Fréttablaðið - 12.10.2019, Side 67

Fréttablaðið - 12.10.2019, Side 67
Þá er ekki annað eftir en að halda ilmandi matnum heitum þar til kirkjuklukkurnar hringja inn jólin. Landsliðskokk- arnir Fannar Vernharðsson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Jóhannes Steinn Jó- hannesson eru eigendur Nomy. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Við komum allir færandi hendi með jólahefðir frá æskujólum okkar á jóla- borðið, sérrífrómasinn hennar mömmu, síldarsalat frá fjölskyldu Fannars og Bjarni bakar blúndur frá ömmu sinni. Enda eru jólin tími hefða í matseld en þær eru misjafnar á hverju heimili sem gerir þær persónulegar og spenn- andi fyrir aðra að njóta, segir mat- reiðslumeistarinn Jóhannes Steinn Jóhannesson, sem rekur veislueld- húsið Nomy ásamt meistarakokk- unum Bjarna Siguróla Jakobssyni og Fannari Vernharðssyni. Því er engum í kot vísað þegar kemur að matseldinni hjá meistarakokkunum þremur sem allir hafa verið í kokkalandsliði Íslands undanfarinn áratug en auk þess var Bjarni valinn kokkur árs- ins 2012 og Jóhannes árin 2008 og 2009. Þeir hafa líka unnið saman og trekkt að pottunum hjá Vox, Geira smart, Sjávarkjallaranum og Slippbarnum á Hótel Marina. „Góður matur er okkar aðals- merki og bragðlaukunum tryggð ógleymanleg upplifun,“ segir Jóhannes, sem eins og þeir allir elskar að elda gómsætan mat sem gleður augu, munn og maga. Veislumat heim á jólunum Nomy er tvíþætt veislueldhús. Minni hópar geta pantað sér veislumat á vefverslunni nomy.is og svo er það veisluþjónusta fyrir stærri hópa. „Fyrir jólin bjóðum við í fyrsta sinn nýjung fyrir þá sem vilja fá jólamatinn tilbúinn heim á aðfangadagskvöld eða gamlárs- kvöld. Hægt verður að velja um dýrindis forrétti, aðalrétti og eftirrétti í vefversluninni og hægt að sækja matinn fram til klukkan 16 báða hátíðardagana. Þá er ekki annað eftir í eldhúsinu heima en að halda matnum heitum þar til kirkjuklukkurnar hringja inn jólin og fá ilm af indælli steik í húsið,“ upplýsir Jóhannes og pantanir eru þegar farnar að streyma inn. „Við höfum fundið fyrir þörf fyrir þessa þjónustu og í vef- verslun Nomy er einnig hægt að panta pinnamat, steikarpakka og fleira girnilegt sem nýtur mikilla vinsælda fyrir skemmtilega sam- fundi þegar fólk er að fara saman í leikhús, á tónleika eða annað og vill hrista sig saman í hugguleg- heitum áður,“ segir Jóhannes sem með þeim Bjarna og Fannari gerir æ meira af því að elda sælkeramat fyrir matarboð í heimahúsum við hátíðleg tilefni og um helgar. Pop-up villibráðarveisla Í aðdraganda jóla verður margt freistandi á boðstólum hjá Nomy. „Við byrjum á villibráðarpop- up veitingastað í Norræna húsinu dagana 24. til 26. október. Þar verður stjarna kvöldsins hreindýr- asteik með saltbakaðri seljurót, gljáðum rauðrófum, svörtum hvít- lauk og sólberjum í aðalrétt, sem Koma með matarhefðir að heiman Jólin eru gómsætt ævintýri hjá landsliðskokkunum í Nomy. Þar er hægt að panta jólamatinn heim á aðfangadagskvöld og einnig ómótstæðilegar veislur og jólahlaðborð fyrir litla og stóra hópa. Gómsætur matur er í hávegum hafður á veisluborðinu hjá Nomy. Jólamatseðill Nomy Í nóvember og desember mun kokkasveit Nomy halda jólapop- up í Norræna húsinu. Þar verður boðið upp á spenn- andi jólamatseðil þar sem fjölbreyttir klassískir jólaréttir, í bland við nútíma áherslur í há- gæða matargerð, koma á borð gesta til að deila. Eftirtaldar dagsetningar eru í boði: 29. – 30. nóvember Jólamatseðill – Set Menu 6. – 7. desember Jólamatseðill – Set Menu Athugið að takmarkaður sæta- fjöldi er á þessum dagsetningum og því er betra að bóka fyrr en síðar. Við bjóðum einnig upp á fleiri dagsetningar fyrir 30-50 manna hópa. Þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig og eiga