Fréttablaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 34
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Snjalltæknin eirir engu og ryðst að sjálfsögðu inn á baðherbergið rétt eins og aðrar vistarverur heimilisins. Nú til dags eru margir farnir að uppfæra baðherbergin sín með hátækniklósettum, snertilausum krönum og öðrum geimaldar- nýjungum. Hér eru fimm spenn- andi nýjungar sem mætti hafa í huga næst þegar baðherbergið er gert upp. Snertilaus krani Við höfum líklega f lest kynnst snertilausum krönum á almenn- ingsklósettum, en það er farið nýta þá á heimilum líka. Kran- arnir nota hreyfiskynjara til að nema handahreyfingar, svo það er nóg að veifa hendinni undir krananum til að setja hann í gang, sem er bæði þægilegt og þrifalegt. Sumir kranar hafa jafnvel inn- byggða handþurrkara og aðra er hægt að forrita til að stilla hitastig og vatnsþrýsting. Sjónvarp í baðskápnum Það eru til verri leiðir til að drepa tímann en að liggja í baði og horfa á sjónvarp, en ef maður vill nota símann er hætt við að hann blotni. Sem betur fer gerir ný tækni það mögulegt að setja LCD-skjá í bað- herbergisskápinn. Það er líka hægt að láta slíka skápa spila tónlist og mörgum finnst gaman að geta sungið með í sturtunni. Forritanleg sturta Nýjustu og flottustu sturturnar hafa stafræn stjórntæki og það er hægt að stilla hitastig og vatns- þrýsting með fjarstýringu. Það er líka hægt að vista uppáhalds stillinguna sína og setja hana svo í gang áður en farið er inn í sturt- una, þannig að hægt sé að stíga beint inn í akkúrat passlega sturtu. Hátækniklósett Það eru ýmsar gerðir af hátækniklósettum í boði. Það er hægt að fá klósett sem eru með hreyfiskynjara til að vita hve- nær á að lyfta lokinu og setunni, hitaðar setur, lykteyðandi kerfi, þráðlausa fjarstýringu, hátalara- kerfi með dokku og kerfi til að hita tærnar. Þeir sem vilja setja upp hátækniklósett heima hjá sér þurfa því að velja vel því margar skemmtilegar nýjungar eru í boði. Baðkar með hljóðkerfi Nýjustu og f lottustu baðkörin bjóða að sjálfsögðu líka upp á magnaða nýja möguleika. Það er hægt að fá baðkör með nudd- kerfum, LED-fossum, innbyggð- um sjónvörpum og Bluetooth- tengimöguleikum til að hlusta á tónlist. Það er svo líka hægt að bæta við alls konar aukahlutum sem geta gert baðherbergið mun nútímalegra án þess að það kosti stórkostlegar framkvæmdir. Fólki er auðvitað í sjálfsvald sett að meta hvaða græjur geti gert lífið sem þægilegast. Fimm flottar nýjungar fyrir nútíma baðherbergi Snjalltæknin býður upp á ótal möguleika og getur nýst vel á baðherbergjum. Nú eru hægt að fá nýtískulegar græjur sem geta gert heimsóknir á baðherbergið miklu skemmtilegri. Það eru ýmsar leiðir í boði til að snjallvæða baðherbergi nú til dags, sem getur gert þau bæði þægilegri og skemmtilegri. NORDICPHOTOS/GETTY Fallegt baðherbergi með góðum speglum og körfum undir vaskborðinu. Eitt af því mikilvægasta í hverju baðherbergi er spegillinn. Baðherbergið er það herbergi í húsinu þar sem við erum oftast ein og getum áreitislaust skoðað okkur í spegli, hvort sem það er nakin beint úr sturtunni eða bara til að snyrta okkur eða farða. Spegillinn getur verið hvort sem er ferkantaður eða hringlaga, allt eftir því hvað passar best inn í bað- herbergið. Annað sem getur verið mikil- vægt að passi vel við umhverfið eru handklæði. Falleg handklæði setja mikinn svip á umhverfið. Flísar í nútíma baðherbergi eru oftast ljósar eða mjög dökkar. Hægt er að gjörbreyta umhverfinu með fallega litum handklæðum. Í stíl við hand- klæði í ýmsum litum er hægt að koma sér upp fylgihlutum eins og sturtuhengjum, tannburstaglösum og baðmottum í sama lit eða litblæ til að setja skemmtilegt yfirbragð á baðherbergið. Handklæði eru þó ekki bara til prýði heldur líka bráðnauðsynleg til að hægt sé að sinna þeim athöfnum sem á bað- herbergjum ber að sinna. Nú er hægt að fjárfesta í hand- klæðum úr lífrænni bómull enda finnst flestum einstaklega notalegt að hjúfra sig inn í mjúkt og hlýtt bómullarhandklæði þegar til stendur að láta sér líða vel. Á myndinni má sjá sniðuga lausn til að geyma handklæðin. Þau eru sett í fallega körfu undir vaskborð- inu. Skemmtileg heildarlausn. Nauðsyn á baðinu Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi ALLT Í BAÐHERBERGIÐ FRÁ A TIL IFÖ Tengi hefur mikla og góða reynslu af IFÖ baðinnréttingum. IFÖ eru sænskar hágæðavörur sem framleiddar hafa verið allt frá 1936. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 M Á N U DAG U R 2 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 7 -C 3 B C 2 4 1 7 -C 2 8 0 2 4 1 7 -C 1 4 4 2 4 1 7 -C 0 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.