Fréttablaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 10
1 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Vonir Íslands um að kom- ast í lokakeppni EM snarminnkuðu í gær þrátt fyrir 2-0 sigur á Andorra í síðasta heimaleik Íslands í H-riðli. Á sama tíma náðu Tyrkir í stig gegn Frakklandi á útivelli sem þýðir að Ísland er fjórum stigum á eftir Tyrk- landi og Frakklandi þegar tvær umferðir eru eftir. Veik von Íslands felst í því að vinna Tyrkina á útivelli í næsta leik og Moldóva þremur dögum síðar en á sama tíma treysta á að dvergríkið Andorra næli í stig gegn Tyrklandi. Annars þarf Ísland að fara í umspil. „Við þurftum þrjú stig úr þessum leik og við fengum þau sem er ánægjulegt þótt að það sé þungt andrúmsloft inn í hópnum. Eftir úrslitin í Frakklandi var ekki sama gleði og vanalega eftir sigurleiki. Þetta er ekki búið ennþá en við vitum að þetta verður mjög erfitt úr þessu. Við verðum að sjá hvað gerist úr þessu,“ sagði Erik Hamrén, þjálf- ari íslenska landsliðsins, svekktur á blaðamannafundi eftir leikinn. Ljóst var að þetta yrði allt annar leikur en síðasti leikur Íslands, í gær yrði Ísland í hlutverki þess að brjóta niður skipulagðan varnar- múr Andorramanna sem komu með það markmið að verja mark sitt með kjafti og klóm. Fyrir vikið blés Erik Hamrén til sóknar og setti Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson inn í liðið ásamt því að Jón Guðni Fjóluson tók stað Kára Árnasonar í miðri vörn Íslands. Ljóst var frá fyrstu mínútu að Andorra var tilbúið að gera hvað sem er til að tefja leikinn og fara í taugarnar á íslenska liðinu. Leik- menn Andorra virtust sárþjáðir við hverja snertingu og voru iðulega snöggir að brjóta þegar Ísland var að komast í álitlegar stöður. Tamas Bognár, arfaslakur ungverskur dómari leiksins, virtist vera á sama máli því hann gaf lítið fyrir ábend- ingar Íslendinga og kom í veg fyrir að Strákarnir okkar næðu að keyra upp hraðann. Lengst af í fyrri hálfleik var Ísland með boltann en náði ekki að finna glufur á vörn Andorra og vantaði oftast til úrslitasendinguna þegar komið var að vítateig andstæðing- anna. Fyrsta markið var því kær- komið stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Kolbeinn Sigþórsson lagði fyrirgjöf Guðlaugs Victors Pálsson- ar fyrir Arnór Sigurðsson og Skaga- maðurinn skoraði fyrsta mark sitt fyrir Ísland með hnitmiðuðu skoti. Þrátt fyrir að vera marki undir var ekki að sjá neina þörf hjá Andorra að færa sig framar á völlinn og var Ísland í vandræðum með að skapa marktækifæri fyrstu mínútur seinni hálfleiks þar til Kolbeinn Sig- þórsson tók málin í eigin hendur. Kolbeinn fékk þá sendingu inn fyrir vörnina, steig út varnarmann og lagði boltann í netið og jafnaði um leið markamet Eiðs Smára Guð- johnsen með karlalandsliðinu. Gylfi Þór Sigurðsson fékk tæki- færi til að innsigla sigur Íslands korteri fyrir leikslok þegar dæmd var vítaspyrna á Andorra fyrir hendi innan vítateigs en Josep Ant- oni Gómes varði góða vítaspyrnu Gylfa. Gylfi komst aftur nálægt því að bæta við marki á lokasekúndum leiksins þegar aukaspyrna hans small í stönginni en inn fór boltinn og 2-0 sigur staðreynd. Ísland fer því til Tyrklands í næsta mánuði vitandi það að allt annað en sigur gerir út um veika von liðsins um að komast beint inn á þriðja stór- mótið í röð og að örlög liðsins séu líklegast umspilsleikir í mars næst- komandi. Það verður því áhugavert að fylgjast með leikjum úr öðrum riðlum á næstu dögum þegar í ljós kemur hver verður andstæðingur Íslands. kristinnpall@frettabladid.is Veik von lifir eftir sigur á Andorra Ísland á enn möguleika á að komast beint inn í lokakeppni EM 2020 eftir 2-0 sigur á Andorra en vonin er veik. Ísland þarf að vinna Tyrkland og Moldóvu í lokaumferðunum og treysta á að Andorra í lokaumferðinni til að komast beint inn á lokakeppni EM. Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen í gær í 54. leik sínum fyrir karla- landsliðið. Kolbeinn Sigþórsson fagnar með Jóni Daða Böðvarssyni í gærkvöld eftir að hafa innsiglað sigur Íslands og um leið jafnað markamet karlalandsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikmenn Andorra voru duglegir að brjóta á Gylfa og komust upp með ýmis brot hjá slökum dómara leiksins. 1 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 6 F B 0 3 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 4 -1 E E 4 2 4 0 4 -1 D A 8 2 4 0 4 -1 C 6 C 2 4 0 4 -1 B 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 3 2 s _ 1 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.