Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 11

Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 11
FREYJA 11 nxaahjuAMvri^^ (Frh.) „Þeir fundu ekkert,“ sagði hann. „Eg hafði tíma til þess að fela skammbyssuna undir legubekknum. Jafnvel Orford sá það ekki.“ „Þeir leituðu í handtöskunni minni, en þar var ekkert að finna. Arthur, hann er hér um borð!“ „Auðvitað er hann hér!“ sagði Dorban gramur. „Þú heldur víst ekki, að þeir mundu fara svona að ráði sínu, ef hann væri hér ekki! Þú varst asni, að fara upp á skipið. Við gengum blindandi í lélega gildru —“. En Cynthia hlustaði ekki á ávitanir hans. Það, sem henni kom mest á óvart, var það, að Penelope Pitt skyldi vera á skipinu. Hún hafði verið sannfærð um það, að Penelope væri dauð, og þegar hún sá hana hér bráð- lifandi og sennilega í sambandi við þann eina mann, sem hún mátti ekki hitta, sam- kvæmt ráðagerðum Cynthiu, lá henni við yfirliði. „Hvað er hún að gera hér'?“ spurði Art- hur Dorban. „Guð má vita!“ svaraði hún. „Það er sú djöfullegasta tilviljun!“ Arthur strauk yfirskeggið. „Heldurðu að hún viti nokkuð?“ „Heldur þú, að þeir hefðu verið að flýja okkur, ef hún hefði ekki vitað alt?“ svaraði kona hans byrst. „Og það er ekkert leynd- armál, hvernig hún komst um borð; þeir hafa fundið hana í vélbátnum. Og nú er það skiljanlegra, hvers vegna báturinn var tómur, þegar hann fanst.“ Cynthia sat á legubekknum með knén und- ir hökunni, og spenti greipar yfir þeim. Hún ygldi sig, og var í djúpum hugsunum. „Eg held, að þetta sé það besta, sem gat komið fyrir.“ Arthur Dorban var að opna ferðakistu sína, og leit við undrandi. „Hvað áttu við?“ spurði hann. „Þetta, að við skulum vera hér á skipinu með Penelope og þessum manni. Bobby Mills er hér auðvitað; en hver er feiti maðurinn?“ Skyndilega rétti Dorban úr sér, leit á hana og blístraði. „Hollin!“ sagði hann. „Hann hlýtur auðvitað að vera hér. Manstu hvað okkur var sagt í Lundúnum um Hollin? Ef það er satt —“ Hún kinkaði kolli. „Mér datt Hollin í hug,“ sagði hún hægt. „Skilurðu það ekki, Arthur, ef Hollin er þess konar maður, sein sagt er, hvað það gæti verið heppilegt —? Hvar settirðu skammbyssuna?" Hann tók hana undan legubekknuin, og hún tók við henni, lyfti upp pilsinu, og setti hana i vasa á nærkjólnum. „Já, þetta er alt til blessunar," sagði hún. 13. KAPÍTULI. Hollin er tekinn fastur. Hollin skemti sér ágætlega. Hann hafði byrjað daginn vel, þegar hann fann veski Orfords niðri í káetu. Meðan verið var að varpa akkerum og Orford var á þilfari, áhyggjufullur út af landgöngu Penelope, hafði Hollin rannsakað káetu feita manns- ins, og árangurinn hafði verið mjög gleði- legur, því að i veskinu voru tuttugu fimm- punda seðlar. Smábátur lá við skipshliðina, og honum stal Hollin. Hann skifti tuttugu pundum í spænska seðla, og varð þar af leiðandi helsti maðurinn i Vigo. Einu sinni hafði hann séð John og stúlkuna aka fram hjá sér, og þá hafði hann falið sig. Klukkan tvö um daginn var Hollin orðinn útúrdrukkinn, og var að sofa úr sér áryeig- ina í lítilli kytru bak við vínbúð. Eigand- anum þótti það ekki síður, að hafa í húsi sínu mann, sem var auðsjáanlega bæði vell-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.