Fréttablaðið - 23.10.2019, Side 9
Og í öllum tilvikum, þar á
meðal íkviknun vegna rangt
uppsetts hleðslutækis, hefur
Tesla skoðað og uppfært
öryggiskerfi bílanna til að
koma í veg fyrir að þetta
vandamál endurtaki sig.Þorsteinn Víglundsson, vara-formaður Viðreisnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær,
22. október, þar sem hefðbundnir
frjálshyggjuvindar blása hressi-
lega um rök semdafærsluna.
Þorsteinn kvartar yfir sköttum
og vitnar í elstu klisju þeirrar
umræðu; orð Benjamíns Frank-
lín um að ekkert sé öruggt í lífinu
nema dauðinn og skattar. Sjálfur
tel ég ýmislegt annað öruggt í líf-
inu, en er ánægður með að Frank-
lín hafi rækilega fest í sessi mikil-
vægi skattheimtu til að standa
straum af samneyslunni. Ekkert
er öruggt í lífinu nema dauðinn
og sú staðreynd að samfélög taka
höndum saman um rekstur vel-
ferðarþjónustu, heilbrigðiskerfis,
vegakerfis og ýmislegs f leira, er
kannski ekki eins sexí í augum
frjálshyggjufólks og útlegging
Þorsteins á orðum Franklín.
Hitt sem Þorsteinn kvartar yfir
eru óhóf leg ríkisútgjöld. Hann
talar um „taumlausa útgjalda-
þenslu“, grípur til þekktra frasa
um að „ríkisbáknið“ sé að þenj-
ast út og segir: „Miðað við fjár-
lagafrumvarp næsta árs munu
útgjöld ríkissjóðs án fjármagns-
gjalda hafa aukist um rúmlega 200
milljarða króna á ári frá því þessi
ríkisstjórn tók við völdum.“
Við fyrsta yfirlestur á greininni
hélt ég reyndar að í greininni væri
verið að kvarta yfir því að útgjöld
hefðu ekki vaxið nægjanlega. Sá
misskilningur skýrist af því að ég
hlustaði á Þorstein Víglundsson í
umræðum á Alþingi 13. septem-
ber, þar sem hann kvartaði yfir
ónógri útgjaldaaukningu. Þetta
sagði Þorsteinn þá:
„Það er það sem ég held, þegar
við horfum um öxl, eftir þetta
hagvaxtarskeið sem nú er að líða
undir lok, að við ættum að syrgja
hvað mest hvað við höfum leyft
innviðunum að drabbast niður,
hvað við höfum engan veginn
haldið fjárfestingarstigi nægilega
háu. Matið er núna að 350-400
milljarða vanti í innviðafjárfest-
ingar um allt land í vegakerfi, við-
haldi á opinberum byggingum og
svo mætti áfram telja. Við náum
ekki enn í skottið á okkur þar og
þar verðum við að gera betur.“
Hraði og síbreytileiki einkenn-
ir nútímann að mörgu leyti. Dæg-
urmálin koma og fara og athyglin
dreifist víða. Ein af leiðing þessa
er að við munum síður það sem
sagt hefur verið áður. Þorsteinn
virðist þannig hafa gleymt því
hvað hann sagði á þingi fyrir
rúmum mánuði síðan. Það verður
hins vegar spennandi að sjá hvað
honum finnst eftir mánuð; er
hann þá sammála sjálfum sér í
september um að það þyrfti að
auka útgjöld, eða sammála sjálf-
um sér í október um að það þurfi
að draga úr þeim?
Þorsteinn og Þorsteinn
Mikið er til af slúðursögum um raf bifreiðar. Hálfur sannleikur og slettur
hafa fengið næga umfjöllun í fjöl-
miðlum og hafa fengið marga til að
efast um kaup á raf bifreiðum.
Þeir sem halda uppi mótbárum
gegn raf bifreiðum eru annaðhvort
hagsmunaaðilar sem vilja ekki að
raf bifreiðar verði helsti kostur
neytenda eða hinir sem vita ein-
faldlega ekki betur og skortir
þekkingu á málaf lokknum.
