Fréttablaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 4
40” BREYTTUR ALVÖRU JEPPASÝNING! LAUGARDAGINN 19. OKTÓBER MILLI KL. 12-16 FRUMSÝNUM JEEP® WRANGLER OG RAM 3500 MEÐ 40” BREYTINGUM. EINNIG VERÐUR TIL SÝNIS ÚRVAL BREYTTRA JEPPA M.A. JEEP® GRAND CHEROKEE MEÐ 33” OG 35” BREYTINGUM, JEEP® WRANGLER MEÐ 35” OG 37” BREYTINGUM OG RAM PALLBÍLAR MEÐ 35-37” BREYTINGUM. ALVÖRU JEPPAR MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI. isband.is MEGA CAB UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS OG JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 VIÐSKIPTI Meirihluta stjórnar- manna Valitor, meðal annars for- manni stjórnar, hefur verið skipt út en greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var gengið frá breytingun- um í síðustu viku. Þau Herdís Fjelds- ted, varaformaður stjórnar Arion banka og fyrrverandi forstjóri Framtakssjóðs Íslands, Renier Lem- mens, stjórnarmaður í Arion sem hefur meðal annars verið forstjóri hjá PayPal og setið í stjórn breska fjártæknifyrirtækisins Revolut, og Þór Hauksson, sem starfaði áður í fjármálaráðgjöf Deloitte og stýrði fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands, koma ný inn í fimm manna stjórn Valitor. Á meðal þeirra sem fara út úr í stjórn félagsins er Guðmundur Þorbjörnsson, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri EFLU, en hann hefur setið í stjórninni frá árinu 2010 og gegnt starfi stjórnar- formanns undanfarin sex ár. Þá hafa þau Stefán Pétursson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, og Jónína S. Lárusdóttir, sem lét af störfum sem framkvæmda- stjóri lögfræðisviðs Arion í síðasta mánuði, einnig hætt í stjórn Valitor. Greiðslumiðlunarfyrirtækið er skilgreint sem eign til sölu í reikn- ingum Arion banka og yfirlýst markmið bankans er að selja félagið að hluta eða fullu. Gert hefur verið ráð fyrir því að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári en bandaríski fjárfestingarbankinn Citi hefur umsjón með sölunni. Áhugasamir fjárfestar höfðu frest til að skila inn óskuldbindandi til- boðum í Valior um miðjan júlí síðastliðinn en í reikningum Arion banka er Valitor bókfært á 13,2 milljarða króna. Engar upplýsingar hafa fengist hjá Arion um hversu mörg tilboð bárust í Valitor en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að undanförnu staðið yfir við- ræður við nokkra áhugasama fjár- festa. Fari Ísland á svonefndan gráan lista FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka, eins og fastlega er gert ráð fyrir að verði niðurstaðan síðar í þessum mánuði, gæti það sett strik í reikn- inginn fyrir söluferlið á Valitor, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Greint var frá því í liðinni viku að sérfræðingahópur FATF teldi að enn stæðu út af sex atriði hjá stjórn- völdum sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar full- nægjandi. Ísland fer þá á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Á síðasta ári nam tap Valitor Holding, sem er með starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku og Bretlandi, um 1,9 milljörðum króna en Valitor hefur ráðist í miklar fjárfestingar samhliða örum vexti í alþjóðlegri starfsemi félagsins. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð tæplega 2,8 milljarða króna tap af rekstri Valitor. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagðist í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði telja að Valitor hefði verið að „fjárfesta skynsamlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en að horfa á þá fjár- festingu sem sokkinn kostnað“. hordur@frettabladid.is Meirihluta stjórnar Valitor var skipt út í miðju söluferli Þremur stjórnarmönnum Valitor, sem er í eigu Arion banka, var skipt út í síðustu viku, meðal annars stjórnarformanninum. Arion hefur stefnt að því að selja félagið að fullu eða að hluta á árinu. Fari Ísland á gráan lista um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka gæti það haft áhrif á söluferlið. Valitor var rekið með tæplega 2,8 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 4,7 milljörðum króna nemur uppsafnað tap Valitor á síðustu 18 mánuðum. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Íslenskir veiðimenn rændir í Namibíu Þrír Íslendingar sem eru í veiðiferð í Namibíu voru rændir en brotist var inn í hús þeirra og tölvu, farsíma og skot- vopnum stolið. 2 Flutti túrtappa til Kairó vegna bágrar stöðu kvenna Ásta Guðrún Kristjánsdóttir fékk óvenjulega beiðni frá vinkonu sinni þegar hún var á leið í heim- sókn til hennar í Kairó. 3 Gagnrýndi Perry fyrir löggjöf hans um samkynja hjónabönd í Texas Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfisráðherra fundaði með orkumálaráðherra Bandaríkjanna og notaði tæki- færið til að ræða málefni samkyn- hneigðra. ALÞINGI Aðeins ellefu af þeim 29 málum sem ríkisstjórnin hugðist samkvæmt þingmálaskrá leggja fram í september eru fram komin á Alþingi. Þá hafa fimm af 49 málum sem boðuð voru í október verið lögð fram. Að auki hafa verið lögð fram tvö stjórnarmál sem ekki var að finna á þingmálaskrá. Oddný G. Harðardóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, segir það áhyggjuefni að þetta sé staðan, aðeins um mánuði eftir að þing var sett og þingmálaskrá lögð fram. „Það er talað um bætta áætlana- gerð, aukið gagnsæi og meiri skil- virkni þingsins. Það hefst ekki með svona vinnubrögðum,“ segir Oddný. Hún veltir fyrir sér hvað sé að gerast á stjórnarheimilinu sem valdi því að málin komi ekki fram. „Það vakna pólitískar spurning- ar um hvort þetta geti verið út af ósætti innan ríkisstjórnarinnar eða hvort málin stoppi í þingflokk- unum. Eða hvort vinnubrögðin séu einfaldlega svona léleg.“ Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra segist ekki kunna skýr- ingar á þessum hægagangi en þing- stubburinn í haust hafi mögulega ruglað fólk í ríminu. „Við erum að fara hægar af stað en ég hefði viljað enda stefna ríkisstjórnarinnar að jafna álagið yfir þingveturinn. Það er þó að rætast úr þessu. Töluvert af málum var afgreitt úr ríkisstjórn á föstudag og von er á f leirum í vik- unni,“ segir Katrín. - sar, aá Viðurkennir hægagang við framlagningu þingmála BRETLAND Boris Johnson, forsætis- ráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. Johnson mun í vikunni halda á leiðtogafund ESB í Brussel þar sem framtíð samninga um Brexit mun væntanlega ráðast. Breska þingið mun svo koma saman á laugar- daginn og greiða atkvæði um þann samning sem forsætisráðherrann gæti hafa náð í Brussel. Viðræður fulltrúa ESB og Bret- lands eru sagðar ganga hægt og vildi aðalsamningamaður ESB ekki úti- loka að þær myndu standa fram yfir leiðtogafundinn. – sar Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson stendur í ströngu þessa dagana. NORDICPHOTOS/GETTY 1 4 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 2 -8 1 6 0 2 4 0 2 -8 0 2 4 2 4 0 2 -7 E E 8 2 4 0 2 -7 D A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.