Fréttablaðið - 23.10.2019, Síða 2

Fréttablaðið - 23.10.2019, Síða 2
Veður Norðaustan 8-15 en 10-18 síðdegis, hvassast norðvestan til í dag. Él á norðanverðu landinu og lengst af bjartviðri sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig, en hiti um og yfir frostmarki syðra. SJÁ SÍÐU 14 Vetur heilsar Norðlendingum Það var heldur vetrarlegt um að litast á Grenivöllum í höfuðstað Norðurlands í gær enda heilsar fyrsti dagur vetrar okkur næsta laugardag. Veður- stofan segir að í dag megi búast við éljum á norðanverðu landinu með takmörkuðu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN SAMFÉLAG „Þetta var bara eins og þeir segja stundum á Bíldu­ dal, Bingó! Það var eins og húsið kallaði á okkur,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Ísafjarðarbær gerði nýlega samkomulag við leik­ húsið um að veita því afnot af hús­ næði undir nýja Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins ásamt því að leikhúsið hlaut styrk úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar. „Við erum fyrsta og eina atvinnu­ leikhúsið á Vestfjörðum og erum staðsett hér á Þingeyri en við höfum eiginlega verið á götunni í mörg ár,“ segir Elfar Logi. „Ég hef nú bara haft leikmyndirnar heima hjá mér og þegar svefnherbergið var orðið alveg fullt ákvað ég að nú þyrfti maður kannski að fara að finna sér einhverja aðstöðu,“ bætir hann við. Elfar Logi hafði samband við Ísa­ fjarðarbæ sem tók vel í verkefnið og úthlutaði leikhúsinu aðstöðu í húsnæði þar sem áður voru bæði bæjarskrifstofur Þingeyrar og bóka­ safn. „Þetta húsnæði vantaði tilgang svo þetta passaði vel. Hér hafa bara verið slökkt ljós og það er ekki það sem við viljum á landsbyggðinni. Við viljum hafa ljós og líf í húsunum okkar.“ Í húsnæðinu mun fara fram starfsemi leikhússins ásamt því að áhugamannaleikhúsið Höfrungur­ inn mun hafa þar aðstöðu. „Svo verðum við með ýmis námskeið og viðburði. Í nóvember verðum við til að mynda með einleikjabúðir og grímunámskeið,“ segir Elfar Logi. „Hér á Þingeyri er rosalega skemmtilegt að rota jólin á þrett­ ándanum. Þá er álfabrenna eins og víða er en þegar henni er lokið dubba krakkarnir sig upp, ganga í Menningin getur lýst upp skammdegið Eina atvinnuleikhús Vestfjarða, Kómedíuleikhúsið, fékk nýlega afnot af hús- næði á Þingeyri undir starfsemina. Elfar Logi Hannesson leikhússtjóri segir menningarstarfsemi mjög mikilvæga mannlífi á landsbyggðinni.   Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikilvægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf. Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins hús og syngja fyrir nammi. Á grímu­ námskeiðið eru allir velkomnir til að gera sér grímur fyrir þrettánd­ ann,“ bætir Elfar Logi við. Spurður að því hvort starfsemi af þessum toga sé mikilvæg á lands­ byggðinni segir Elfar svo vera. „Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikil­ vægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf,“ segir hann. „Þegar skammdegismyrkur fellur á er það oft listin sem færir okkur birtuna að mínu mati. Listin er líka besta forvörn fyrir fólk á öllum aldri og leiklistin er góður félagsskapur. Svo skilur listin svo margt eftir sig og fær mann til að gleyma amstrinu og puðinu,“ segir Elfar Logi. „Þegar manni finnst til dæmis allt vera vonlaust og fer á leiksýn­ ingu þá er svo auðvelt að gleyma amstri dagsins og manni líður oft miklu betur í sálinni,“ segir Elfar að lokum. birnadrofn@frettabladid.is Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri, og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, handsöluðu samkomulagið í síðustu viku. Njóttu þess að hlakka til Tvær ferðir á framandi slóðir Grand Indókína 1. – 19. febrúar Páskar í Kína 3. – 17. apríl Ferðakynning hjá VITA fimmtudaginn 24. október kl. 17:30 á skrifstofu VITA, Skógarhlíð 12. Bílastæði og inngangur neðan við húsið. Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson ÍS LE N SK A/ SI A. IS V IT 9 29 11 1 0/ 19 STJÓRNSÝSLA Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, rúmar 18 milljónir króna í námsstyrk í tengslum við starfslok hennar. Í samningi sem bankinn gerði við Ingibjörgu vorið 2016, sem Frétta­ blaðið hefur fengið afhentan, fékk hún alls 8 milljónir króna í náms­ styrk í MPA­nám við Harvard­ háskóla í Bandaríkjunum auk 60% hlutfalls af mánaðarlaunum í tólf mánuði. Fékk hún fjórar milljónir greiddar árið 2016 og aðrar fjórar árið 2017. Samkvæmt heimildum var Ingi­ björg með um 1,4 milljónir í mán­ aðarlaun. Alls átján milljónir króna án kröfu um vinnuframlag. Samningurinn á rætur í munn­ legum samningi sem Már Guð­ mundsson, þáverandi bankastjóri, gerði við Ingibjörgu árið 2012 sem var svo skjalfestur í apríl 2016. Í samningnum er ekki gerð krafa um að Ingibjörg snúi aftur til starfa til bankans að náminu loknu. „Fari svo að Ingibjörg kjósi að starfa á öðrum vettvangi að námi loknu og snúi ekki til starfa hjá bankanum, mun bankinn ekki eiga neina endurkröfu vegna ofan­ greinds styrks vegna skólagjalda og vegna launa, meðan á námsleyfi stendur,“ segir í samningnum. Fræðslustefna bankans segir að nám starfsfólks eigi að nýtast bank­ anum. Greiddar voru 132 milljónir í námsstyrki frá því í ágúst 2009 til maí á þessu ári. Alls veitti Seðla­ bankinn 906 námsstyrki á tímabil­ inu. Meðalupphæð námsstyrkjanna var rúmar 145 þúsund krónur. – ab Um 18 milljóna námssamningur Már Guðmundsson. VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við fjárfestingaferli Tryggingamiðstöðvarinnar. Um er að ræða niðurstöður vettvangsat­ hugunar hjá tryggingafélaginu í maí á þessu ári. Í fyrsta lagi taldi stofn­ unin að í eftirliti áhættustýringar með fjárfestingaáhættu hafi ekki falist eftirlit með að fjárfestingar­ heimildum væri fylgt. Þá hafi verk­ lag við verðmat á óskráðum eignum ekki komið í veg fyrir hagsmuna­ árekstra með fullnægjandi hætti. Að endingu var skjölun fjárfest­ ingaákvarðana talið ábótavant. – bþ FME finnur að tryggingafélagi FME hefur eftirlit með trygginga- félögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 0 -1 5 6 0 2 4 1 0 -1 4 2 4 2 4 1 0 -1 2 E 8 2 4 1 0 -1 1 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.