Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 6

Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 6
6 FREYJA Þúsund dollarar. Eftir 0. „Þúsund doIlarar,“ sag<5i Tolman lögmað- ur hátiðlcga, „og hér eru peningarnir.“ Gillian hló, þegar hann tók við seðl- unum. „Þetta er svo kjánaleg upphæð,“ sagði hann fjörlega. „Ef það hefðu verið 10.000, þá hefði verið hægt að gjöra eitt- hvað við þá. Jafnvel 50 dollarar hefðu verið til minna ónæðis.“ „Þér heyrðuð hvað stóð í erfðaskrá frænda yðar,“ sagði Tolman í þurrum lög- fræðingstón. „Þar stendur, að þér eigið að gefa okkur skýrslu um það, hvernig þér eyðið þessum 1000 dollurum. Ég treysti þvi, að þér verðið við þessari ósk frænda yðar sáluga.“ „Gjarnan," sagði Gillian kurteislega, „enda þótt það kunni að baka mér óþarfan kostn- að. Það getur verið að ég þurfi að fá mér bókhaldara, þvi að ég hefi aldrei verið góð- ur i reikningi.“ GiIIian fór i klúbbinn. Þar hitti hann Brvson gamla. Bryson var rólegur, fertug- ur og sjálfuin sér nógur. „Vaknaðu, Brvson gamli,“ sagði Gillian, „ég þarf að segja þér sögu.“ Bryson stundi. „Blessaður segðu hana ein- liverjum öðruin. Þú veizt, hvað mér er illa við þessar sögur þínar.“ „Þessi er betri, en þú átt að venjast. Þú veizt, að frændi minn er hrokkinn upp af, og lætur eftir sig hálfa miljón dollara. Helm- inginn af því á sá maður að fá, sem finn- ur einhvern geril, og fvrir hinn helminginn á að reisa spítala, til þess að gjöra út af við gerilinn aftur. Ráðskonan og þjónninn hans frá gullhring og 10 dollara hvort. Und- irritaður frændi hans fær 1000 dollara. Hvað H e n ry. á ungur maður, sem altaf hcfir haft nóg af öllu, að gjöra við 1000 dollara?“ „Eru nokkrir aðrir erfingjar?“ spurði Bryson gamli. „Enginn.“ Gillian ygldi sig og spyrnti i legubekkinn. „Það er cinhver ungfrú Hay- den, tökubarn hans. Dóttir einhvers aum- ingja, sem var svo óheppinn að vera vinur gamla mannsins. Hún fékk líka 10 dollara. Vertu ekki svona óliðlegur, Bryson gamli. Segðu mér, hvað ég á að gjöra við 1000 dollara.“ Bryson brosti; og þá var hann verstur. „Þúsund dollarar,“ sagði hann, „geta vcrið mikið eða lítið. Einn gæti bygt sér heimili fyrir það, og gefið Rockefeller langt ncf. Annar gæti sent konuna sína til suðurlanda, og bjargað lífi hennar. Það mætti kaupa ný- mjólk handa nokkur hundruð börnum i hcil- an mánuð fyrir það. Það mætti ala upp gáf- aðan pilt fyrir það. Það mætti —.“ „Ég var- ekki að biðja þig um siðaprédik- anir,“ sagði Gillian, „ég var að spyrja þig, hvað ég ætti að gjöra við aurana.“ „Þú?“ sagði Bryson og brosti blítt. „Fyrir þig er aðeins eitt að gjöra. Farðu og kauptu demantseyrnalokka handa ungfrú Lottu Lauriere og skundaðu svo til Texas og vertu smali. Helst kindasmali, því að mér er illa við kindur." „Þakka þér fyrir,“ sagði Gillian og stóð upp. „Ég vissi að það var hægt að treysta þér.“ Hann fekk sér bíl, og ók til Colombine- leikhússins. Ungfrú Lotta Lauriere sat í bún- ingsherbergi sínu og var að aðstoða náttúr- una mað farða og „púðri“. „Sæll, Bobby,“ sagði hún, „segðu fljótt hvað þú vilt, þvi að eg þarf að fara inn á leiksviðið eftir tvær minútur.“ „Klóraðu dálítið af mjölinu úr eyrunuin á þér. Svona þetta er betra. Hvað segirðu um demantseyrnalokka — þeir mega kosta þrjú núll og einn fyrir framan.“ „Mikil ósköp“ -— söng í Loftu. „Heyrðu, sástu hálsfestina, sem hún Della Stacey var með i gærkvöldi. Hún kostaði 2200 dollara hjá' Tiffany. En auðvitað, fyrst þú —“ Hún ypti öxlum. „Ungfrú Lauriere inn á leiksviðið“, var hrópað fvrir utan. Gillian reikaði út í bílinn. „Hvað mund- uð þér gjöra, ef þér ættuð 1000 dollara?“ spurði hann bílstjórann. „Setja upp knæpu,“ svaraði bílstjórinn á augabragði. „Þér voruð máske að hugsa um —?“ „Nei, nei, ég spurði af eintómri forvitni,“ Frh. á bls. ij.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.