Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 7

Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 7
FREYJA 7 H E I M I L I Ð. Skrítlur. Matseðillinn. Brún súpa. Kjöt og' jarðeplasívalningar. Súpan: Hálft kíló steikt eða soðið nautakjöt, ásamt einum íænum lauk, hakkist vel saman. Brúnið saman i súpupottinum 125 gröm af smjöri og 125 gröm af hveiti, bætið svo hinu hakkaða kjöti saman við (forð- ist viðbrenslu), bætið nú smátt og smátt við kjötsoði (maggie- krafti), sem svarar handa 8— 10 manns. Þegar súpan hefir soðið í 1 klukkustund, þá síið hana og setjið svo á eldinn aftur og bætið í hana Soyju og hvitum rófum, soðnum, sem skornar séu i smá ferhyrn- inga; einnig smá kjötbollum. Súpu þessa má einnig borða ósíaða. Sívalningarnir: Setjið í pott- inn 100 gröm af smjöri og 2 sneiðar af fíntskornum lauk, og þegar sýður, þá bætið við 1 matskeið af hveiti. Hrærið þessu vel saman, þar til það er orðið að jafningi, bætið nú við % bolla af mjólk, — salt og pipar eftir smekk, — sjóð- ið þetta saman og hrærið stöð- ugt i. Bætið við þetta % kg. af mjög fínt hökkuðu soðnu kjöti og jafnmiklu af heitu eða köldu kartöflumauki. Hrærið vel saman og setjið á vel vítt fat, til að kólna. Þegar þetta HúsmæðurT Látið þá njóta við- skiftanna, sem selja ó- dýrt. Strausykur 28 aura V2 kg., Molasykur 32 aura, Hveiti, besta teg., 22 aura, Haframjöl 24 aura, Hrísgrjón 23 aura, Spaðsaltað Dilkakjöt 05 aura, Appelsinur 10 au. stk., Blóðrauð Epli 85 aura % kg. — Fljót af- greiðsla, fjölbreyttar vörur og gæða verð. VERSLUNIN MERKÚR Grettisg. 1. Sími 2098. er orðið nógu kalt, þá útbúið sívalninga úr deigi þessu. Dýf- ið þeim í hrærð egg og veltið upp úr brauðmylsnu. Steikið þá síðan í tvær minútur, Ijós- hrúna, eins og kleinur, færið uþp á brúnan pappír, með gataspaða, svo að feitin hverfi af þeim. í staðinn fyrir kjöt má brúk kaldan fislc. Berið sívalninga þessa heita á borð. Virðingarfylst. Matarbúðin HRÍMNIR. Hringið í hæsta númerið — síma 2400. Alt sent heim. Húsráð. Þegar silki og satin hefir orðið fyrir mjög miklu sliti, vill það oft fá á sig óeðlileg- an gljáa. Til þess að ná gljá- anura burtu má bursta það laust með svampi, sem hefir verið dýft í veika bórax- blöndu. Það verður að gæta þess, að strjúka silkið á langs og ekki á þvers. Á eftir má pressa það á ranghverfunni með heitu járni. Musselin- og bómullargar- dínur á að skola úr álúnvatni. Það gerir þau litheld og eld- trygg. Notið 10 grömm af álún á 1 Hter af vatni. Frh. á bls. 15. Jón braskari hafði unniö mál fyrir gestarétti, og málafærslu- maður hans sendi honum eftir- farandi simskeyti: „Réttlætið vann sigur.“ Jón símaði um hæl aftur: „Áfrýið undir eins!“ Útgerðarmaður einn auglýsti eftir bilstjóra, ,og spurði fyrsta umsækjandann: „Eruð þér giftur?“ ,,Nei, eg vinn fyrir mér sjálfur.“ Sýslumaðurinn: „Jæja, Bjarni, eg býst við að þér getið fengið skilnað við konuna yðar, en það verður nolckuð dýrt.“ Bjarni: „Og hvað mundi kostn- aðurinn verða?“ Sýslum.: ,,Það verður aldrei undir hundrað krónum.“ Bjarni: „Hundrað krónum? Nei, þá held eg að við sleppum þvi. Það er ekki hundrað króna rnunur á þessum tveimur kven- rnönnum.“ „Svo þér hafið verið í Monte Carlo? Spiluðuð þér? „Já, á hverjum degi.“ ,,Töpuðu þér?“ „Nei, eg vann fyrir talsverðu fé.“ „Lögðuð þér mikið undir ?“ „Nei, eg lagði ekkert undir.“ „Nú — en þér sögðust hafa spilað." „Já, eg spilaði á fiðlu á nætur- knæpu.“ „Altaf þegar eg sé þig, minn- irðu mig á hann Svein.“ „Hvaða vitleysa! Eg er ekkert líkur honum Sveini.“ „Nei •—■ en hann skuldar mér líka tuttugu krónur." „Hvernig getur þér dottið í hug Lilla, að segja við hanafrænku þína, að hún sé asni? Biddu hana fyrirgefningar undireins, og segðu að þér þyki það leiðinlegt." Lilla: „Viltu fyrirgefa mér frænka? Mér þykir það svo leiðin- legt að þú skulir vera asni.“

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.