Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 13

Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 13
FREYJA 13 PÓSTKASSINN Sendið fyrirspurnir yðar til Freyju, pósthólf 757, Reykjavík, merkt „Póstkassinn". Freyja mín góð! 1) Eg mæti einum manni svo oft á götunni. Eg hefi aldrei tal- að við hann, og þekki hann ekki neitt, nema rétt frá öðrum, en samt tekur hann altaf ofan ,og heiisar mér, í hvert skifti, sem hann sér mig. Af hverju heid- urðu að hann geri það? 2) Eg á svo sterkgrænan kjól, og vil gjarnan fá hann ljósari, en liturinn er svo fastur í honum, að hann lýsist ekkert. Hvernig á eg að ná litnum úr? No. 1. Sv.: . 1) Hann hugsar sjálfsagt sem svo: „Þessi litla þarna — var það hún, sem eg dansaði við í Iðnó — eða var það einhver önnur lík henni, með. kartöflunef og frekm- ur? Það getur aldrei gert neitt, þó að eg heilsi henni.“ Og svo verður það að ljótum vana. 2) Það er ekki hægt að lýsa græna kjólinn. Eina ráðið er, að hta hann sterkrauðan með ljós- hláum doppum. Kæra Freyja! Þú ert sv.o mikið heiðursblað, að eg vona, að þú getir hjálpað mér líka. Gætirðu bent mér á ein- hverja góða bók um Chopin á dönsku eða þýsku, en þó helst á ensku. Þá skal eg halda þinn dag héðan í frá. Þín einlœg Dóra. Sv.: Ágæt hók er: Chopin eftir Fr. Liszt. Getur hún mest um verk Chopins, en Choþin éftir La Mara lýsir æfi hans. Báðar bæk- urnar eru útgefnar hjá Breitkopf & Hártel, Leipzig, og kosta, sú fyrri 6 mörk, sú síðari 1.50 mark. Þær hafa lika verið þýddar á ensku. Kæra F'reyja! Viltu vera svo væn' að svara þessum spurningum: 1) Þegar eg geng á gangstétt- inni vinstra megin við götuna, og sé mann, sem eg þekki á hinni gangstéttinni, á eg þá að láta sem eg sjái hann ekki, eða á eg að líta til hans, svo að hann neyðist tii þess að taka ofan fyrir mér. Er það ekki „uppáþrengjandi“? 2) Hvort er kurteislegra, þegar manni er heilsað úti á götu, að kinka kolli þegjandi, eða bjóða góðan daginn? Þín Siissa. Sv.: 1) Það er til vegur þar á milli. Þú þarft ekki að einblína á hann og því síður þarftu að sýna hon- um fvrirlitningu með því að láta sem þú sjáir hann ekki. Líttu snöggvast til hans, og ef hann sér þig ekki, þá haltu áfram eins og ekkert hefði i skorist. 2) Það er hvort tveggja jafn kurteislegt. Hins vegar er óþarfi, að öskra góðan daginn, yfir þvera götuna, til vinar þíns á hinni gangstéttinni. Kæra Freyja! Viltu segja mér, hvort eg er of ung til þess, að vera að ,,rúnta“ með strákum á kveldin? Eg er ló ára. Þín Greta K. Sv.: Freyja er ekki meðal þeirra, sem altaf eru að predika um spillingu og ósiðsemi unga fólksins. Að „rúnta“ er fyrir mörgum að eins saklaust gaman, en það er ósiður og timaeyðsla. Þú ert bæði of ung til þess, og ættir að þykjast of góð til þess. Svar til vongóðrar: Freyja getur ekki hjálpað þeim, sem ekkert vilja gera til þess sjálfir. Ef þið eruð bæði svo drambsöm, að hvorugt vill Iáta undan, þá, blessuð látið þið alt róa eins og það er! Kæra Freyja! Má eg spyrja þig þessara spurninga: 1) Var Mary Pickford gift, áð- ur en hún giftist Douglas Fair- hanks, og hverjum? 2) Hvað er hún gömul? Þinn litli Nói. Sv.: 1) Nei, hún var ekki gift áður. 2) Fædd 1894. Þekkið þér kvikmyndaleikarana? Hér birtist róðningin á leikaranöfnunum í 11. tbl. Freyju: 1. Greta Garbo 16. Jaqueline Logan 2. Lloyd Hughes 17. Willy Fritsch 3. Henny Porten 18. Ronald Colman 4. Ilarold Lloyd 19. Lilian Gish 5. Mary Pickford 20. Gloria Swanson 0. Ramon Novarro 22. Pola Negri 7. Brigitte Helm 22. John Barrymore 8. Charles Chaplin 23. Lon Chaney 9. Lars Hanson 24. Buster Iveaton 10. Emil Jannings 25. Iwan Mosjukin 11. Douglas Fairbanks 26. Conrad Veidt 12. Norma Talmadge 27. Rodoiph Valentino 13. Adolphe Menjou 28. Vilma Banky 14. John Gilbert 29. Milton Sills 15. Jackie Coogan 30. Richard Barthelmess. Freyja þakkar lesendum sínum ágætar undirtektir. Hátt á þriðja hundrað ingar voru komnar á tilteknum tíma, og höfðu 143 þeirra öll nöfnin rétt. Var þvi dreg- ið um verðlaunin og hlutu þessir þátttakendur 10 kr. liver: Halldóra Gísladóttir, Frakkastíg 12, Rvílt. Lóló Egilson, Hverfisgötu 59, Rvík. Sigurður Sigmundsson, Bræðraborgarstíg 38, Rvik. Verðlaunin eru afhent á afgreiðslu Freyju, Bankastræti 11. I næsta blaði mun Freyja flytja aðra skemtilega verðlanaþraut.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.