Fréttablaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 33
Hér á Íslandi eru
eldhús og baðher-
bergi oft einsleit en ef
fólk ætlar að vera eitt-
hvað öðruvísi þá er
þetta leiðin.
Þetta er bara eins og úr Holly-wood-mynd með Jayne Mansfield frá sjöunda ára-
tugnum,“ segir Íris Jensen, þegar
hún lýsir nýjustu litapallettunni
frá ítalska fyrirtækinu Globo, sem
framleiðir innréttingar fyrir bað-
herbergi. Hún segir bleika litinn
hafa komið sér verulega á óvart,
ekki síst í ljósi þess hversu mikilla
vinsælda svartur hefur notið
undanfarið.
„Já, þetta kom mér algjörlega á
óvart. Svartur er búinn að vera inni
í svolítinn tíma. Búinn að tröllríða
öllu í eitt og hálft ár. Matta gullið
er svo að koma sterkt inn, ekki
glansgull, heldur svona eins og
burstað gull. Gullið er búið að vera
mjög sterkt síðan í vor og er notað
með öllum mögulegum litasam-
setningum, hvort sem það er matt
hvítur eða bleikur,“ útskýrir Íris.
Litríkar nýjungar frá Globo
„Ítalska fyrirtækið sem er að fram-
leiða þetta heitir Globo en það
framleiðir til dæmis handlaugar
og salerni.“ Íris segir arkitekta
hafi beðið eftir bleika litnum um
nokkurt skeið.
„Þau létu þetta eftir arkitektum
en arkitektar eru búnir að biðja
um að framleitt yrði í bleikum
lit í nokkur ár.“ Arkitektar séu
áhrifamiklir, sérstaklega á Ítalíu.
„Yfirleitt er það arkitektinn sem
ræður nýjungunum eða kemur
með hugmyndirnar. Það er sér-
staklega algengt á Ítalíu, þá vinna
fyrirtækin mikið með arkitekta-
stofum.“
„Við vorum á sýningu á Ítalíu
í september og þá voru kynntar
til leiks alls kyns skemmtilegar
nýjungar. Það er búið að vera mikið
um svart og matt hvítt en er núna
að færast yfir í bleikt,“ segir Íris og
hlær. „Þá kom þessi bleiki litur inn
ásamt dökkbláum og svo grænum.
Þetta er ekki pastelbleikur, meira
út í Gammelrosa, en þó aðeins
ljósari.“
„Þetta er búið að vera í þróun
hjá þeim síðan í vor og kemur á
markaðinn í janúar. Það er áhugi
frá arkitektum frá Bretlandi og
Skandinavíu, arkitektar frá Noregi
og Danmörku eru gífurlega hrifnir
af þessu. Já, þetta kemur skemmti-
lega á óvart,“, segir Íris og brosir.
„Hér á Íslandi eru eldhús og bað-
herbergi oft mjög einsleit en ef fólk
ætlar að vera eitthvað öðruvísi þá
er þetta leiðin.“
Rótgróið fjölskyldufyrirtæki
Fjölskyldufyrirtækið Innréttingar
& Tæki var sett á laggirnar um
miðjan 5. áratuginn sem umboðs-
og heildverslun. „Amma mín
og afi stofnuðu fyrirtækið árið
1945.“ Vöruúrvalið hefur þó tekið
breytingum í gegnum tíðina.
„Þegar hún stofnaði þetta var
hún til dæmis með stálvaska og
bílskúrshurða járn,“ segir Íris og
hlær. „Amma mín var kannski með
aðeins grófari vörur, ef svo má að
orði komast.“
Í dag sérhæfir verslunin sig í
hágæða vörum frá meginlandinu,
og þá sérstaklega Suður-Evrópu.
„Við erum með vörur frá Ítalíu,
Spáni, Póllandi og Skandinavíu.
Við erum svolítið á þessum suð-
rænu slóðum.“
Rík áhersla er lögð á vand-
Suðræn litadýrð með stíl-
hreinu skandinavísku ívafi
Íris Jensen, framkvæmdastjóri Innréttinga & Tækja, segir margar spennandi nýjungar á döfinni.
