Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 14

Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 14
14 FREYJA Frh. frá hls. 5. SIMSON HINN HAGI Á ÍSAFIRÐI. unni tókst mér, að láta hann ráða mig sem hesthúsmann fyrir næsta ár. Eg réði mér ekki fyrir kæti, og þegar eg kom heim um kvöldið, tók eg að leika þær listir, sem eg hafði séð reiðmennina í cirkus gera á hest- baki — en reiðskjóti minn var naut, þvi að ekki var völ á betra. Heimafólkið gerði ýmist að gapa af undrun, eða hrista höfuðið. Jæja, eg ferðaðist með jsessari stofnun um tíma, kembdi hrossin og mokaði undan þeim — en mikið af trúðleikaralífinu sá eg ekki, en eg stældist í þeim ásetningi, að verða sjálfur trúðleikari, hvað sem það kostaði, og læra lístir þeirra. Þegar eg hafði verið nokkra mánuði við þetta starf, og aldrei fengið rauðan eyri í kaup, fór eg að ganga fast eftir kaupinu, en fjárhirslan reyndist ávalt tóm, og eg tók því þann kostinn, að segja af mér. — Um tima var eg svo á flakki með nokkurskonar vaxmyndasafni, sem hélt sýningu á ýmiskonar fáránlegum hlutum. Á því ferðalagi rakst eg á lítilfjörlegt sígauna- cirkus, og slóst í för með því, því að þar gat eg fengið að læra listir og sýna þær, þó að kunnáttan væri lítil. En eg komst brátt á lagið — eg sýndi leikfimi, gleypti eld og spýtti eldi, sýndi sjónhverfingar og flimtileik, og var þetta ágætis skóli fyrir mig. Kaupið var af skornum skamti, fyrsta veturinn fékk eg als eina krónu og tuttugu aura — og af því varð eg að klæða mig sjálfur. En eg hafði það ráð að þvo einu nærfötin sem eg átti og þurka þau á skrokkn- um. Eg man, að eg gerði þetta oft um vet- urinn í margra stiga frosti, og varð ekki meint af. Við ferðuðumst um i húsi á hjólum, svo- kölluðum sígauna-vagni. Vagninn var um 2x3% meter að flatarmáli. Þar var hægt að kássa saman 8—10 manns á nóttunni, en það voru ekki nema helstu leikendurnir og eig- andinn, sem fengu þar inni. Við hinir, sem litilsigldari vorum, urðum svo að sofa und- SlÖiettTtotsíce r"^nl(>ríkoUnjí> —— Oslo--------- Beinasta leiðin til Ameríku er með skipum okkar. Farseðlar og allar uppl. hjá rmmmmmmm—m 1 ■ ■■■■■■■■ NIC. BJARNASON. LEGUBEKKIRNIR úr VERSLUNINNI ÁFRAM Laugaveg 18 bila ekki þegar mest ríður á. — 5 tegundir fyrirliggjandi. Þar fást einnig HÚSG.ÖGN við allra hæfi. — Sími 919. — ir vagninum, og það var bara gott, sérílagi, ef svo vel vildi til, að við fengum góða, hlýja yfirsæng úr snjó. Lesið framliald af endurminningum Sim- sons i næsta blaðil Frh. frá bls. 7. HEIMILIÐ. — Húsráð. Hveitilím verður miklu sterkara og haldbetra, ef blandað er einni teskeið af á- lúni i vatnið og hveitið. Sykurhúð á kökur má búa til úr ofurlitlu af púðursykri upp- leystum í matskeið af mjólk. Gljáð húsgögn má hreinsa úr 1 hluta af salmíakspiritus móti 10 hlutum af vatni. Klúturinn er undinn eins vel og hægt er, og síðan eru húsgögnin nudd- uð fast. Látið aldrei borðhnífana liggja lengi í heitu vatni; það losar sköftin. Til þess að gamlar, dökkar kartöflur verði hvítar, á að blanda teskeið af ediki í vatn- ið, sem þær eru soðnar úr. Mislitt silki, sem er ekki vel þvottaekta, skal þvo í veiku saltvatni, 1 matskeið af salti á líter. Skerið lauk í tvent og látið hann liggja i nýmáluðu her- bergi. Þá hverfur málningar- lyktin eftir nokkra klukku- tíma. Hringjum undan heitum ílátum má ná af gljáðum hús- gögnum með steinolíu. Aluminium-áhöld má aldrei hreinsa úr sódavatni, þvi að •þá verða þau svört. Til þess að hreinsa leðurhús- gögn á að blanda saxnan einni

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.