Fréttablaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 4
JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ® ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 3.0L V6 DÍSEL • 250HÖ / 570 NM TOG • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN • LÆSING Í AFTURDRIFI jeep.is JEEP® GRAND CHEROKEE VERÐ FRÁ 10.990.000 KR. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is NORÐURLÖND Norðurlandaráðs­ þing verður formlega sett á morgun en þingið fer fram í sænska þinginu í Stokkhólmi. Meðal dagskrárliða fyrsta dagsins er norrænn leiðtoga­ fundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna taka þátt. Þar munu ráðherrarnir ræða hvernig norræna samfélagslíkanið geti þróað og stuðlað að sjálf bærum umskiptum. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður formennskuáætlun Íslands kynnt á þinginu. Yfirskrift áætlun­ arinnar er „Stöndum vörð“ og er þar vísað í áskoranir tengdar lýðræði og loftslagsbreytingum. „Í fyrst lagi ætlum við að standa vörð um lýðræðið, sem er eitt af grunngildum norrænna ríkja, með því að berjast gegn upplýsinga­ óreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljós­ inu á næsta ári þegar forsetakosn­ ingarnar fara fram í Bandaríkjun­ um,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norður­ landaráðs. Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári og Oddný G. Harðardóttir sem varaforseti. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á líffræðilegan fjölbreyti­ leika. Silja Dögg segir að um ansi víðtækt hugtak sé að ræða en ákveðin svið hafi verið valin sem leggja á sérstaka áherslu á. „Annað er líffræðilegur f jöl­ breytileiki í hafi, en minna hefur farið fyrir þeim þætti vandans heldur en því sem snýr að lífi á landi. Hitt er að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýju markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Silja Dögg. Þriðji þáttur áætlunarinnar snýr að ef lingu tungumálaskilnings á Norðurlöndum. „Forsenda þess að Norðurlönd geti unnið saman að stórum og mikilvægum verkefnum er að við treystum böndin milli okkar. Tungumálakunnáttan er lyk­ ilþáttur í því. Því miður er kunnátta okkar Íslendinga í dönsku og öðrum skandinavískum málum minni nú en var fyrir nokkrum áratugum.“ Styrkja þurfi stöðu norrænu tungumálanna í skólakerfinu og auðvelda aðgengi fólks að sjón­ varpsefni, bókmenntum og öðru menningarefni frá Norðurlöndun­ um. Það þurfi þó að horfast í augu við að margir Finnar, Íslendingar og Grænlendingar skilji ekki skand­ inavísku málin og finna þurfi leiðir til að þeir verði ekki útilokaðir frá norrænu samstarfi. Að venju verða verðlaun Norður­ landaráðs veitt í tengslum við þingið en af hendingin fer fram annað kvöld. „Það verður auðvitað að vanda gaman að fylgjast með afhendingu verðlaunanna. Íslend­ ingar hafa hlotið mörg verðlaun á síðustu árum þannig að ég er bjart­ sýn á að þeim sem tilnefndir eru í þetta sinn gangi líka vel,“ segir Silja Dögg. Fyrir utan dagskrá sjálfs þingsins fara fram fjölbreyttir fundir og við­ burðir á vegum ýmissa norrænna aðila. „Í tengslum við þingið verður líka haldinn sérstakur fundur þar sem við þingmenn ætlum að ræða sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta 2027,“ segir Silja Dögg. sighvatur@frettabladid.is Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þing- menn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 1 Starfs maður McDonalds kastaði blandara í and litið á við skipta vin. Konan hlaut alvar- lega áverka í andliti. 2 Sprengdi sjálfan sig í loft upp ásamt þremur börnum sínum. Donald Trump Banda ríkja for seti stað festir að Abu Bakr al-Bag hdadi, leið togi íslamska ríksins, hafi fallið. 3 Tilkynnt um hávaða, öskur og læti í gufubaði í Breiðholti. Mennirnir lofuðu að lækka í sér og tónlistinni. 4 Dauðar slóðir Stjórnarráðsins. Páll Hilm ars son, sér fræð ing ur hjá gagn a þjón ust u Reykj a v ík ur - borg ar, seg ir lík legt að ís lensk ar vef síð ur séu að hverf a. 5 Thunberg beinir spjótum sínum að Zuckerberg. Zuck- erberg var spurður spjörunum úr um stefnu Facebook er varðar ritskoðun auglýsinga. VIÐSKIPTI Á grundvelli vettvangs­ athugunar hjá Arion banka hefur Fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að úrbóta sé þörf við virðismat útlána bankans. Þetta kemur fram í gagnsæistilkynningu á vef eftirlitsins. Í athuguninni var úrtak útlána til fimm viðskiptamanna og tengdra aðila skoðað og niðurstöður virðis­ mats með áherslu á bókfært virði skuldbindinganna athugað. Ekki var gerð athugasemd við bókfært virði. Hins vegar fann eftirlitið að skráningarkerfi trygginga þar sem það var ekki talið endurspegla stöðu viðskiptamanna nægilega. Þá voru dæmi þess að ferli við virðismat var ekki fylgt og að óvissa væri um virði trygginga bankans vegna útlána til eins viðskipta­ manns. Þá hafi skilyrðum fyrir lánveitingum til tveggja viðskipta­ manna ekki verið fullnægt. – jþ AUSTURLAND Íbúar á Fljótsdals­ héraði, í Seyðisfjarðarkaupstað, Djúpavogshreppi og Borgarfjarðar­ hreppi samþykktu að sameinast í eitt sveitar félag í íbúakosningu sem fram fór á laugardag. Nýtt sveitar­ félag verður það stærsta á landinu. Kjörsóknin var 75,9 prósent og alls voru 88,6 prósent fylgjandi sam­ einingu. Mestur var stuðningurinn á Fljótsdalshéraði, 93,9 prósent, en það er jafnframt stærsta og fjölmennasta sveitarfélagið af þessum fjórum. Mesta andstaðan var í Djúpavogs­ hreppi þar sem 35,8 prósent kusu gegn sameiningu og 64,2 prósent með. Í Seyðisfjarðarkaupstað studdu 87,4 prósent sameiningu og í Borgar­ fjarðarhreppi 72,1 prósent. Íbúafjöldi hins nýja sveitarfélags verður um 5.000 manns, eða mjög svipað og í Fjarðabyggð, sem varð til úr þremur sveitarfélögum árið 1998 og þrjú til viðbótar bættust við árið 2005. Þegar sameiningin tekur gildi Íbúar samþykktu að sameina fjögur sveitarfélög á Austurlandi í eitt verða aðeins fjögur sveitarfélög á Austurlandi, hin tvö fyrrnefndu, Vopnafjarðarhreppur og Fljótsdals­ hreppur. Enn þá á eftir að finna nafn á hið sameinaða sveitarfélag en ný sveitarstjórn verður kosin þar næsta vor. – khg n Borgarfjarðarhreppur n Seyðisfjarðarkaupstaður n Fljótsdalshérað n Djúpavogshreppur Aðferðir Arion aðfinnsluverðar Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, á fundi ráðsins árið 2017. 2 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 7 -B E C C 2 4 1 7 -B D 9 0 2 4 1 7 -B C 5 4 2 4 1 7 -B B 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.