Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 14

Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 14
14 FREYJA SKILMÁLINN. -Frh. frá bls. 6. bláfátæk — og framtíð mín án þcssara auð- æfa er fjarri því að vera björt.“ Hann kreisti sáman varirnar. „Þú ert að selja þig, Doris.“ „Eg geri samning við Charles. Hann fær sinn ágóða, og eg' fæ prósentur.“ „Þetta var kaldranalega sagt.“ Hann ypti öxlum. „Jæja, málið verður þá að hafa sinn gang. Vertu sæl, Doris.“ Hann rétti henni hendina, og hún tók hana rólega. „Þú segir þetta vist í bestu meiningu, Ted,“ sagði hún að lokum. „En þú kemur ekki fram sem vinur Charlies. Vertu sæll.“ Þegar Ted Gunningham kom niður á göt- una, mætti hann Charlie, sem hélt á stórum blómvendi. Hann varð ofurlítið illur á svip- inn, þegar hann sá Ted. „Halló, Ted,“ hrópaði hann. „Ertu að koma frá Doris?“ „Já, eg var með skilaboð til hennar. Vertu sæll.“ Hann bar hendina upp að hattbarðinu og flýtti sér á burt. Charlie leit á eftir hon- um; svo opnaði hann dyrnar, og gekk hægt upp stigann. Þegar Doris sá blómin, sem Charlie var með, roðnaði hún og tárin stóðu í augurn hennar. „Er það af tilviljun,“ spurði hún, „eða mundirðu, að hvítar rósir eru eftirlætisblóm mín?“ „Eg mundi það,“ sagði hann vingjarnlega. „Gerðu svo vel, Doris.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði lnin og faldi and- litið í blómvendinum. „Eg mætti Ted hérna fyrir neðan. Eg vissi ekki að þið þektust svona vel.“ „Hann kom svo oft til Perry frænda, sið- ustu þrjú árin, meðan þú varst i Indlandi, Charlie.“ „Jæja.“ Hann leit á hana um stund. „Segðu mér, Doris, er Ted ástfanginn af þér?“ Hún var að raða blómunum í skál. „Hann segir það.“ „Og þú?“ „Skiftir það þig nokkru máli, Charlie?“ Einkennilegu, svörtu augun hennar litu á hann, og í fyrsta skifti tók hann eftir því, hvað þau stóðu fallega við ljósa hárið og gagnsæja hörundið. „Jú, — þvi að ef þið elskist, — þá læt eg skuldheimtumennina eiga sig, og fer aftur til Indlands.“ „En Ted er giftur.“ „Er hann giftur? Það vissi eg ekki. Þú veist,að eg kom ekki til landsins fyrenigær.“ „Gerðu þér ekki neinar áhyggjur, Charlie,“ sagði hún. „Ted hefir getað verið án mín þessi árin, og getur það lika framvegis." „En þú, Doris.“ Hún brosti og strauk hárið frá enninu. „Eg er svo vön því, að fá ekki þaðsemegvil." Hann varð alt í einu óskiljanlega afbrýðis- samur, og hrópaði ákaft: „Hvað var hann að vilja hér áðan?“ „Hann var að ávíta mig fyriraðegseldimig.“ „En sú ósvífni! Með hvaða rétti?“ „Þykir þér það leitt, Charlie?“ spurði hún. „í rauninni hefir hann rétt fyrir sér, — eg veit, að þér stendur á sama um mig — og samt giftist eg þér — fyrir peninga.“ Hann greip um axlir hennar og leit í aug- un á henni. „Þú gerir það til þess að hjálpa mér, Doris, og af því að frændi óskaði þess, — er nokkur önnur ástæða?" „Æ, við skulum sleppa þessu. Eins og það skifti nokkru máli! Eg ætla að laga te handa okkur.“ Hún losaði sig fimlega frá honum og hljóp út í eldhúsið. Charlie gekk fram og aftur í stofunni, og var i æstu skapi. Alt í einu nam hann staðar fyrir framan skrifborðið og sá þar litla bók í slitnu leðurbandi. Hann fór að blaða í henni annars hugar, og las svo af tilviljun: „Einkennileg kaldhæðri örlaganna er það, að sá maður, sem eg liefi elskað alla æfi, en hefir ávalt staðið á sama um mig, eigi r.ú að verða eiginmaður minn. „Og hann er ef til vill fullur fyrirlitning- ar á stúlku, sem i hans augum lætur kaupa sig. Og þó vildi eg gefa hjartablóð mitt fyrir hann----------.“ Hann lét bókina falla, og straumur af gleði fór um hann allan. í því kom Doris inn með teið, og hann gat séð á augum hennar, að hún hafði grátið. Rétt á eftir var dyrabjöll- unni hringt, og Ted Cunningham kom inn. „Afsakaðu að eg kom aftur,“ sagði hann og það lék sigurbros um varir hans. „En eg varð að segja þér, að það ganga sögur um, að bankinn, sem Perry gamli átti peningana sína í, sé farinn á höfuðið. Nú, þú ert hér enn, Charlie? Þá geturðu fengið fréttirnar um leið.“ Doris fölnaði og leit kvíðafull á Charles. En Charles brosti og lagði handlegginn fast utan um hana. „Jæja, Doris, þá verðum við að búa við þx-öng kjör í fyrstu, þangað til eg hefi satt skuldheimtumennina" Hann sneri sér þvi- næst að Ted: „Og farð þú bara rólegur heim að hátta, Ted minn. Nú, þegar auðurinn hans frænda er horfinn, þarft þú ekki lengur að leika hlutverk riddarans við Doris.“ Þegar dyrnar höfðu lokast á eftir Cunn- ingham,-leiddi Charles hana að skrihorðinu og benti á dagbókina. „Þetta er góð bók, sem þú átt þarna, Dor- is. Eg vildi eklci selja það, sem eg hefi lesið í henni, fyrir öll auðæfin hans frænda.“ Og svo vafði hann hana að sér og kysti hana beint á munninn.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.