Fréttablaðið - 23.10.2019, Side 43
LEIKHÚS
Galdragáttin og þjóðsagan
sem gleymdist
Samstarfsverkefni Umskiptinga
og Leikfélags Akureyrar
Samkomuhúsið
Höfundar: Leikhópurinn
Umskiptingar
Leikstjórn: Agnes Wild
Leikarar: Hjalti Rúnar Jónsson,
Jenný Lára Arnórsdóttir, Jóhann
Axel Ingólfsson, Margrét Sverris-
dóttir, Sesselía Ólafsdóttir og
Vilhjálmur B. Bragason
Tónlist og textar: Vandræðaskáld
Útsetning, upptaka og hljóðfæra-
leikur: Kristján Edelstein
Leikmynd og búningar:
Auður Ösp Guðmundsdóttir
Dans- og sviðshreyfingar:
Katrín Mist Haraldsdóttir
Ljósahönnun: Lárus Heiðar Sveins-
son
Hljóðhönnun: Lárus Heiðar
Sveinsson
Hár og förðun: Soffía Margrét
Hafþórsdóttir
Leikmyndasmíði og sviðslausnir:
Einar Rúnarsson
Í Hringvallaskóla, rétt í miðjum
íslenskutíma hjá Þjóðólfi, opnast
óvænt gátt inn í heim íslenskra þjóð-
sagna. Bekkjarfélagarnir Sóley og
Bjartur stökkva af stað ofan í galdra-
gáttina til að bjarga Jóni Árnasyni,
þó ekki þjóðsagnasafnaranum, úr
klóm ókunnrar óvættar. Leikfélag
Akureyrar frumsýndi leikverkið
Galdragáttina og þjóðsagan sem
gleymdist í samvinnu við leikhóp-
inn Umskiptinga nýlega. Sýningin
er vitnisburður um þá möguleika
sem felast í því að fjárfesta í leiklist
á landsbyggðinni.
Grunnhugmynd leikhópsins er
frábær og þörf; að bera á borð hinn
kynngimagnaða íslenska þjóðsagna-
arf Íslands fyrir yngstu kynslóðina.
Urmull af kynjaverum keppist við
að fanga athygli áhorfenda og kynna
fyrir unga fólkinu þennan forna
sagnabálk. Kostulegir karakterar
mæta og hverfa síðan í sagnadjúpið
eins og smámælta stuðlabergið
Steinn Steinar og marbendillinn.
Aftur á móti er mörgu í handritinu
ábótavant, þar má helst nefna lengd-
ina sem orsakast aðallega af mála-
lengingum persóna sín á milli. Þó að
efniviðurinn sé víðfeðmur er fram-
vindan ekkert sérstaklega flókin og
málþófið verður þreytandi þegar líða
tekur á sýninguna.
Brotakennd sýning
Ferðalagið í Hliðheima leiða þau
Bjartur og Sóley, leikin af Jóhanni
Axel Ingólfssyni og Margréti Sverr-
isdóttur. Bæði leysa þau sín hlutverk
vel en hverfa svolítið í bakgrunn-
inn á þjóðsagnapersónunum sem
eru sterkari en aðalpersónurnar
sjálfar. Börnunum til aðstoðar er
leiðsöguálfurinn Blær leikinn af
Vilhjálmi B. Bragasyni af mikilli
innlifun og gleði. Hjalti Rúnar Jóns-
son kemur sterkur til leiks í hlut-
verki Jóns Árnasonar en fer alveg á
f lug í smærri hlutverkunum enda
með sterka nærveru og lipra líkams-
beitingu. Þær Sesselía Ólafsdóttir og
Jenný Lára Arnórsdóttir eru eftir-
minnilegar sem stelsjúku draug-
arnir með athyglisbrest og djúpa
vasa. Sesselía á síðan eitt af bestu
lögum sýningarinnar undir lokin.
Í heildina vinnur leikarahópurinn
þétt saman og vonandi er þetta bara
nasaþefurinn af því sem koma skal
frá Umskiptingum.
Agnes Wild leikstýrir Galdragátt-
inni og þjóðsögunni sem gleymdist
af mikilli fagmennsku en hún nær
ekki að hnýta lausa enda nægilega
vel saman. Úr verður brotakennd
sýning sem hittir stundum í mark
en tapar kraftinum alltof oft. Auður
Ösp Guðmundsdóttir galdrar fram
fantagóða, fjölbreytta og frumlega
búninga. Vasaútbúnaður drauganna
var til dæmis virkilega vel heppn-
aður og saumaður skemmtilega inn
í framvinduna. Hár og förðun Soff-
íu Margrétar Hafþórsdóttur spilar
einnig stóra rullu. Leikmyndin var
því miður ekki jafn eftirminnileg,
en ágætlega leyst. Sömu sögu má
segja um dansatriðin hennar Katr-
ínar Mistar Haraldsdóttur en sviðs-
hreyfingarnar voru betri.
Vantar herslumuninn
Lárus Heiðar Sveinsson lýsir hina
dularfullu Hliðheima af listfengi en
tekst ekki jafn vel upp með hljóðið.
Hljóðnemarnir sem leikarar bera
og nota í söngatriðum skapa nefni-
lega ákveðna fjarlægð og gera radd-
galla eða feilnótur leikaranna meira
áberandi. Aftur á móti er tónlist
Vandræðaskáldanna Sesselíu og
Vilhjálms með skemmtilegra móti
og ávallt er gleðilegt að sjá slíkan
metnað í nýjum íslenskum sýning-
um, hvort sem það er fyrir börn eða
fullorðna. Textinn er skýr, tónlistin
dillandi og orðfærið frábært.
Galdragáttinni og þjóðsögunni
sem gleymdist ber að fagna. Hér
má finna hið ágætasta barnaleikrit,
fullt af nýrri tónlist. Umskiptingar
er leikhópur sem vert er að fylgjast
með. Leikfélag Akureyrar hefur á
síðustu árum sýnt mikinn metnað
þegar kemur að leikritum fyrir börn
en eins og svo oft áður vantar herslu-
muninn upp á að sýningin smelli. En
ef haldið er áfram með þessu móti
styttist í að sú verði raunin.
Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Frumleg og fjörug
barnasýning sem er einu listrænu
stökki frá því að smella saman.
Heillandi Hliðheimar
Hér má finna hið ágætasta barnaleikrit, fullt af nýrri tónlist, segir í dómi.
94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni
Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við
þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð
myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. EyeSight er staðalbúnaður í öllum Subaru Forester.
www.subaru.is
Komdu til okkar og reynsluaktu nýjum Subaru Forester
Subaru Forester
Gerður til að kanna
ætlaður til að ferðast
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
6
1
4
9
S
u
b
a
ru
F
o
re
s
te
r
5
x
2
0
o
k
t
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19M I Ð V I K U D A G U R 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
2
3
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
0
-3
C
E
0
2
4
1
0
-3
B
A
4
2
4
1
0
-3
A
6
8
2
4
1
0
-3
9
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K