Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 11

Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 11
FREYJA 11 Röddin var mjúk, og Penelope heyrði, að konan var ensk. „Til Toronto held ég,“ brosti Pen, „ég er ekki alveg viss •— jú, ég held til Toronto.“ Konan kinkaði kolli. „Yður leiddist í Edmonton? Það er hræðilegur staður — trjáviðarlyktin i hús- unum — og gistihúsin!“ Pen hafði nú als ekki leiðst i Edmonton. Þvert á móti. Þótt hún væri fædd í Eng- landi, var Edmonton samt orðið heimili hennar, og liún fann að fyrst núna, þcgar hún var að fara, hve henni þótti vænt um staðinn. Henni var jafnvel ekkert illa við miðaldra kaupmanninn, sem hún vann hjá, þó að hann hefði reynt að fá hana til ásta við sig, og hefði boðiö henni að varpa öllu öðru fyrir borð (hann átti uppkomna dótt- ur og feita, góðlynda konu) ef hún vildi hlaupa á brott með sér. Henni var reyndar illa við feitu konuna, sem hafði fundið upp- kast að bréfi í skrifborði manns síns. í því bréfi kvaddi hann fjölskyldu sína hjartan- lega og vitnaði í biblíuna. Þvi að hann var sóknarnefndarmaður. Þrumuveðrinu laust saman yfir höfði Penelope, hún reið storminn af, en fanst hún vera einkennilega óhrein eftir skamma- ræðu frúarinnar. „Nei, mér leiddist nú ekki í Edmonton,“ sagði hún fljótt, „en -— ég er fegin að kom- ast þaðan.“ „Eruð þér að hugsa um að skreppa til Englands?" Penelope hló. „Ég hafði hugsað mér það —- en ég gæti alveg eins skroppið til Mars.“ Hin ygldi sig ofurlítiö. Hún var lagleg. Pen var viss um það. Augun voru brún, nærri því svört. Hún gat verið um 28 ára gömul -—• ef til vill yngri. Lagleg, en — munnurinn á henni! Hann var of beinn og varirnar of þunnar. Að öðru leyti var hún falleg. Það var ekki fegurð Penelope — feg- urð þeirrar, sem hefir vaxið upp undir berum himni. Hin konan minti á loðinn ketling — nei, á postulínsmynd frá Dresden; hún átti heima í danssal í lampaljósi. Pen svaf í 1. KAPÍTULI. í Empire hraðlcstinni. „Það er maður í Lundúnum, sem ég býst við að geti orðið þér að gagni, Pen, ef þú þarfnast hjálpar.“ Penelope Pitt þurkaði augun á sér ákaft með blautum hnoðra, sem hafði einu sinni verið vasaklútur, og reyndi að brosa. »>Ég er óttalegur kjáni, að kjökra svona eins og krakki — mér leiðist hérna í Ed- monton, en ég kemst aldrei til Lundúna. Ég er viss um, að ég verð inlyksa á leiðinni, í Moose Jaw — eða einhversstaðar.“ „Hvaða vitleysa," sagði gamli maðurinn, „þú hefur farmiða til Toronto — hérna, taktu bréfið fljótt.“ Lestin blés til brottferðar. „Orford heitir hann, James X. Orford; við vórum í skóla saman í Berlín — og hóaðu i mig ef eitthvað verður að þér á leiðinni.“ Hún sendi gráhærða manninum koss um leið og lestin rann á stað, eimvélabjöllurnar hringdu, og háreysti hjólanna drekti kjökr- unum, sem hún var að reyna að halda niðrí í sér. Æfintýrið mikla var hafið. Þegar Penelope var komin i sæti sitt, og. hafði þurkað á sér augun, sá hún aö and- spænis henni sat kona, sem virti hanna ró- lega fyrir sér. Konan var eftirtektarverð fyrir fegurðar sakir, og jafnvel Heron gamli dómari hafði tekið eftir því og dáðst að henni, meðan hann var að kveðja Penlope. „Ætlið þér langt?“

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.