Fréttablaðið - 15.10.2019, Síða 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien
svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir
ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga
Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
EFTIR HVÍLDINA FRÁ
VÍÓLUNNI FINNST
MÉR ÉG HAFA FUNDIÐ GLEÐINA
Í ÞVÍ AÐ SPILA Á HANA Á NÝ.
PLATAN ER SMÁ MYRK
EN SAMT LÍKA SVO
HLÝ. ÞETTA VAR SVOLÍTIÐ MÍN
LEIÐ TIL AÐ FINNA HLÝJUNA Í
MYRKRINU.
ÉG MYNDI EKKI ALVEG
GANGA SVO LANGT AÐ
SEGJA AÐ ÉG HAFI VERIÐ KOMIN
MEÐ ÓGEÐ Á HONUM, EN JÚ
ÆTLI ÞAÐ SAMT EKKI. ÞARNA
VAR ÉG BÚIN AÐ VERA Í ÞESSU Í
TUTTUGU ÁR OG ÞESSUM HEIMI
FYLGIR MIKIÐ ÁLAG
Ásta Kristín var lítið fyrir textagerð sem barn en gjörsamlega féll fyrir henni á fullorðinsárum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Næstkomandi föstu-d a g k e mu r ú t platan Sykurbað eftir Ástu Krist-ínu Pjetursdóttir. Plötuna samdi hún
í vetrarmyrkri á Vestfjörðum, þar
sem veðuröf lin fengu hana til að
leita inn á við og í listina. Ásta er
klassískt menntaður víóluleikari
og lauk prófi í víóluleik frá Konung-
lega danska konservatoríinu í Kaup-
mannahöfn á síðasta ári.
Í klassíkinni í tuttugu ár
„Ég byrjaði að spila á víólu þegar ég
var þriggja ára gömul. Þannig að ég
hef lifað og hrærst í klassíska tón-
listarbransanum lengi. Ég myndi
ekki alveg ganga svo langt að segja
að ég hafi verið komin með ógeð á
honum, en jú, ætli það samt ekki.
Þarna var ég búin að vera í þessu í
tuttugu ár og þessum heimi fylgir
mikið álag,“ segir Ásta.
Hún segist hafi fundið fyrir löng-
un til að prófa eitthvað annað, svo
úr varð að hún greip í gítarinn og
byrjaði að semja texta.
„Mig langaði að gera eitthvað
öðruvísi en ég hafði verið að gera.
Þannig að ég ákvað að f lytja heim
og fara í Lýðháskólann á Flateyri. Ég
tók með mér gítar, en ég var byrjuð
að yrkja ljóð síðustu önnina mína í
skólanum úti. Eftir að ég var komin
heim sá ég að ég gat breytt ljóð-
unum í lagatexta. Svo var ég með
gítarinn og velti fyrir mér hvort ég
gæti kannski sungið, eitthvað sem
ég hafði ekki verið að gera áður. Svo
fattaði ég að ég gæti alveg sungið,“
segir Ásta hlæjandi.
Ásta segir að vetrarkuldinn og
myrkrið hafi stundum tekið á, þótt
hún hafi undirbúið sig undir það
eftir bestu getu.
„Sykurbað stendur fyrir snjóinn.
Það litar mjög plötuna að hafa
verið samin fyrir vestan, á þessum
litla, dimma, en ótrúlega fallega
stað. Það er oft vont veður og mikil
einangrun. Ég var búin að undir-
búa mig fyrir myrkrið, en ég hafði
ekki áttað mig á að það væri svona
mikið. Maður sér ekki sólina í fjóra
mánuði nánast. Það læddist aðeins
aftan að manni.“
Fann hlýjuna í myrkrinu
Þetta er því mikil vetrarplata að
sögn Ástu.
„Hún er smá myrk en samt líka
svo hlý. Þetta var svolítið mín leið
til að finna hlýjuna í myrkrinu.“
Í dag kemur út lagið Dómhildur
dýjaveisa.
„Þetta er byggt á karakter sem ég
bjó til. Ég vil kannski ekki vera að
segja allt of mikið um þessa Dóm-
hildi,“ segir Ásta, og viðurkennir að
mögulega sé karakterinn einhvers
kona hliðarsjálf hennar sjálfrar.
,,Ég vil ekki endilega segja of mikið
um hvað lögin eru heldur setja það
frekar í hendur hlustenda að túlka
þau.“
Elskar íslenska textagerð
Aðspurð hvort klassíska tónlistar-
menntunin hafi hjálpað mikið við
gerð plötunnar segir hún svo vera.
„Ég lærði líka á píanó í mörg ár.
Ég hugsa að ég gæti pikkað upp á
ýmis hljóðfæri, þetta hjálpar allt
til. Þetta er vissulega ekki allt það
sama, en ég gæti alveg spilað á ýmis
hljóðfæri.“
Ásta er þó engan veginn búin að
snúa baki við klassísku tónlistinni.
„Ég spila með hinum og þessum,
ýmsum hljómsveitum og sinfóní-
unni. Það er alltaf eitthvað. Eftir
hvíldina frá víólunni finnst mér ég
hafa fundið gleðina í því að spila á
hana á ný.“
Ertu oft spurð hver munurinn á
víólu og fiðlu sé?
„Nánast á hverjum degi,“ svarar
Ásta hlæjandi. ,,Víólan er stærri,
en maður heldur á henni
eins og fiðlu. Svo er hún
fimmund neðar, aðeins
dýpri tónn.“
Ásta segist ekki hafa
verið mikið fyrir textagerð
sem krakki, hvorki ljóða- né
sögugerð.
„Ég plataði alltaf pabba
minn til að hjálpa mér með
það. Nú sem ég alla textana
sjálf og mér finnst það ótrú-
lega gaman, að yrkja og
semja. Ég tel sjálf að þessi
plata sé f lott viðbót við
íslenska textagerð. Mér þykir
vænt um að þetta sé framlag
mitt til hennar.“
Sykurbað kemur á allar
helstu streymisveitur föstu-
daginn 18. október og síðar
kemur hún einnig út á geisla-
disk. Dómhildi dýjaveisu er
hægt að nálgast frá og með
deginum í dag, en svo er hægt
að berja Ástu augum á Air-
waves-hátíðinni í ár.
steingerdur@frettabladid.is
Samin í
vetrarmyrkri
á Vestfjörðum
Ásta Kristín er klassískur víóluleikari en
langaði að prófa að gera öðruvísi tónlist.
Útkoman er platan Sykurbað en hana
samdi Ásta mestmegnis á meðan hún
stundaði nám við Lýðháskólann á Flateyri.
Í dag kemur
lagið Dómhildur
dýjaveisa á allar
helstu streymisveitur.
Næsta föstudag fylgir
svo öll plata Ástu
Kristínar, Sykur-
bað.
1 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:3
6
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
4
-2
3
D
4
2
4
0
4
-2
2
9
8
2
4
0
4
-2
1
5
C
2
4
0
4
-2
0
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
3
2
s
_
1
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K