Fréttablaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 12
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskil-mála fyrir lóðir við Súluhöfða
í Mosfellsbæ. Lóðirnar eru ætlaðar
fyrir einbýlishús og þær lóðir sem
eru fyrir neðan götu liggja að sjó
með óskert útsýni yfir voginn og
flóann. Einungis einstaklingum
er heimilt að sækja um lóðirnar
en þeir geta hins vegar gert tilboð
í f leiri en eina lóð. Hver aðili getur
eingöngu fengið úthlutaða eina
lóð.
„Lóðirnar eru á fyrrverandi
æfingasvæði og aðstöðu golf-
klúbbs Mosfellsbæjar, sem er nú
búið að færa á nýjan stað og við
það myndaðist pláss fyrir þessar
lóðir,“ segir Haraldur Sverrisson,
bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
„Lóðirnar eru alls 19, en við
erum að úthluta 15 núna. Þessir
lóðir eru við golfvöll, alveg við
Leirvog og bjóða upp á virkilega
fallegt og í raun einstakt útsýni
yfir Esjuna og sundin blá,“ segir
Haraldur. „Það eru ekki margar
lóðir með svona frábæra stað-
setningu og fallegt útsýni á höfuð-
borgarsvæðinu. Það verður heldur
ekki byggt neitt fyrir framan
lóðirnar, þannig að útsýnið mun
ekki spillast.“
Stutt í allt en samt fyrir utan
„Lóðirnar eru eins og áður sagði
alveg við Leirvog, sem er eitt fjöl-
sóttasta útivistarsvæðið á höfuð-
borgarsvæðinu,“ segir Haraldur.
„Þar er örstutt í náttúruna og hægt
að njóta fuglalífs, reiðstíga, hjóla-
stíga og golfvallar. Um leið er stutt
í alla þjónustu, skóla og miðbæ
Mosfellsbæjar. Þannig að um er
að ræða útsýnislóðir í útjaðri
bæjarins, en samt með þjónustu
rétt hjá.“
Frestur til mánaðamóta
„Úthlutunarferlið er nú í fullum
gangi en tilboð í lóðir verða að
berast Mosfellsbæ eigi síðar en
31. október næstkomandi,“ segir
Haraldur. „Við ákváðum að fara
þá leið í þetta sinn að setja lág-
marksverð á lóðirnar en þær verða
Lóðirnar eru á fyrrverandi æfingasvæði og aðstöðu golfklúbbs Mosfellsbæjar og bjóða upp á fallegt og einstakt útsýni yfir Esjuna og sundin blá, sem er vandfundið á höfuðborgarsvæðinu.
Það er allt
tilbúið fyrir
uppbyggingu
á svæðinu, en
tilboð í lóðirnar
þurfa að berast
fyrir mánaða-
mót. MYNDIR/
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
svo seldar þeim sem bjóða hæsta
verðið. Við höfum ekki farið þessa
leið áður en við gerðum það í þessu
tilfelli af því að okkur fannst rétt
að allt raunvirði lóðanna skili sér
til samfélagsins. Yfirleitt setjum
við fast verð og svo er dregið um
hver fær lóðina.
Lóðirnar henta fyrst og fremst
vel fyrir fjölskyldufólk,“ segir
Haraldur. „Á þeim verða tiltölu-
lega stór einbýlishús, öll á einni
hæð.“
Bæjarfélag í hröðum vexti
„Mosfellsbær stækkar hratt og
hefur íbúum fjölgað um allt
að 1.000 manns á ári og mikil
uppbygging stendur yfir,“ segir
Haraldur. „Við erum að byggja
skóla og nýtt fjölnota íþrótta-
hús verður tekið í notkun í lok
mánaðarins. Almennt á sér því
stað mikil uppbygging og fram-
þróun í Mosfellsbæ.
Samkvæmt könnunum er Mos-
fellsbær líka eitt af þeim sveitar-
félögum sem er hvað best að búa
í og það er mikil eftirspurn eftir
húsnæði hér,“ segir Haraldur. „Fólk
sækist eftir að búa hér af ýmsum
ástæðum, en þær sem skipta
líklega mestu er að hér er í raun
um að ræða sveit í borg, við erum
steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur
en samt svo nálægt náttúrunni.
Búseta í Mosfellsbæ sameinar
marga kosti þess að búa í þétt-
býli en njóta þess samt að vera í
tengslum við náttúruna.“
Tilboð í lóðir skulu berast Mos-
fellsbæ eigi síðar en 31. október.
Þau verða móttekin rafrænt á
íbúagátt Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær stækk-
ar hratt og hefur
íbúum fjölgað um allt að
1.000 manns á ári.
Lóðirnar henta
fyrst og fremst vel
fyrir fjölskyldufólk, á
þeim verða tiltölulega
stór einbýlishús, öll á
einni hæð.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 M Á N U DAG U R
1
4
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:5
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
2
-7
7
8
0
2
4
0
2
-7
6
4
4
2
4
0
2
-7
5
0
8
2
4
0
2
-7
3
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K