Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 10

Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 10
10 FREYJA rfíauel et meef nofað í vefuu Eftirmiðdagskjóll úr svörtui flaueli, með áprentuðum Ijósgulum doppum, frá Je- an Patou, París. Vetrarkápa úr ensku flau- eli, sett silfurref, frá Jean Patou, París. Flauel er œfagamalt fataefni. Á blómaöld rómverska keisaradæmisins var flauel notað í öll viðhafnarklæði, tugir metra af þessu dýra, handofi.a klæði fóru i skikkjur furst- anna og kvenna þeirra. Fram eftir öllum öldum þótti ítalska flauelið skara langt fram úr öðru, en á síðustu timum hafa Frakkar náð yfirhöndinni, og nú þykir ekkert flauel „fínt“, nema það komi frá Lyon, miðstöð frakkneska silkiiðnaðarins. Flauelið, sem notað var á miðöldunum og fram eftir, var þungt og þykt, og mundi ekki þykja boðlegt nú á dögum. Nú vilja menn DRENGJATÍSKAN Kvenlegar línur eru að ryðja sér til rúms aftur i klæðaburði. Hinir einföldu, aðskornu kjólar fyrri ára eru að víkja fyrir aukinni vidd og aukinni mýkt i línunum. Allskonar kvenlegt skraut, sem áður var bannfært, bönd og slaufur, rósir og fellingar, er komið i hásætið aftur í vetur. Hárið er að lengjast, kjólarnir líka, og það gleður víst alla, jafnt konur sem karla, að hinir sönnú kvenlegu hafa það eins létt og þunt eins og hægt er, og sumar tegundirnar eru því nær gagnsæj- ar. Nýjasta tegundin er kölluð „Velours Chiffon“ (hýjalins-flauel) og er tilbúin á ýmsan hátt; síðasta tíska er handprentað flauel, blóm og dröfnur með ýmsu sniði eru prentuð á efnið, eftir sérstakri aðferð, sem er leyndarmál verksmiðjanna. Þetta næfur-t þunna efni er ekki ætlað í hversdagsföt, til þess er „enskt flauel“ (Velours anglais) hæfara; það er nokkru þykkara, ofið úr bómull og silki, en dúnmjúkt. ER ÚRISÖGUNNI. eiginleikar eru aftur að komast til valda, og fá þær umbúðir, sem þeim sómir. Um þessa tiskubreytingu, og yfirleitt alt það helsta, sem gerist á sviði tiskunnar, mun- uð þér fá upplýsingar i næstu blöðum Freyju. Það borgar sig að lesa Freyju, því, að hún flytur ávalt nýjustu myndir og greinar um alt það markverðasta, sem gerist á tískumið- stöðvunum, París, London og New Yörk.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.