Fréttablaðið - 23.10.2019, Side 4

Fréttablaðið - 23.10.2019, Side 4
STJÓRNSÝSLA Niðurstöður víð- tækrar stefnumótunar stjórn- valda og atvinnulífs fyrir íslenskan útf lutning verða kynntar á fundi Íslandsstofu í dag. Í tilkynningu kemur fram að stefnumótunin hafi verið unnin í breiðu samráði við útflutningsfyrirtæki um land allt og að tæplega 400 manns hafi komið að vinnunni með beinum hætti í gegnum þrettán vinnustofur sem haldnar voru um allt land. Vinnan er afleiðing af breytingu sem utanríkisráðherra mælti fyrir á lögum um Íslandsstofu í apríl 2018 en þeim var ætlað að skerpa á stöðu stofnunarinnar og styrkja hana í hlutverki sínu. Íslandsstofu var falið að að móta langtímastefnu um aukningu útflutningstekna. Sú stefna skyldi kveða á um áherslur í markaðsstarfi Íslands á erlendum mörkuðum, velja markaðssvæði og skilgreina mælanleg markmið til að meta árangur. Undirliggjandi markmið var að tvöfalda útflutningsverðmæti vöru og þjónustu á næstu 20 árum til að viðhalda lífsgæðum hérlendis. Kemur fram að fagaðilar telji nauð- synlegt að stærri hluti verðmæta- sköpunarinnar komi frá atvinnu- vegum sem reiða sig ekki á auðlindir heldur frekar hugvit, nýsköpun og tækni. Í vinnunni var sterkur samhljóm- ur milli útf lutningsgreina um að Ísland ætti að verða þekkt fyrir að vera leiðandi í sjálf bærni. Þá voru hefðbundnir útflutningsmarkaðir Íslands, Norður-Ameríka, Vestur- Evrópa og Kína, taldir vera mikil- vægastir og stefnan sett á að herja enn frekar á þau svæði. – bþ Sterkur samhljómur er á milli útflutningsgreina um að Ísland ætti að verða þekkt fyrir að vera leiðandi í sjálfbærni. mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns Öll rúnstykki á 99 kr. 1 Gísli Pálmi sakaður um stuld: „Má maður bara ekkert lengur“ Rapparinn Gísli Pálmi tjáir sig um ásakanir á Facebook. Spyr hvort ekkert megi lengur. 2 Aukin eftirsókn eftir full­orðins bleyjum: „Hægt að koma í veg fyrir þetta“ Framleiðsla á bleyjum fyrir fullorðna hefur tvöfaldast á einum áratug. 3 Ferða maður fór út á Jökuls­ár lón og neyddist til að synda til baka Ferðamaður sem virti við­ vörunarskilti að vettugi kom sér í sjálfheldu í Jökulsárlóni. 4 „Halló, ég er lokuð hérna inni, getið þið hjálpað mér?“ Við erum hér líka er ný her ferð til að opna augu al mennings fyrir ör­ yrkjum í sam fé laginu. 5 Björgvin Páll opnar sig: „Þegar mesti gráturinn er yfirstað­ inn“ Björgvin handboltamaður, opnar sig á Facebook­síðu sinni um andleg veikindi sín. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is Karlar Konur Alls n Borgarfjarðarhreppur 56 38 94 n Djúpavogshreppur 166 149 315 n Seyðisfjarðarkaupstaður 264 245 509 n Fljótsdalshérað 1.315 1.280 2.595 ✿ Fjögur sveitarfélög áforma sameiningu Alls manns 3.513 F l j ó t s d a l s h é r a ð Bo r g a r f j a r ðarh rep p u r Seyð isf ja rðarkaupstaður D j ú p a v o g s h r e p p u r Á fjórða hundrað manns móta útflutningsstefnu SVEITARFÉLÖG Á laugardaginn munu íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga að kjörborð- inu og greiða atkvæði um samein- ingu sveitarfélaga. Um er að ræða sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá í sveitarfélögunum fjórum. Langflestir þeirra, eða næstum þrír af hverjum fjórum, eru búsettir á Fljótsdalshéraði. Einungis 94 eru á kjörskrá í Borgarfjarðarhreppi. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum eru allir þeir sem hafa náð átján ára aldri á kjördag. Ef sameining næst verða sveitar- félögin aðeins fjögur á Austurlandi. Hið nýja sameinaða sveitarfélag auk Vopnafjarðar í norðri, Fjarða- byggðar í austri og örhreppsins Fljótsdalshrepps. Samkvæmt hugmyndum sveit- arstjórnarmanna verður gömlu sveitarfélögunum tryggð ákveðin heimastjórn yfir málefnum sem snúa beint að nærsamfélaginu. Heimastjórnir eru tilraun til að koma til móts við þær áhyggjur að íbúar fámennari sveitarfélaga upp- lifi minni áhrif eftir sameiningu á þann hátt að stóra sveitarfélagið gleypi þau litlu. Því verður sett upp heimastjórn og í hverri þeirra sitja tveir fulltrúar kjörnir beinni kosningu af íbúum viðkomandi svæðis. Með því