Fréttablaðið - 28.10.2019, Page 44

Fréttablaðið - 28.10.2019, Page 44
Við getum ekki komið í veg fyrir að þú breytist í foreldra þína ... En við getum tryggt að þú vitir hvað er að frétta! KVIKMYNDIR The Laundromat Leikstjórn: Steven Soderbergh Aðalhlutverk: Meryl Streep, Gary Oldman og Antonio Banderas Kvikmyndin The Laundromat hefur undanfarið verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim en er nú loksins kominn á Netf lix þar sem hún er best geymd. Þessi grátbroslegi snúningur leikstjór- ans Stev ens Soderberg á leyni- makki lögfræðistofunnar Mossack Fons eca sækir innblástur og bak- grunn sinn til Panama-skjalanna en vekur því miður upp spurn- ingar um hvort leikstjórinn hefði nokkuð átt að standa upp úr sínum helga steini. Óskarsdrottningin Meryl Streep fer fyrir f lokki einvalaliðs leikara í myndinni í hlutverki eldri konu sem leitar réttar síns þegar hún missir eiginmann sinn og líftrygg- ing hans gufar upp í skattaskjólum skúffufyrirtækja. Í baráttu sinni stendur hún í raun fyrir allar þær meðal Jónínur og Jóna sem gráðugir aurapúkar svína stanslaust á. Lögfræðingarnir alræmdu Jür- gen Mossack og Ramón Fonseca, sem leiknir eru af Gary Oldman og Antonio Banderas, rekja (hetju) sögu sína eins og um ævintýri sé að ræða, enda er þetta mál svo ótrú- legt að það er eins og skáldskapur. Rétt eins og skúffufyrirtækja- og skattaskjólavefur Mossack Fon- seca og slíkra fyrirtækja er The Laundromat margþætt og snúin kvikmynd. Í henni f léttast saman sögur, innan aðalsögunnar, af ímynduðum fórnar lömbum og fjárglæfraskúrkum. Þetta verður til þess að erfitt getur reynst að fylgja sögunni eða láta sér annt um persónurnar þar sem hoppað er úr einu í annað. Ekki aðeins í efnis- tökum heldur einnig kvikmynda- töku og klippingu sem sveif last eftir viðfangsefninu hverju sinni. Þeir sem eru ókunnugir málinu og orðum eins og „skúffufyrir- tæki“, „af landsfélög“ og „Panama- skjöl“ þurfa þó ekki að örvænta þar sem í myndinni er leitast við að einfalda málið með því að láta Mossack og Fonseca sjálfa útskýra f léttur sínar fyrir áhorfandanum. Þeir brjóta þannig fjórða vegginn með því að ávarpa áhorfendur með myndlíkingum og leikmyndinni eins og þeir séu að leika í einhvers konar Mel Brooks-gríni. Í The Laundromat er stokkið svo til saumlaust milli súrr- ealisma og raunsæis þar sem fylgst er með fórnar- lömbum hneykslisins, eymd þeirra og von- leysi í eftirmálunum. Inn á milli dúkka svo félag a r nir Mos sack og Fonseca upp með sínar teiknimyndalegu útskýringar. Edda Karítas Baldursdóttir NIÐURSTAÐA: Stjörnum prýdd en samhengislítil afgreiðsla Stevens Soder- bergs á Panama-skandalnum er þeim sem komu að þessari á köflum súrrealísku Netflix-mynd ekki til mikils sóma þótt enginn bíði varanlegan skaða af því að eyða tíma í hana á tölvu- eða sjónvarpsskjá. Samhengislaus súrrealismi Panama-skjalanna KVIKMYNDIR Der goldene Handschuh Leikstjórn: Fatih Akin Aðalhlutverk: Jonas Dassler, Margarete Tiesel, Katja Studt Sýningar á þýsku kvikmyndinni Der goldene Handschuh, eða Gyllti hanskinn, eru hafnar í Bíó Paradís undir þeim formerkjum að hér sé án efa komin „ógeðslegasta mynd sem þú munt sjá á árinu!