Fréttablaðið - 15.10.2019, Page 6

Fréttablaðið - 15.10.2019, Page 6
n Vinstribandalagið 27,45% n Bandalag um frelsi og sjálfstæði 25,68% n Borgaralega stefnan 25,15% n Lög og réttlæti 17,17% n Pólska bandalagið 4,56% Kosningaþátttaka 2.656 ✿ Þingkosningar í Póllandi Atkvæði greidd á Íslandi SÝRLAND Hersveitir Sýrlands halda nú norður á bóginn að landamær- unum til þess að stöðva framgang Tyrkja og sýrlenskra málaliða. Á sunnudag höfðu Rússar milligöngu um samning á milli Kúrda í Rojava og Bashar al-Assad Sýrlandsforseta um aðstoð í borgunum Manbij og Kobani, í vesturhluta Rojava. Racip Erdogan Tyrklandsforseti sagði að það gæti komið til átaka við Sýrlandsher ef hann reyndi að koma í veg fyrir innrásina og að málalið- arnir væru þegar byrjaðir að undir- búa að ná Manbij á sitt vald. Samkomulag Kúrda og al-Assad nær aðeins til vesturhluta landa- mæranna og sambandið er mjög stirt. Óstaðfestar fregnir herma að Sýrlandsher og Kúrdum hafi lent saman nálægt Qamishli, í austur- hlutanum. Væri því sú skrýtna staða komin upp að Sýrlendingar og Kúrdar berðust saman í vestrinu en hverjir gegn öðrum í austrinu. Aðeins 300 kílómetrar skilja þessi átakasvæði að. Mannfall í stríðinu hefur vaxið dag frá degi og hafa nú nokkur hundruð farist, að mestu leyti Kúrd- ar. Tugir Sýrlendinga hafa fallið en aðeins örfáir Tyrkir. Þá eykst flótta- mannastraumurinn hratt og sam- kvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 130 þúsund manns flúið heimili sín. Í upphaf i innrásarinnar var meginþunginn á borgirnar Ras al- Ain og Tal Abyad á miðjum landa- mærunum. Erdogan tilkynnti á sunnudag að Tyrklandsher hefði náð þeirri fyrrnefndu á sitt vald og að sýrlenskir málaliðar hefðu tekið þá síðarnefndu. Kúrdar eru þegar byrjaðir að sleppa fólki lausu úr ISIS-fanga- búðum eins og þeir hafa hótað og Vesturlönd hafa óttast. Í Ain Issa hefur um þúsund fjölskyldu- meðlimum ISIS-liða verið sleppt úr haldi og búist er við að f leirum verði sleppt á næstunni. „Hverjum er ekki sama um að vakta fanga? Aðrir mega koma og finna lausn á þessu,“ sagði Redur Xelil, hjá SDF, landstjórn Kúrda í Rojava. Ítrekaði hann að Kúrdar hefðu varað við því að þetta gæti gerst ef Banda- ríkjamenn yfirgæfu svæðið. ISIS hafa þegar lýst yfir ábyrgð á bíla- sprengjum á svæðinu og segja nýja uppreisn samtakanna hafna. Um helgina samþykkti Salman, konungur Sádi-Arabíu, að auka við bandarískt herlið í landinu um 3.000 manns en ástæða þess eru árásir frá Jemen á Saudi Aramco olíuvinnslustöðvarnar. Þetta vekur athygli þar sem Donald Trump hefur heitið því að fækka banda- rískum hermönnum í Miðaustur- löndum og brotthvarfið frá Rojava var liður í því. kristinnhaukur@frettabladid.is Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. Liðsmenn Frelsum Sýrland, sem njóta stuðnings Tyrkja, stefna á borgina Tal Abyad í gær. NORDICPHOTOS/GETTY PÓLLAND Niðurstöður pólsku þing- kosninganna á Íslandi voru töluvert frábrugðnar heildarniðurstöðunni. Vinstrimenn og öfgahægrimenn fengu góða kosningu en stjórnar- flokkurinn Lög og réttlæti var Pól- verjum á Íslandi síður að skapi. Lög og réttlæti varð í fjórða sæti, með rúm 17 prósent í kosningunni sem fór fram í pólska sendiráðinu við Þórunnartún í Reykjavík. Flokkurinn, sem er mjög íhalds- samur hægriflokkur og hefur verið við völd síðan 2015, bætti við sig tæpum 7 prósentum og hlaut um 44 prósent í þingkosningunum. Vinstribandalagið, sem þurrkað- ist út af þingi árið 2015, vann einn- ig sigur og fékk meira en 12 prósent sem rímar vel við almenna kosn- ingahegðun í Evrópu á undanförnu ári. Hér á Íslandi var Vinstribanda- lagið stærst allra flokka með meira en 27 prósent. Það sem kemur þó mest á óvart er velgengni Banda- lags um frelsi og sjálfstæði, sem er Vinstrið og öfgahægrið stærst á Íslandi bandalag smærri öfgahægriflokka sem sumir eiga rætur í nýnasisma. Flokkurinn fékk aðeins tæp 7 pró- sent í þingkosningunum en hér á Íslandi var hann næststærstur, með rúmlega fjórðung atkvæða. Á Íslandi var Vinstri- bandalagið stærst allra flokka í pólsku þingkosn- ingunum með yfir 27 prósenta fylgi. Hverjum er ekki sama um að vakta fanga? Aðrir mega koma og finna lausn á þessu. Redur Xelil, hjá landstjórn Kúrda í Rojava Borgaralega stefnan, hinn frjáls- lyndi miðjuf lokkur sem á undan- förnum árum hefur veitt Lögum og réttlæti mótspyrnu, tapaði fjórum prósentum í kosningunum og fylgið var mjög svipað hér á Íslandi. Pólska bandalagið, sem er íhaldssamur miðjuflokkur með sterk tengsl við bændastétt, fékk tæp 9 prósent í kosningunum og tæp 5 prósent hér. – khg Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Grípandi saga um heillandi og svolítið hræðilega ráðgátu, hugrökk og huglaus börn. „... frábær bók fyrir alla krakka, spennandi, auðlesin og skemmtilega skrifuð.“ YRSA SIGURÐARDÓTTIR, RITHÖFUNDUR Til hamingju Snæbjörn! 1 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 6 F B 0 3 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 4 -2 3 D 4 2 4 0 4 -2 2 9 8 2 4 0 4 -2 1 5 C 2 4 0 4 -2 0 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 3 2 s _ 1 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.