Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 13

Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 13
FREYJA „Gott kvöld! Höfum við ekki sést áður? í Detroit? Nei? ESa Philadelphia?“ „Eg er hrædd um, að okkur skjátlist báð- uin,“ sagði hún, og ætlaði að halda áfram, en hann stöðvaði hana. „Verið þér ekki að fara, stúlka litla. Mér þykir svo gaman að hitta ósvikinn Kanada- búa. Eg er breskur. Hvar er best að fá sér tebolla í þessari borg?“ „Eg er ekki vel kunnug i Toronto,“ sagði hún,“ spyrjið þér einhvern af járnbrautar- þjónunum.“ „Hvað liggur yður á?“ sagði hann snögt. „Þér töluðuð til mín fyrst. Þér hlóuð til mín.“ Hún gekk fram hjá honum, en hann fylgdi eftir og náði henni i anddyri stöðvarinnar. „Hvað liggur á, ha? Verið þér ekki móðg- aðar, litla mín, mig langar til þess að kynn- ast yður. Eg heiti Whiplow —“ Frh. frá bls. 6. ÞÚSUND DOLLARAR. sagði Gillian. Blindur maður stóð á horn- inu og seldi skóreimar og eldspýtur. Gillian gekk til hans og sagði: „Fyrirgefið, hvað munduð þér gjöra, ef þér ættuð 1000 dollara?“ Blindi maðurinn tók upp bankabók úr vasanum, og sýndi honum. Það stóðu á henni 1,785 dollarar. Gillian hugsaði sig um. Svo gekk hann að bílnum og sagði bílstjóranum að keyra á tíundu götu no. 150. Það var hús frænda hans heitins. Ungfrú Hayden sat við bréfaskriftir i dagstofunni. Hún yar lítil Og grönn, svart- klædd. En hún hafði eftirtektarverð augu. Gillian kom inn með kæruleysissvip sinn. „Eg var að koma frá Tolman gamla,“ sagði hann, „þeir fundu einliverja viðbót við erfðaskrána. Það er eins og gamli karlinn hefði linast eitthvað upp á síðkastið — nóg um það, hann arfleiðir yður að 1000 dollurum. Ég átti leið hér um, og Tolman gamli bað mig um, að fá yður peningana." Hann lagði seðlana á horðið. Ungfrú Hayden fölnaði ofurlitið og sagði tvisvar. „Ó!“. Gillian snéri sér við og leit út um gluggann. „Þér vitið vist, að eg elska yður,“ sagði hann lágt. „Mér þykir það leitt,“ sagði hún. „Er það þýðingarlaust?“ spurði Gillian. Hún hristi höfuðið. „Vilduð þér lána mér blað og penna,“ sagði hann brosandi. Hún fékk honum það, og hann setlist og skrifaði: „Greitt af Robert Gillian 1000 dollarar, sem færist til útgjalda á lið: „Eilif sæla“, af skuld himinsins við bestu stúlku í heimi.“ 18 Whiplow! Það var nafnið, sem frú Dorbau hafði sagt í svefni. Það var ekki algengt nafn. „John Whiplow. Hvað lieitið þér?“ „Þér ættuð að spyrja frú Dorban að því!“ sagði hún. Það var sagt upp á von og óvon, en mann- inum brá í brún. Kinnar hans fölnuðu, svo andlitið varð eins og mysa á litinn, og augun ætluðu út úr andlitinu. „F — frú Dorban?“ tisti i honum. „Hérna — er hún hérna?“ En hún notaði sér vandræði llans og komst undan, og þegar Whiplow kom út á götuna, var luin horfin. Það var ekki fyr en lnin var komin upp í lestina til Quebec, að hún mintist á atburð- inn við frú Dorban. Frh. Hann stakk blaðinu i umslag, og ók til skrifstofu Tolmans. „Ég er búinn að eyða peningunum, og er kominn til þess að gefa ykkur skýrslu um, hvernig ég notaði þá. Hún er hér.“ Ilann kastaði umslaginu á borðið. Tolman snerti ekki umslagið, en kallaði á félaga sinn, og þeir stungu báðir nefjun- um á kaf inn í geysistóran peningaskáp. Eftir mikla leit, drógu þeir fram stórt inn- siglað umslag, og tóku að velta vöngum yfir innihaldi þess. „Herra Gillian,“ sagði Tolman, þegar rannsókninni var lokið, „það var viðbót við erfðaskrá fænda yðar. Ilún átti ekki að opn- ast, fyr en þér hefðuð gefið okkur skýrslu um meðferð peninganna. Ilún er hér, og nú mun ég segja yður innihald þessarar við- bótar. Ef það sýnir sig, að þér hafið varið fénu á viturlegan hátt cða í óeigingjörnu skyni, þá er okkur falið að greiða yður 50,000 dollara af eigum hins látna. En sé svo ekki, og þér hafið notað féð á sama hátt og þér hafið verið vanur — í óþarfa og i illum félagsskap, þá rennur þessi upp- hæð til uppeldisdóttur hins látna, ungfrú Miriam Hayden. Má ég nú fá að sjá skýrslu yðar?“ Hann rétti út hendina, en Gillian var heldur fljótari að ná i umslagið. Hann reif það og innihald þess í smátt og stakk sneplunum í vasann. „Það er alt í lagi,“ sagði hann brosandi. „Það er engin ástæða til þess að vera að ónáða ykkur með þessu. Ég tapaði þessum þúsund dollurum í hestaveðmálum. Verið þið sælir, herrar mínir.“ Tolmaii og félagi hristu gráu lokkana hryggir hvor framan í annan, því að þeir heyrðu Gillian blístra dátt, meðan hann beið eftir lyftunni.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.