“ Vissulega er eitthvað til í þessu en rétt að vara fólk við að draga ekki þá ályktun af þessum orðum að hér sé kominn einhver splatter-hryllingur í ætt við Hostel-subbuskapinn í Íslandsvininum Eli Roth. Der goldene Handschuh er miklu meira en það og þótt hún sé óneitan- lega hryllileg þá er hún eitthvað allt annað og miklu meira en stöðluð hryllingsmynd þótt hún fjalli um kolbrjálaðan og afmyndaðan rað- morðingja sem gekk laus í Hamborg á öndverðum áttunda áratug síðustu aldar og myrti helst vegalausar og rosknar vændiskonur. Þetta er æði sérstök og býsna merkileg mynd en miklu frekar ljót, grótesk, drungaleg og sorgleg en „ógeðsleg“ þótt fyrir augu, og þá frekar hugskotssjónir en á tjaldinu sjálfu, beri algert og ágengt ógeð. Leikstjórinn Faith Akin sýnir hér alls konar skemmtileg tilþrif í persónusköpun, kvikmyndatöku, lýsingu, eða skorti á henni öllu heldur, þegar hann dregur fram kalda og hráa mynd af nöturlegu samfélagi fordæmdra og glataðra sálna í Þýskalandi í skugga heims- styrjaldarinnar. Hann skrifar handritið upp úr skáldsögu Heinz Strunk sem aftur sækir innblástur í raunverulega atburði og sanna sögu Fritz Honkas, snarbilaðs, áfengissjúks og afmynd- aðs raðmorðingja sem tældi til sín vændis- og drykkjukonur upp úr 1970. Getulaus og liðónýtur í einu og öllu fékk hann síðan útrás fyrir gremju sína með því að slátra bless- uðum konunum og faldi sundurhlut- aðar jarðneskar leifar þeirra innan í veggjum risíbúðar sinnar. Frábær leikmyndin er svo þrúg- andi viðbjóðsleg að maður nánast finnur ógeðslega nályktina sem ligg- ur yfir húsinu. Jafnvel þótt Honkas dreifi hinum sígildu bílailmtrjám út um allt. Alger brautryðjandi sem datt niður á þessa „snilldarlausn“ löngu á undan John Doe í Se7ven. Þessi andskoti allur er lyginni líkastur og maður þarf ítrekað að staldra við undir áhorfinu og minna sig á að þetta GERÐIST í alvörunni. Og eins sjúkt og það kann að hljóma þá er þessi mynd vægast sagt áhuga- verð og eftir að raunverulegar mynd- ir af vettvangi glæpa Honkas og helstu persónum og fórnarlömbum hafa liðið yfir tjaldið með kreditlist- anum getur maður ekki beðið eftir að komast í tölvu til að gúgla þennan mannandskota. Þetta ruglaða skrímsli sem samt er einhvern veginn óhjákvæmilegt að sýna smá samúð, skilning. Alltaf magnað þegar tekst að sýna óskiljan- lega andstyggilegt fólk í mennsku ljósi þrátt fyrir ólýsanleg voðaverk þess. Gyllti hanskinn dregur nafn sitt af sóðalegri krá sem lætur Keisarann, Skipperinn og Kaffi Amsterdam líta út eins og B5 en þar vomaði Honkas yfir og lagði snörur sínar fyrir konur sem eru svo bágt staddar að þær láta allt yfir sig ganga fyrir sjúss og húsa- skjól. Rétt er að halda því til haga og staðfestingar á því að Gyllti hansk- inn er alvöru kvikmynd sem ekki þarf að skammast sín fyrir að gefa séns að hún var tilnefnd til Gull- bjarnarins á Kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár og hlaut Þýsku kvik- myndaverðlaunin fyrir förðun og Jonas Dassler og Margarete Tiesel voru tilnefnd sem bestu leikarar í aðalhlutverkum. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Der goldene Handschuh er kynnt sem ógeðslegasta myndin sem þú munt sjá á þessu ári. Heldur óná- kvæmt og gæti virkað sem fráhrindandi vísbending um að hér sé á ferðinni subbu splatter, sem myndin er ekki. Ljót er hún, grótesk og átakanleg en um leið frábærlega leikin og stórmerkileg mynd sem vel er þess virði að leggja á sig. Djúpköfun ofan í myrkur sálarinnar Afmyndaður og sálsjúkur raðmorðinginn Fritz Honka fyrir framan veiðiland sitt, subbubúlluna Gyllta hanskann. Margarete Tiesel sýnir magnaðan leik sem ógæfukonan Gerda Voss sem dregst ofan í ógeðslega og lífshættulega veröld ofbeldishneigða kúgarans. Meryl Streep lætur skúffufyrirtækin ekki eiga neitt inni hjá sér og snýr vörn í sókn af hörku. L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 7 -C D 9 C 2 4 1 7 -C C 6 0 2 4 1 7 -C B 2 4 2 4 1 7 -C 9 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.