Já, það hafa Teslur orðið eldi
að bráð og krassandi fréttum og
djörfum fyrirsögnum verið slegið
upp í virtum dagblöðum og tíma-
ritum út um allan heim.
Enginn vill aka bíl sem skyndi-
lega springur upp í loga eða er lík-
legur til að kvikni í honum eftir
árekstur.
En hversu oft kviknar í Tesla-
bifreiðum í raun og veru?
Fyrsti tilkynnti eldurinn sem
kom upp hjá Tesla varð þann
1. október 2013 eftir að Model
S varð eldi að bráð eftir að hafa
keyrt á stórt málmstykki á veg-
inum á miklum hraða.
Síðan þá hefur kviknað í alls 40
Teslum víða um heim. Meirihlut-
inn af þeim eldum kom í kjölfar
skelfilegra háhraðaárekstra sem
rifu upp Lithium-Ion-raf hlöðu-
pakkana. Allir voru rannsakaðir
af staðbundnum yfirvöldum, þar
á meðal stofnunum eins og Sam-
göng uör yg g isstof u A mer ík u .
Engin þeirra hefur nokkurn tíma
kennt um hönnun eða samsetn-
ingu Teslabifreiða.
Og í öllum tilvikum, þar á meðal
íkviknun vegna rangt uppsetts
hleðslutækis, hefur Tesla skoðað
og uppfært öryggiskerfi bílanna til
að koma í veg fyrir að þetta vanda-
mál endurtaki sig.
Byggt á síðustu tiltækum tölu-
legu gögnum, þá kviknar í fimm
Teslum fyrir hverja 1,6 milljarða
kílómetra sem eknir eru saman-
borið við fimmtíu og fimm elda
á 1,6 milljarða kílómetra sem
eknir eru á jarðefnaeldsneytisbif-
reiðum.
Síðustu tölur sem í boði eru frá
Forvarnarsamtökum National
Fire árið 2015 benda til þess að það
hafi verið 174.000 brunar í jarð-
efnaeldsneytisbifreiðum í Banda-
ríkjunum það ár eða að meðaltali
einn á þriggja mínútna fresti, sem
leiddi til 445 dauðsfalla.
Í maí síðastliðnum dóu þrír
einstaklingar þegar bensínstöð í
Virginíu sprakk í loft upp. Í febrú-
ar eyðilögðust tveir bílar þegar
bensínstöð í Norður-Karólínu
brann til kaldra kola.
Hingað til hafa engin dauðs-
föll í Tesla-bifreiðum eða í öðrum
tegundum raf bifreiða verið rakin
til elds.
Einnig má nefna að f lestir hafa
ekki miklar áhyggjur af því að
kvikni skyndilega í farsímum, far-
tölvum, þráðlausum verkfærum
eða öðru sem notar raf hlöður
þrátt fyrir að þau falli í gólfið og
brotni.
Á síðasta ári innkallaði Ford
440.000 jarðefnaeldsneytisbif-
reiðar, 2.000.000 Ford F150 voru
innkallaðar vegna eldhættu í
búnaði sætisbelta eins skrýtið og
það hljómar. Einnig á síðasta ári
voru innkallaðar 1.600.000 BMW
jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna
eldhættu. Ekki hefur verið ein inn-
köllun á raf bifreiðum vegna eld-
hættu.
Því er hægt að fullyrða að bif-
reiðar sem knúnar eru jarðefna-
eldsneyti og sérstaklega metan-
bifreiðar sem geyma gas undir
þrýstingi eru töluvert hættulegri
þegar kemur að eldhættu.
Eldur í rafbílum
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Hlustaðu
á hjartað þitt
Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði
– sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan
okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Beltone Trust™
Kolbeinn
Óttarsson
Proppé
þingmaður
Vinstri grænna
Þórhallur
Guðmundsson
viðskipta
fræðingur
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
2
3
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
0
-2
9
2
0
2
4
1
0
-2
7
E
4
2
4
1
0
-2
6
A
8
2
4
1
0
-2
5
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K