Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 36

Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 36
Hreindýrakjöt er sannkall-aður veislumatur og f lestir geta öfundast út í veiði- menn sem fylla frystinn hjá sér á haustin. Ragnar Freyr setur hér upp mjög girnilega uppskrift og við fengum hana að láni. Hreindýralund innbökuð í smjördeigi með Duxelle sveppum Fyrst er að huga að sveppunum. „Samkvæmt því sem fram kemur í Matarást er þessi aðferð fengin frá matsveini d'Uxelle lávarðs, La Varenne, en þar segir að best sé að nota gamla sveppi þar sem þeir hafa mikið bragð,“ upplýsir Ragnar Freyr á bloggi sínu. „Maður breytir uppskriftum alltaf eitthvað þannig að núna heitir þetta Ragnar'elle sveppir – maybe. Í dag notaði ég þrjár tegundir af sveppum, franska sveitasveppi, kastaníusveppi og svo venjulega sveppi frá Flúða- sveppum. Fyrst voru 40 g af þurrkuðum sveppum leyst upp í volgu vatni og svo sjóðandi vatni. Vatninu hellt frá og geymt í sósuna. Fersku sveppirnir skornir smátt. Smjör og olía hitað á pönnu. Þegar olían er að verða heit er 5-6 smátt skornum hvítlauksrifjum og 2 litlum fínskornum laukum dembt á pönnuna og látið svitna aðeins. Því næst var sveppunum skellt yfir og þeir látnir steikjast. Þá var ferskum kryddjurtum bætt á pönnuna, niðurskorinni salvíu, steinselju, basilíku og timían. Lyktin gýs að vitum manns. Þetta er steikt aðeins saman og svo er glasi af vatni hellt á pönnuna og jafnmiklu af hvítvíni. Þetta var soðið niður. Þá að hreindýrinu. Lundin var þvegin og þurrkuð. Söltuð með Maldonsalti og pipruð með nýmuldum svörtum pipar og einnig piparblöndu. Smjör var brætt á pönnu og svo var lundin svissuð að utan – fáeinar sekúndur á hverri hlið. Tekið af pönnunni og látið hvíla,“ útskýrir Ragnar. Hreindýrakjöt er villibráð sem er einstaklega ljúft og gott. Það hentar vel í villi- bráðaveislu ekki síður en á jólaborðið eða bara þegar maður gerir sér glaðan dag. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim en það er eitt helsta uppbyggingar- prótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergs- son, verkefnastjóri hjá Landspítala, hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arc- tic Star undanfarin tvö ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgna- hylkjunum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 69 ára gamall í dag, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmis- legt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgna- hylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apó­ tekum og heilsu­ búðum og í Hag­ kaupum. Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús Frið- bergsson mælir með Arctic star sæbjúgnahylkj- unum. Magnús Frið­ bergsson mælir með sæbjúgna­ hylkjum frá Arct­ ic Star en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu inni­ halda fimmtíu tegundir af nær­ ingarefnum. Innbökuð hreindýralund er sannkallaður veislumatur. Ragnar Freyr gefur skemmtilega hugmynd að eldun. Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, matreiðir dásamlega flotta rétti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hreindýr að hætti læknisins RagnFreyr Ingvarsson eða læknirinn í eldhúsinu, býr yfir fjölda girnilegra uppskrifta á heimasíðu sinni. Hér er til dæmis frábær uppskrift að hreindýralund sem veiðimenn ættu að fagna. „Í framhaldinu eru þrjár plötur af smjördeigi f lattar út. Ragnar'elle sveppirnir eru lagðir á og lundin ofan á sveppina. Svo er niðurskorinn gullostur lagður á kjötið og meira af sveppunum. Deigið er vafið yfir og innsiglað, penslað og látið í 160 gráðu heitan ofn með kjöthitamæli – tilbúið þegar kjarnhiti er á bilinu 72-76 gráður. Löngu áður er niðurskorinn hvítlaukur, laukur, sellerí og gulrætur steiktar í potti. Þegar grænmetið er farið að mýkjast er vatninu af sveppunum hellt í pottinn (um 1 lítri) og suðan fær að koma upp. Saltað og piprað. Villibráðarkraftur af hvaða tagi sem er settur ofan í og svo meira vatn. Suðan fær að koma upp og svo soðið niður á nýjan leik. Næst er grænmetið skilið frá og soðið sett aftur í pott og látið malla. Niðursneiddir sveppir líkt og voru notað í fyllinguna eru settir í pott- inn og látnir mýkjast í suðunni. Smakkað til. Bætt á krafti, saltað og piprað ef þarf. Hálfum pela af rjóma bætt út í og sósan soðin áfram og þykkt eftir þörf. Mjög gott er að mauka grænmetið með töfrasprota og bragðbæta sósuna með þessu, það bæði bragðbætir og þykkir hana, ég endaði með því að nota um helminginn af græn- metinu aftur ofan í sósuna. Þessi matur var borinn fram með sykurhúðuðum kartöf lum, grænbaunapuré og Waldorf salati og var hreinasta sælgæti.“ 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 2 -0 5 F 0 2 4 0 2 -0 4 B 4 2 4 0 2 -0 3 7 8 2 4 0 2 -0 2 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.