Fréttablaðið - 15.10.2019, Síða 1

Fréttablaðið - 15.10.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 4 0 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 +PLÚS Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á FERSKUR FISKUR í verslunum Nettó FISKELDI Sleppifiskur úr laxeldi, laxalús og sýkingar sem tengjast laxeldi eru stærstu ógnir af manna- völdum við norskan villtan lax. Núverandi mótvægisaðgerðir í Noregi eru ekki nægjanlegar til að draga úr þessum ógnum. Þetta er mat þrettán vísindamanna við sjö vísindastofnanir í Noregi. Fjöldi villtra laxa sem skilar sér úr hafi í norskar ár á hverju ári er nú innan við helmingur þess sem var á níunda áratug síðustu aldar. Ástæður fækkunar eru að mati vís- indamanna af mannavöldum ásamt minni lífmassa í sjó. Minnkandi stofnstærð vegna laxa lúsar mun gera það erfitt að við- halda sjálfbærum veiðum, sér í lagi í Vestur-Noregi frá Rogalandi í suðri til Mæris og Raumsdals í norðri. Vísindaráð þessara þrettán vís- indamanna er stofnað af umhverf- isstofnun Norðmanna. Í því sitja aðeins óháðir vísindamenn. Það metur stöðu villta laxastofnsins og mögulegar ógnir og veitir stjórn- völdum ráðgjöf varðandi laxeldi. Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldis- stöðva, hafði ekki lesið skýrsluna er Fréttablaðið ræddi við hann. Hins vegar sagði hann ekki ástæðu til að óttast að það sama gerist á Íslandi. „Tölur um sleppifisk á Íslandi eru lágar og sama má segja um lús og sýkingar,“ sagði Einar. „Aðstæður í Noregi og á Íslandi eru að mörgu leyti ólíkar. Búið er að búa svo um hnútana með reglugerð að fisk- eldi fer fram fjarri okkar helstu ám þannig að aðstæðurnar eru í saman- burði mjög ólíkar.“ Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir sömu hættur vera hér og í Noregi. „Hér er talsvert um nýrnaveiki og laxalús þar sem menn eru að baða fyrir lúsinni. Einnig sést það á sjó- birtingi og silungi í kringum eldið að miklu meiri sýkingar er að finna í þeim fiski en annars staðar,“ segir Björn. „Þá eru litlu stofnarnir á suður- fjörðum Vestfjarða farnir að sýna merki erfðamengunar. Búið er svo að tilkynna um tvö sleppislys af fiski í sumar sem mun sjást líkast til á næsta ári í ám hér við land.“ – sa Laxeldi í sjó helsta ógn við villtan lax Óháðir vísindamenn á vegum norskra yfirvalda segja laxeldi við strendur Noregs stærstu manngerðu ógnina við villtan lax. For- maður Landssambands veiðifélaga segir sama gilda hér. Forsvarsmaður laxeldis hér segir norskt og íslenskt laxeldi ósambærilegt. EFNAHAGSMÁL „Þetta ætti að örva hagkerfið og fjármálakerfið,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um breytingu sem kynnt var í gær og felur í sér fækkun aðila sem geta átt viðskiptareikninga í bankanum. Ásgeir segir í fyrsta lagi um samkeppnismál að ræða. „Það er óeðlilegt að Seðlabankinn sé í samkeppni við viðskipta- bankana. Erlendis tíðkast yfirleitt ekki að aðrir en við- skiptabankar séu með innláns- reikninga hjá seðlabanka,“ segir hann. Þá segir Ásgeir breyt- inguna leið til þess að vaxtabreytingar Seðlabankans skili sér hraðar út í kerfið. „Þeir peningar sem eru lagðir inn í Seðlabankann fara úr umferð. Þannig að ef við fækkum þeim sem geta verið með innlán í Seðlabank- anum þá erum við að auka lausafé í umferð. Við höfum verið að lækka vexti og við viljum að því sé miðlað út í efnahagslífið með lánum á lægri vöxtum,“ segir Ásgeir. Þannig segir seðlabanka- stjóri að þótt megintil- gangurinn sé að færa pen- ingastefnuna í nútímahorf séu áhrifin þau núna að auka lausafé í umferð. „Það er mjög kærkomið eins og efnahags- aðstæður eru hjá okkur í dag.“ Breytingin tekur gildi 1. apríl á næsta ári. – gar Lausafé í umferð aukið Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri Núverandi mótvægisað- gerðir duga ekki til að draga úr ógnum við villta laxinn. Þótt íslenska karlalandsliðið næði að sigra Andorra í Laugardal í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn engu veiktist vonin um þátttöku í úrslitakeppni EM því Tyrkir náðu jafntef li gegn Frökkum. Möguleikar Íslands á að komast beint í lokakeppnina velta nú á því á að Tyrkir nái ekki að sigra Andorra á útivelli. sjá síðu 10 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 6 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 4 -1 0 1 4 2 4 0 4 -0 E D 8 2 4 0 4 -0 D 9 C 2 4 0 4 -0 C 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 1 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.