Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 4

Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 4
4 FREYJA Neðansjávarbátur s'ókkvir kaupskipi í bresku myndinni „Dularfullu skipin“. var engum brögðum hægt að beita, alt varð að vera raunveruleiki og náttúra frá byrjun til enda, og þeir, sem tóku þátt i þessari för, lögðu allir líf sitt í hættu óteljandi sinnum. Hér voru engin tamin villidýr; það varð að elta þau uppi með mikilli þolinmæði. Land- ið var fult af tígrisdýrum, — á síðustu þrem- ur árum höfðu þau drepið um 400 innfædda menn. Af leopördum, fílum, ljónum og eitur- slöngum var einnig gnægð mikil. í eitt skiftið var tígrisdýr komið i hálfs meters fjarlægð frá myndavél Schoedsacks. Hann hélt rólegur áfram að snúa, og náði myndinni, en félagi hans skaut dýrið á því augnabliki, er það var að stökkva á hann. En ef til vill voru tígrisdýrin ekki versta hættan. Staðurinn, sem þeir voru á, lá i einu versta hitasóttar og kóleruhéraði heimsins. Báðir félagarnir höfðu hitasótt (malaria) all- an tímann, sein þeir voru þar, og lágu oft dögunum saman með óráði. Sjö af meðlim- um fararinnar létust af kóleru, en tvo rifu villidýrin i sig. Önnur eftirtektarverð mynd, sem hafði í för með sér geysimiklar hættur, var „Villi- menn Afriku“, sem Dr. Shattuck nokkur tók. Hún sýnir líf dvergakynflokkanna í Mið- Afríku, þessa einkennilegu kynflokka, sem þegar fara sögur af 3330 árum fyrir Kr. Homer getur einnig um þá i Ilionskviðunni. Örfáir hvítir menn höfðu komist til þessa kynflokks, og Ðr. Shattuck varð að berjast við ótrúlegar þrengingar í förinni. í kvikmyndinni „Verdun“, sem er lýsing úr stríðinu, voru notaðar egta sprengikúlur, og leikararnir voru flestir menn, sem höfðu tekið þátt i striðinu, og höfðu þess vegna reynslu. Það komu allmörg slys fyrir, en þó ekkert, sem yrði neinum að fjörlesti. Fimtán punda þungt brot úr sprengikúlu féll við fætur ljósmyndaranna, en þeir létu sem ekkert hefði i skorist. í breskri mynd, sem lýsir neðansjávarhernaðinum, voru gerðar fimm tilraunir til þess að sprengja upp skip, en það tókst ekki, af einhverjum ástæðum. Nokkrir menn fóru um borð, til þess að komast fyrir ástæðuna. En þá kom sprengingin, og var svo ógurleg, að skipið sökk á tveimur mínútum, og það var aðeins snarræði undirdeikstjórans að þakka, að mönnunum var bjargað, En almennar kvikmyndir geta einnig haft allmiklar hættur i för með sér. 1 myndinni „Synir hafsins“, sem Esther Ralston, Char- les Farrell, Wallace Beery og George Ban- croft, léku í, komust allir aðalleikararnir i lífsháska, í versta storminum, sem hafði geys- að á Ameríkuströndinni i mörg ár. Seglskip- ið, sem þau voru á, braut af sér möstrin, öllu ofan þilfars var skolað fyrir borð, og þegar það fanst, eftir fjögra sólarhringa hrakninga, var það ekki annað en flak. „Aldrei skal eg leika oftar í eyðimerkur- myndum,“ sagði Lilian Gish, eftir að hún hafði leikið i „Vindurinn“. Hún varð að vinna hálfnakin í steikjandi sólarhruna Mojave- eyðimerkurinnar 10—12 tima á dag. Hörund hennar var alt brunnið og með blöðrum, fæt- urnir voru svo sárir af glóheitum sandinum, að hún gat naumast gengið, og þegar hún hafði verið nokkurn tíma úti í sólinni, á hverjum degi, var hún orðin steinblind af hinu ofsasterka ljósi. Leikstjórinn og Ijósmynd- ararnir voru með þykka leðurskó og sólgler- augu, en hún, veikbygð og fíngerð eins og hún er, varð að ganga berfætt og þola öll óþægindin. Nýlega áttu Ivar Novello og J. A. Warm- ington að leika svæsin slagsmál, og þeim til mikillar óánægju voru aðrir fengnir i þeirra stað, í þetta atriði. Þá langaði í slagsmálin. En þeir urðu fegnir á eftir, því að báðir kapparnir voru svo ineiddir eftir bardagann, að það varð að sækja læknir handa þeim.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.