Fréttablaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 41
Hvað? Hvenær? Hvar? Mánudagur hvar@frettabladid.is 28. OKTÓBER 2019 Hvað? Komdu og sjáðu! Hvenær? 10.00-18.00 Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur Þrautaleikur fyrir krakka og fjöl- skyldur þeirra. Hvað? Finndu geirfuglinn! Hvenær? 10.00-18.00 Hvar? Landnámssýningin, Aðalstræti Ratleikur um Landnámssýning- una en þar hefur verið komið fyrir litlum geirfuglum. Hvað? Sagnfræðikaffi Hvenær? 17.15 Hvar? Borgarbókasafnið Dalrún J. Eygerðardóttir f lytur erindi um sögu ráðskvenna. Hvað? Málþing um sálmabækur Hvenær? 16.00 Hvar? Neskirkja Hvað? Raftónlistarsmiðja Hvenær? 11.00-12.30 Hvar? Borgarbókasafnið Ætlað ungu fólki 13-16 ára. Klukk- an 16.30 flytur Auður Viðarsdóttir verk sín og útskýrir. Sprinter, Vito, Citan. Sendibílar fyrir öll verkefni. Sendibílarnir frá Mercedes-Benz henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Eigum úrval sendibíla sem eru tilbúnir til afhendingar. Komdu í heimsókn í sýningarsalinn á Krókhálsi 11 og kynntu þér möguleikana. Fáðu tilboð í sendibíl frá Mercedes-Benz. Við tökum vel á móti þér. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi BÆKUR Ungfrú fótbolti Brynhildur Þórarinsdóttir Útgefandi: MM Fjöldi síðna: 293 Einhver sagði einhvern tíma að fortíðin væri framandi menningar- heimur og þau orð eiga vel við nýj- ustu bók Brynhildar Þórarinsdótt- ur. Ungfrú fótbolti gerist 1980 og söguhetjan er Gerða sem á nokkra mánuði eftir í þrettán ára afmælið. Hún og Ninna vinkona hennar eyða hverri lausri stund í götu- fótbolta með vinum sínum og þrá það heitast að fá að æfa fótbolta, sem er langt frá því gefið þegar einu æfingarnar í Breiðholtinu og nánast allri Reykjavík eru bara fyrir drengi, eins og stendur á aug- lýsingu frá fótboltafélagi hverfisins sem hangir uppi í sjoppunni. Þær gefast þó ekki upp og sumarið 1980 verður sumar stórstígra breytinga, bæði í lífi þeirra og samfélaginu öllu eins og þær upplifa það. Ungfrú fótbolti er afskaplega skemmtileg og læsileg bók sem fangar vel anda tímabilsins og víst er að margir eldri lesendur munu fá nostalgíuglampa í augun og sálina þegar þeir lesa um kók með lakkr- ísröri, það að leika sér í hálf byggð- um húsgrunnum, sjónvarpslausan júlí og ýmislegt f leira. Þessu er öllu f léttað inn í frásögnina án þess að verða að aðalatriði en glöggir les- endur á öllum aldri munu taka eftir Götuboltinn sumarið 1980 Brynhildur sýnir öll sín bestu höfundareinkenni. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN því hvernig systir missir af mikil- vægum fótboltaleik af því að hún verður að passa litla systkini sitt á meðan bróðir fær að fara í bíó því engum dettur í hug að biðja hann um að passa, að börn fara í sveit og keyra dráttarvélar, muninum á Módel ’79 og Samtökunum ’78 með öllum þeim fordómum sem því fylgja og svo framvegis, Þessi bók sýnir svo ekki verður um villst hvað tímarnir hafa breyst en líka því miður að þeir hafa ekki breyst nógu hratt og nógu mikið. Kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands er mið- lægt í bókinni og gegnum það verða stelpurnar fyrir ákveðinni vitundarvakningu um stöðu sína sem kvenna í samfélagi þar sem þeim bjóðast fjarri því sömu tæki- færi og strákum, en það blæs þeim líka baráttuanda í brjóst. Á sama tíma eru þær að verða unglingar með öllum þeim breytingum sem það hefur í för með sér. Sumarið 1980 verður því sannarlega eftir- minnilegt sumar. Brynhildur Þórarinsdóttir hefur eins og áður sagði skrifað fjölda bóka af ýmsum toga. Hér eru öll hennar bestu höfundareinkenni á ferð: heilsteypt persónusköpun, lipur frásagnarmáti, áhugaverð og spennandi framvinda, og góð og skemmtileg úrvinnsla á sögulegum tíma, þó hér sé sögusviðið mun nær en á söguöld sem áður hefur verið viðfangsefni hennar. Þá er grínið aldrei fjarri. Ungfrú fótbolti er fyndin og skemmtileg bók með sterkum boð- skap og alvarlegum undirtóni en líka sagnfræðileg heimild um heim sem hefur breyst svo mikið en samt ekki nóg. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Bók fyrir lesendur á öllum aldri um fótbolta, forsetakjör og ekki svo fjarlæga fortíð. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M Á N U D A G U R 2 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 2 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 7 -C D 9 C 2 4 1 7 -C C 6 0 2 4 1 7 -C B 2 4 2 4 1 7 -C 9 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.