móti er tryggt að hver stjórn eigi greiðan aðgang að stjórnsýslunni og hafi enn vald yfir ákveðnum málum. Íbúar á Fljótsdalshéraði eru nokkuð jákvæðir gagnvart samein- Sameining gæti þýtt nýtt 5.000 manna sveitarfélag Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi yrði það stærsta að flatarmáli hér á landi með tæplega fimm þúsund íbúa. Sameinað sveitarfélag fengi frá hinu opinbera rúman milljarð króna í meðgjöf. Sveitar- stjórnarmenn telja almennt jákvæðan anda fyrir kosningunum næstkomandi laugardag. ingaráformunum að mati Stefáns Boga Sveinssonar, forseta bæjar- stjórnar Fljótsdalshéraðs. Hann er bjartsýnn á að vel takist til á laugar- daginn. „Við í sveitarstjórnum höfum auðvitað kappkostað að leggja fram eins mikið af upplýsingum og hægt er svo að íbúar geti tekið ákvörðun byggða á gögnum. Mér finnst and- inn vera nokkuð jákvæður og því verður áhugavert að sjá hvernig til tekst um helgina,“ segir Stefán Bogi. Sveitarstjórinn á Djúpavogi, Gauti Jóhannesson, tekur í sama streng og Stefán Bogi. „Mér finnst ég finna frekar fyrir jákvæðum anda í garð þessarar atkvæðagreiðslu. Auðvitað eru skiptar skoðanir en í heildina litið sýnist mér menn jákvæðir,“ segir Gauti. Samgöngumál eru eitt af lykilat- riðum í þessum kosningum en sam- eining sveitarfélaganna þýðir að mikilvægt er að leggja heilsársveg yfir Öxi og að Fjarðarheiðargöng verði einnig að veruleika. Helsta baráttumál sveitarfélaganna í til- lögum að nýrri samgönguáætlun er að þessum framkvæmdum verði f lýtt verulega. Fari svo að sameiningin verði samþykkt mun hið nýja sveitar- félag fá 1,1 milljarð í meðgjöf frá hinu opinbera ef hugmyndir sveitarstjórnarráðherra ganga eftir um sameiningar sveitarfélaga. Þessa fjárhæð verði hægt að nýta til að byggja upp innviði og styrkja svæðið í heild. sveinn@frettabladid.is ALÞINGI Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir dómsmálaráðherra lagði fram lagafrumvarp um bætur vegna ærumeiðinga á Alþingi í gær. Verði frumvarpið að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Áslaug segir ljóst að brýn þörf sé á að endurskoða ærumeiðingar- ákvæði hegningarlaga vegna van- kanta á ákvæðum og þeirra áfellis- dóma sem íslenska ríkið hefur fengið hjá mannréttindadómstóli Evrópu. Núverandi ákvæði brjóti gegn stjórnarskránni og Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að fella niður lög um að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. – ilk Ekki refsivert að vanvirða þjóðfánann BÓKMENNTIR Harpa Rún Kristjáns- dóttir hlaut í gær Bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundsson ar fyr ir ljóðahand ritið Eddu. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar eru veitt ár hvert í minningu borgarskáldsins Tóm- asar Guðmundssonar fyrir óprent- að handrit að ljóðabók. Dómnefnd verðlaunanna er skipuð af borgar- ráði og er hún skipuð þremur ein- staklingum. Dagur B. Eggerts son, borg ar stjóri, veitti Hörpu verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. Harpa Rún er fædd árið 1990. Hún er uppalin í sveit undir Heklurótum og býr þar enn og starfar sem sauð- fjárbóndi. Hún lauk meistaraprófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2018. Harpa hefur áður birt ljóð í tveimur ljós- myndabókum og í tímaritum Harpa Rún Kristjánsdóttir hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar í ár Hin árlegu bókmenntaverðlaun sem kennd eru við borgar­ skáldið Tómas Guðmundsson voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Höfða við Borgartún. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI en Edda er fyrsta ljóðabók hennar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í ljóðum Eddu megi greina sátt við gang lífsins þótt hann sé sársaukafullur. „Edda er heillandi og hófstillt verk þar sem hugsanir um æsku og elli fléttast saman, vega salt. Þræðirnir bindast og mynda vef sem sýnir okkur í nýju ljósi svo margt sem við þóttumst vita.“ – bþ +PLÚS 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 0 -2 9 2 0 2 4 1 0 -2 7 E 4 2 4 1 0 -2 6 A 8 2 4 1 0 -2 5 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.