Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 12

Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 12
12 FREYJA auðugur og drykkfeldur. Þa'Ö var komið ná- lægt sólarlagi, þegar hann vakhaði með brennandi þorsta. Flaska af hvítvíni hresti ofurlítið huga hans og hann fann í sér kjark til þess, að slangra út á götu með báðar höndur i buxnavösunum. Hann langaði í einhver æfintýri. Hann ltunni ekki orð i spönsku, en á götunni rakst hann á einhvern leiðsögumann, sem kunni ensku, og heilsaði honum eins og vini. „Það eruð þér, sem mig hefir vantað i all- an dag,“ sagði hann. „Sýnið þér mér bæinn. Eg hefi nóga peninga — eg vil fara á ein- hvern stað, þar sem er dans og stelpur — það er min veika hlið.“ Náunginn fylgdi honum á knæpu í dimmu hverfi. Þar var leikið á gítar, og fáklæddar meyjar Stigu spánska dansa, sem höfðu ver- ið vinsælir á fyrri öldum, þegar menn voru ekki eins siðsamir og nú. Hollin sat i allri dýrð sinni við borð, sem var alþakið flösk- um af Rioja, slæmu whisky og ódýrU kampa- víni, með einn kvenmann á hvoru hné, og söng hárri raustu væmna visu. Þá kom til hans maður, sem var auðsjáanlega ekki spænskur. Það var hár, miðaldra maður, og hann mundi sjálfsagt hafa skotið Hollin skelk i bringu, ef hinn siðarnefndi hefði ekki verið í svona indælu skapi. „Eruð þér Englendingur," spurði aðkomu- maður, og dró stól að borðinu. „Já, lagsi — eða réttara sagt ástralskur. Má eg bjóða yður einn lítinn?“ Hinn helti sér i glas litlum sopa úr flösku, sem bar nafnið „Whisky“ á miðanum, og þynti eitrið vel með vatni. „Á hvaða sltipi?“ spurði hann kæruleysis- lega. „Skipi? Hvað eigið þér við?“ „Eruð þér ekki sjómaður? Það koma ekki aðrir en sjómenn til Vigo,“ sagði aðkomu- maður. „Eg er sjómaður og sjómaður ekki,“ hikst- aði Hollin hátiðlega. „Eg er farþegi. En hver eruð þér annars?“ „0 — eg er — ferðamaður.“ „Jæja, ferðastu þá!“ sagði Hollin æstur, því að grunur hans hafði skyndilega vakn- að. „Og vertu ekki að hnýsast i mín einka- mál, þvi það lið eg ekki!“ „Fyrirgefið, eg ætlaði ekki að móðga yð- ur,“ sagði hinn. „Skál.“ Hann drakk, og Hollin mýktist og tók að gefa frekari upplýsingar um sjálfan sig. Þær upplýsingar voru auðvitað lognar frá rótum og svo illa til fundnar, að aðkomumaður af- sakaði sig brátt, og flutti sig að öðru borði. Leiðsögumaðurinn hallaði sér að Hollin, og dró athygli hans frá dömunni, sem hann var að kjassa. „Þetta var enskur leynilögreglumaður," hvíslaði hann, og það snar-rann af Hollins „Hvernig vitið þér það?“ Áreiðanlega besta og fallegasta úrvalið af sokkum er í versluninni Snót Vesturgðtu 16. „Hann kom í morgun. Einn af kunningjum mínum var túlkur fyrir hann.“ Hollin varð skelkaður. „Leynilögreglumað- ur?“ sagði hann órólegur. „Hvað er hann að gera hér?“ „Eg veit það ekki. Hann er að leita að einhverjum — hann hefir haldið uppi fyrir- spurnum um enska fjölskyldu, sem bjó hér einu sinni.“ Ilollin nuddaði órakaða hökuna á sér, og deplaði augunum i gegnum tóbaksmökkinn í áttina til hávaxna mannsins, sem virtist niðursokkin i dagblað. „Heyrið þér,“ hann lækkaði róminn. „Kom- ist þér að, hvað hann heitir. Mér finst eg kannast við hann.“ „Það er skrítið nafn — Spinner.“ „Fjandinn sjálfur!“ gapti Hollin. „Mér sýndist eg þekkja hann!“ Hann var orðinn alveg ódrukkinn, og var eins var uin sig, eins og hinn tregi heili hans leyfði. Hann sötr- aði út úr glasi sinu, benti þjóni að koma, greiddi reikninginn og laumaðist út af knæp- unni með leiðsögumanninum. Hann leit um öxl og sá, að leynilögreglumaðurinn var einnig staðinn upp, og bjóst til að fylgja hon- um eftir. „Hérna, takið þér þetta,“ sagði Hollin, og stakk peningaseðli í hönd leiðsögumannsins. „Haldið þér honum uppi á rabbi; eg þarf að hitta mann.“ Hann hljóp niður eftir strætinu, og þaut síðan eins og áður eftir hliðargötum, til þess að komast á aðalgötuna. 1 hálftima var hann að villast, og þar eð hann kuuni ekki spænsku, og gat engan spurt til vegar, varð hann að komast hjálparlaust niður að bryggj- unni, sem báturinn hans lá við. Loksins, þeg- ar hann kom út úr einu af hinum mörgu krókóttu strætum, sá hann höfnina. Hann kom að bryggjunni, — þar var enga manns- sál að sjá. Báturinn vaggaði sér hægt á öld- unum fyrir neðan steinþrepin, og hann and- varpaði, eins og þungu fargi hefði verið létt af honum. En þegar hann ætlaði að fara að ganga niður þrepin, var komið við öxlina á honum, og taugar hans voru svo óstyrkar, að hann æpti við. „Það er alt i lagi.“ Hann þekti röddina. Það var leynilögreglumaðurinn. „Eg beið hérna til þess að hafa tal af yður,“ sagði Spinner. „Þér sáuð mig víst ekki.“ „Nei,“ sagði Hollin og dró andann þungt. ' „Og eg er afskaplega tímabundinn. Eg þarf að komast um borð.“ (Frh.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.