Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 3

Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 3
FREYJA 3 Landkönnuðurinn. Hann nam skyndilega sta'ðar er hann varð þess vart að hreyfingum hans var veitt eftirtekt. Svo gekk hann leiðar sinnar hægum skrefum, án þess að lita við, né láta á því bera, að hann var árás- inni viðbúinn, úr hvaða átt sem hún kæmi. Hann vissi það fyrir víst, að líf hans var ekki óhult.. Margar tilraunir höfðu verið gerðar til þess, að koma honum fyrir kattanef. Á rann- sóknarför sinni gegnum lönd og höf víðrar ver- aldar, hafði hann eignast marga svarna óvini, og einn þeirra var algerlega miskunnarlaus. Það var þessi óvinur, sem hafði svarið að hefna sín á honum, fyrir hina ljótu bletti, sem hann hafði sett á nafn fleiri en eins rikis, er hann hafði farið yfir, og hann hafði fulla með- vitund um þau örlög, sem biðu hans, ef hann kæmist í hendur þessa óvinar. Allt í einu sá hann út undan sér lítinn, illúð- legan mann, sem nálgaðist á slælegan, kænlegan hátt, og ygldi sig $f reiði, svo að það skein í tennurnar. Aðrir stoðu að baki þessa manns og biðu eftir dauða hans með eftirvæntingarglotti. Þegar hið hrukkótta, gulskeinótta andlit mannsins kom nær, sá hann hann draga hönd- ina áftur undan bakinu á sér. Það var lævísleg hreyfing, og s^'ndi, hvað honum bjó í hug. Hinn beið og sneri baki að honum, en var þó við öllu búinn. Hann hafði orðið fyrir annari slikri árás á ströndum Malaja-skagans, og tvisvar síðar, er hann fór frá Singapore og er hann nálgaðist Tokio. Með einstakri fimni og eftirfylgjandi flótta, hafði honum tekist að forða sér undan óvininum, og hann var viss um, að sér mundi takast það núna. Á leiðinni yfir Frakkland hafði hann orðið var við fjandmenn sína, með hrukkótta manninum í broddi fylkingar. Þeir biðu að eins eftir tæki- færinu til þess. að drepa hann. Nú var augna- blikið komið. Hann beið. Hatursfull augu fjandmannsins komu nær og nær. Hann lyfti hendinni, og sló eitt ógurlegt högg. Landkönnuðurinn tók undir sig stökk á sama augnabliki, til þess að komast undan — En hann varð o-f seinn! Marinn og dauður lá hann, grafkyr, og lík lians bar vott um hirin voveiflega dauðdaga. Gamli landafræði-kennarinn dustaði dauðu maðkafluguna út af nýja landabréfinu sinu, þurk- aði vandlega upp bleksporin sem láu í óreglulegri línu yfir hið meyjarfagra yfirborð þess, og rak nemendurna í sætin. Bættulegar kvikmyndatökur. Gestir í kvikmyndahúsum eru vanir að líta rólegum augum þær hættur ogvoða, semhetj- an í myndinni verður að berjast við. Það hefir svo mikið verið rætt og ritað um brögð- in, sem beita megi, til þess að vernda hina dýrmætu persónu kvikmyndaleikarans, brúð- ur, sem komi í slað manna í hættulegustu köflunum o. s. frv., að fáir trúa því, að leik- arinn þurfi í raun og veru að sýna það hug- rekki og ofdirfsku, sem hann verður oft að gera. Allir öfunda „filmstjörnurnar“. Og þó er ekkert fjær sanni en ])að, að æfi þeirra sé sældarbrauð. Raunveruleikinn er það, sem krafist er í kvikmyndum nú á dögum; og raunveruleikinn fæst ekki, nema lífi og lim- um leikara, leikstjóra og ljösmyndara sé stofnað i voða. Raunveruleikinn krefst þess, að myndin sé tekin á staðnum, sem hún á að gerast á, og þar er sjaldan hægt að koma við þeiin brögðum, sem gera myndatökuna i leiksölunum auðveldari. Hættulegastar eru ferðamyndir úr óbygðum héruðum og stríðs- myndir, -— og skyldur þær, sem leikstjóran- um eru lagðar á herðar, eru oft þungar. Hann á að taka myndina, hvernig sem alt veltur, og taka hana vel, en um leið að vernda líf og limi starfsmanna sinna. Takan á myndinni „Chang“, sem sýnir dýra og villimannalif í frumskógunum, var ein sú mesta hetjudáð, sem unnin hefir ver- Tígrisdýrið, sem œtladi að stökkva á Ijós- myndarann í „Chang“. ið í sögu kvikmyndanna. Fyrir tökunni stóðu þeir Ernest Schoedsack og Merian Cooper, liáðir æfintýramenn, landkönnuðir og vis- indamenn. Þeir lögðu upp frá Bangkok, og eftir tólf daga erfiða ferð í frumskógum Sí- am fundu þeir loks staðinn, sem þeim fanst hentugur til þess að taka myndina á. Hér

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.