Svarti liturinn sem hafi verið svo vinsæll undanfarið deili nú sviðinu með fallega bleikum lit sem
arkitektar hafi beðið eftir. Hún segir S-Evrópubúa standa í fremstu röð hvað baðherbergi varðar.
Íris Jensen, framkvæmdastjóri Innréttinga & Tækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Íris segir þessa ómótstæðilegu innréttingu minna einna helst á Marlon Brandon tíma, hvítt, bleikt og matt gull.
Þessi fallega handlaug nýtur sín vel á stílhreinum vaskastandi.
Bleiki liturinn er bæði hlýlegur og fágaður á sama tíma.
Fallega blár vaskur með matt
svörtum blöndunartækjum.
aðar vörur á sanngjörnu verði og
framúrskarandi þjónustu. „Við
erum sérvöruverslun, við erum
ekki stór byggingarvöruverslun og
við leggjum mikið upp úr persónu-
legri þjónustu og okkar markmið
er að bjóða viðskiptavinum upp á
gæði á góðu verði.“
Ólíkar áherslur
í Suður-Evrópu
Blöndunartæki og salerni eru
meðal annarra baðherbergisvara
sem Innréttingar & Tæki bjóða
upp á. Þegar Íris er spurð að því
hvað fólk þurfi að hafa í huga við
kaup á salerni nefnir hún tvö atriði
sem skipta máli. „Það sem flest
allir vilja er náttúrulega bara að
það sé hæglokandi seta og auðvelt
að þrífa. Það er það fyrsta sem
fólk hugsar: hvernig get ég þrifið
þetta klósett, og það er mjög gott
að fólk finni út úr því hvernig það
vill umgangast hlutinn áður en
það kaupir hann,“ útskýrir Íris.
„En svo er náttúrulega postulín
alltaf postulín og það þarf að vera
rétt unnið og þetta er þeirra fag,
Spánverja og Ítala. Þeir hafa verið
að brenna postulín í 200 ár og eru
ennþá góðir í því.“
Hún segir margt ólíkt með
Íslendingum og suðurevrópskum
þjóðum hvað baðherbergisóskir
varðar. „Þeir sérhæfa sig meira í
handlaugum uppi á borði, skálum
eða veggföstum stórum hand-
laugum. Við erum meira að leita
eftir hirslum, nettum handlaugum
og meira borðplássi. Ítalinn er
meira í því að þetta sé bara ein stór
mubla.“
Þá segir Íris að Ísland sé sér á
báti hvað blöndunartæki varðar.
„Blöndunartæki eru með því
erfiðasta sem við erum að selja á
Íslandi, fyrir okkar vatn. Við erum
með vatn misjafnlega heitt, alveg
frá 55 gráðum og alveg upp í 85
gráður, til dæmis á Flúðum.“
En framleiðandinn sem við
erum með, Carlo Frattini, þjónar
okkur alveg í botn. Þeir vita að
tækin frá þeim fara í gegnum mjög
heitt vatn og ef eitthvað kemur
upp á þá er það bara iðnaðar-
maður sem talar beint við tækni-
deildina úti ef einhver vandræði
eru. Við erum með bein samskipti
við verksmiðjuna.“
Aðspurð hvað hún telji næsta
æðið í þessum efnum, segist Íris
hreinlega ekki hafa hugmynd.
„Ég get ekki ímyndað mér hvað
kemur næst, þetta kom svo á óvart.
Það eru búnir að vera kopar-, gull-,
brons- og krómvaskar. Maður
verður alltaf jafn hissa. Það er tíska
í þessu eins og fötunum.“
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 M Á N U DAG U R 2 8 . O K TÓ B E R 2 0 1 9
2
8
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
7
-C
8
A
C
2
4
1
7
-C
7
7
0
2
4
1
7
-C
6
3
4
2
4
1
7
-C
4
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
7
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K