætir við að hann leyfi „ykkur að ráða hvort þessi síða lifir eða deyr, hvort hún verður stór eða lítil“. Áskrifendurnir eru eldsneytið „Vefsíðan er búin að vera í gangi í rúmt ár en ég var ekkert alveg viss um hvað ég ætlaði að gera með hana,“ segir Ásgeir sem hefur ekki haft tíma til þess að hrinda söfnun- inni af stað fyrr en núna. Hann segir jafnframt að þótt hann fái jákvæð viðbrögð við sjálf boðastarfinu á vefnum geti einyrkjar á akri netmiðlunar ekki haldið endalaust áfram á hugsjón- inni einni saman. „Maður finnur alveg fyrir eftir- spurninni en hún var kannski mest fyrst eftir að þetta var skorið niður. Þegar Lesbókin var lögð niður og allt það. Síðan venst fólk þessu þannig að það þarf að einhverju leyti að venja fólk á það aftur að það sé öf lug menningarumræða og fólk er vant því að venjast vondu ástandi.“ Mikilvægur varningur Ásgeir segist gera sér grein fyrir að í algóryþmunum sé við ofurefli að etja en hann segir baráttuna og smyglið þess virði. „Þetta þarf að vera passleg undir- róðursstarfsemi og menningin er náttúrlega undirróðursstarfsemi þegar hún virkar hvað best. Hún þarf aðeins að smjúga inn um rifur og gegnum landamæri. Virkni hennar er í rauninni að smygla hug- myndum,“ segir Ásgeir. Þeir sem vilja styðja hann í baráttunni geta gert það á karolinfafund.com og skoðað byltingartólið sjálft á smygl. wordpress.com. toti@frettabladid.is Ásgeir blæs í menningarlega herlúðra og smalar menningarþyrstum áskrifendum á Karolinafund. MYND/TYKO SAY Farandverkamaður boðar stríð við algóryþmann Farandverkamaðurinn skrifandi Ásgeir H. Ingólfsson ætlar í stríð gegn algóryþmum og menningarlegum næringarskorti íslenskra fjölmiðla. Hann boðar vitundarvakningu með smyglaðri menn- ingu og er byrjaður að safna liði og peningum á Karolina Fund. 1 4 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 2 -7 C 7 0 2 4 0 2 -7 B 3 4 2 4 0 2 -7 9 F 8 2 4 0 2 -7 8 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.