notalega kvöldstund í því yndislega umhverfi sem Norræna húsið býður upp á. Norrænn jólamatseðill að hætti meistarakokka Nomy Lystaukar n Tvíreykt hangikjöt á flatbrauði n Einiberjagrafin gæs á laufabrauði n Síld með piparrót og eplum Forréttir n Grafinn lax með hunangs- sinnepi, dilli, selleríi og íslensku wasabi n Hreindýrapaté með kónga- sveppum og íslenskum hrúta- berjum n Stökksteikt rauðspretta með remúlaði Aðalréttir n Grilluð andabringa með rauð- rófu- og kirsuberjakremi ásamt rauðkáli, shitake-sveppum og rósakáli n Til hliðar – Hægelduð andalæri, sykurbrúnaðar kartöflur og andasósa Eftirréttur n Jólasúkkulaðikúla með Tanariva-súkkulaðimús, hind- berjum, vanilluís og súkkulaði- sósu Verð 8.900 kr. Verð með vínpörun 14.900 kr. Vinsamlega hafið samband og takið frá dagsetningu með því að senda okkur línu á nomy@nomy. is eða hringja í síma 777-1017. og innbakað hreindýr með villtum sveppum en eftirréttir koma á diski fyrir hvern og einn. Þá verða forréttir bornir á borð í smárétt- aformi fyrir gesti að deila. Þar má nefna villisúpu með freyðandi jarðsveppum „cortado“, grafinn gæsatartar með hrútaberjum og greni, hörpuskel með reyktum eggjum, villtum kapers og stökkri svartrót og grillaðan lunda í umslagi með lauksultu, andalifur og döðlum,“ segir Jóhannes um villibráðarveislu Nomy. Sætaframboð er takmarkað en hópar geta fengið sal út af fyrir sig og fleiri dagsetningar eru í boði fyrir áhugasama hópa og mat- gæðinga. „Við verðum líka með nokkur jólahlaðborð hjá Golfkúbbnum Keili þar sem örfá sæti eru enn laus. Svo taka við jólakvöld í Nor- ræna húsinu þar sem við verðum með pop-up veitingastað fram að jólum, byrjum á villibráð í lok október og svo taka við Jóla- hádegi og Jólakvöld í nóvember og desember,“ upplýsir Jóhannes. Auk þess býður Nomy upp á glæsileg jólahlaðborð fyrir stærri hópa. „Jólamaturinn okkar á Nomy er með hefðbundnu sniði í bland við nýjar og spennandi útfærslur. Það má enda ekki rugla mikið í jóla- réttum Íslendinga en við leikum okkur með hráefnið og setjum á það okkar tvist þegar kemur að bragði og óvæntum útfærslum til að gera þetta enn skemmtilegra,“ segir Jóhannes. Matarboð sem slá í gegn Landsliðskokkarnir hjá Nomy eru rómaðir fyrir ekta gómsætan jóla- mat en líka spennandi nýjungar sem gæla við bragðlaukana fyrir jólin. „Við gerum alltaf nýja útfærslu af rauðkáli á hverju ári og fyrir jólin nú ætlum við að vera með kryddaða kalkúnaleggi á beini sem og Söru Bernhard-tertu sem hvergi hefur sést áður. Svo mat- búum við síldina með hefðbundnu jólasniði en ögrum gestum okkar líka með nýrri síldarnálgun sem svíkur engan,“ segir Jóhannes og vitaskuld fær jólafrómas móður hans að fljóta með á eftirrétta- hlaðborðinu. „Í sælkeraverslun okkar á nomy. is verða líka í boði jólapinnar fyrir kokkteilboðin og allir sem panta mat úr versluninni geta sótt hann eða fengið sendan í vistvænum umbúðum og bökkum sem eru huggulegir á borði. Í stærri veisl- um komum við sjálfir á staðinn, stillum upp matnum og fylgjum honum eftir,“ segir Jóhannes sem á Nomy er alltaf tilbúinn að snara fram ómótstæðilegum veislu- föngum með skömmum fyrirvara. „Við elskum að matreiða góðan mat og jólin eru í sérstöku uppáhaldi enda gleðileg sælke- ratíð með kósíheitum sem fylgja aðventu og jólum. Hjá okkur er aldrei lokað og ef fólki dettur í hug að halda matarboð með litlum fyrirvara og slá í gegn með góðum mat er stundin tryggð með gæðaréttum frá okkur.“ Nánar á nomy.is KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 1 2 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 JÓLAHLAÐBORÐ 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 2 -1 9 B 0 2 4 0 2 -1 8 7 4 2 4 0 2 -1 7 3 8 2 4 0 2 -1 5 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.