Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 12

Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 12
12 PREYJA efra rúminu um nóttina. Hún varS að reyna að hugsa um lítilfjörlega hluti, því að ann- ars hefði hún farið að gráta. Hún gat ekki sofið, velti öllu fyrir sér i huganum, kon- unni, sem svaf fyrir neðan hana, Edmonton, Lundúnum. Hún sofnaði að lokum, en fanst hún varla hafa fest blund, þegar hún vaknaði aftur. Fyrir framan sig sá hún náfölt and- lit samferðakonunnar. Brúnu augun störðu, og varirnar skulfu. „Er nokkuð að yður‘?“ spurði Pen og settist upp. Konan svaraði ekki. Hún stóð þarna og starði, en höndurnar gripu dauðahaldi i rúmbríkina. Penelope ætlaði að fara ofan, en þá hvíslaði hún í einkennilegum tón: „Ef hann skyldi nú ekki deyja? Hefurðu hugsað um það, Arthur? Ef hann lifir nú, og Whiplow segir frá öllu saiíian?“ Hiin var sofandi og þó hálfvakandi. Pene- lope þaut ofan og hjálpaði henni i rúmið. Eftir nokkrar mínútur dró hún andann reglulega aftur; Meðan Pen var að laga koddann hennar, sá hún lítið leðurhylki, sem opnaðist, þegar hún tók það upp. í daufu ljósi járnbrautarklefans sá hún mynd af mjög laglegum, ungum manni. „Skyldi þetta vera Arthur?“ hugsaði hún. „Var eg að tala í svefni? — Það er skrit- ið. Hvað sagði eg?“ Pen hafði sagt frá viðburðinutn i mat- vagninum um morguninn. „Mjög litið. Eg var svo hrædd, að eg heyrði það varla. Þér töluðuð um einhvern, sem væri að devja, og svo ijm einhvern Whiplow." „Eg hefi aldrei heyrt það nafn. Þetta hefir aldrei komið fyrir mig áður. Arthur? J.á, það er maðurinn tninn — eg heiti ftú Dorban -— Cynthia Dorban. Mig rninti að eg hefði sagt yður það í gær.“ Það var ekki talað meira um þetta mál- efni. Frú Dorbau sagðist ætla að vera tvo daga í Toronto, og halda svo áfram til Que- bec. Og Pen trúði henni fyrir sínum mál- um, en mintist ekki á kaupmanninn ást- sjúka. „Þér hafið enga(. atvinnu í Austur-Kanada — og enga vini?“ sagði frú Dorban, „mér heyrðist þér segja við gamla manninn, að þér ætluðuð til Englands?" „Það voru ekki nema draumórar,“ sagði Pen og hló, „eg eignast auðvitað aldrei fyr- ir fargjaldinu; en eg er fædd i Lundúnum, og mig hefir altaf langað til þess að koma til Evrópu.“ Það var löng þögn. Lestin þaut i gegnum óendanlega hveitiakra. Eins langt og augað eygði, var ekkert, nema gult korn. „Fáið þið ensk blöð í Edmonton?“ spurði frú Dorban, Penelope hristi höfuðið. „Það er sjaldan. Eg veit ekkert sem gjörist i Englandi, nema rétt það, að Lloyd George er forsætisráð- herra, að það hafa verið óeirðir i írlandi og —“ Frú Dorbau tók upp annað umræðuefni. Hún talaði um heimili sitt á Englandi, um garðinn sinn og umhverfið. Þá mintist hún á nafn, sem Pen kannaðist við. „Rivertor lávarður? Já, hann á stórt kúa- bú nærri búgarðinum, sem faðir minn átti. Eg hefi aldrei séð hann — hann dó i fyrra, var ekki svo?“ „Jú.“ Frú Dorban virtist hafa mist áhugann á Rivertor lávarði. Ilún fór að tala um verð á búgörðum í Vestur-Kanada og fleira. Tveim dögum seinna, þegar lestin var um klukkustundarferð frá Toronto, kom frú Dorban ineð uppástungu. Penelope hlustaði með opinn munn, og þorði varla að trúa sínum eigin eyrum. „Ó — ]iað væri indælt! Haldið þér að maðurinn yðar vilji það?“ „Eg hefi fengið samþykki hans. Eg símaði honum frá Winnipeg, og fékk svar hans núna. Jæja, viljið þér taka þessa stöðu, sem ritari okkar, Penelope? Má eg kalla yður Penelope? — Þér skuluð kalla mig Cynthiu. Þetta verður leiðindastarf, en-----“ „Eg er alveg utan við mig — en eg tek við stöðunni. Það er draumur sem rætist!“ Þegar hraðlestin hægði á sér, og rann inn í Toronto, var Penelope ráðin, og átti að fara til Englands eftir tvo sólarhringa. 2. KAPÍTULI. El Slico. Penelope fór á járnbrautarstöðina til þess að kaupa farmiða til Qucbec. Lestin frá New York var að koma, og hún hörfði lotningar- full á fólkið, sem hafði þau forréttindi, að koma frá þeirri leyndardómsfullu stórborg, og sem arkaði út úr lestinni, eins og það væri enginn sérstakur viðburður, þó að það kæmi frá þeim dásamlega stað. Loksins varð fólksstraumurinn strjálari, og hún fór að hugsa um erindi sitt. Þegar hún hafði náð farmiðunum og var á leið að útgöngudyr- unum, sá hún mann, sem brosti til hennar. Áður en hún vissi, livað hún gjörði, brosti hún á móti. Hann var stór og ljóshærður, en þegar hann tók ofan, sá hún að liann var sköllóttur. Hann var auðsjáanlega nýkom- inn, þvi að hann var með ferðafrakka og tösku, og var ofurlítið slæptur að sjá eftir ferðina. Hún hugsaði, að það væri einhver, sem liún hefði kynst í Edmondon; vinnuveitandi hennar skifti við svo marga, og þetta gat verið einn þeirra.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.