Fréttablaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 38
Elsku eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, Lárus Dagur Pálsson sem lést 19. október, verður jarðsunginn laugardaginn 2. nóvember klukkan 14 frá Löngumýrarkapellu. Anna Sif Ingimarsdóttir Páll Ísak Lárusson Ingimar Albert Lárusson Kolfinna Katla Lárusdóttir Páll Dagbjartsson, Helga Friðbjörnsdóttir Svanhildur Pálsdóttir Kolbrún Pálsdóttir Helga María Pálsdóttir Ingimar Ingimarsson og Kolbrún Ingólfsdóttir Í Svefneyjum á Breiðafirði er ég fæddur og þar átti ég heima í 17 ár um miðja tuttugustu öldina. Þetta eru mínar rætur,“ segir Þórður Sveinbjörnsson sem nýlega gaf út Svefneyingabók. Í bókinni er rakin saga eyjanna frá landnámi þeirra um 900 til okkar daga. Fjallað er um byggð eyjanna, fólkið sem þar bjó í gegnum aldirnar, lífsbaráttu þess og örlög. Höfundur hefur viðað að sér ýmsum heimildum sem varpa ljósi á mannlífið þar í aldanna rás. Þórður fæddist í Svefneyjum árið 1941 og átti þar heima til 17 ára aldurs. Hann lýsir hér á eftirminnilegan hátt bernsku- árum sínum í eyjunum frá sjónarhóli ungs drengs og segir frá búskaparhátt- um um miðja 20. öldina, svo og ýmsum atburðum er þar gerðust. Eyjabúskapurinn var um margt frá- brugðinn hefðbundnum búskap í sveit- um landsins. Má þar nefna samgöngur, sem eingöngu fóru fram á sjó, báturinn var farartækið, sem kom í stað hesta eða bifreiða. Féð þurfti að f lytja til lands að vori og aftur út í eyjarnar að hausti ásamt lömbunum. Ferðalög og f lutn- ingar á skepnum og varningi gátu tekið á og oft var vosbúð á sjónum. En á móti kom það sem eyjarnar og sjórinn gáfu fólkinu, sem naut þess að hafa ávallt nægan mat. Matarskortur þekktist ekki og ekki nóg með það, því í harðindum gerðist það að sveltandi fólk úr öðrum byggðum var flutt út í eyj- arnar, þar sem nægan mat var að hafa. Fiskurinn, fuglinn, selurinn og eggin, allt þetta var kjarngóður matur, sem var til í ríkum mæli. Þórður segir hugmyndina að bókinni hafa vaknað fyrir um tveimur árum þegar hann var að vinna að örnefna- skrá fyrir eyjarnar. „Fyrir þremur árum tók ég saman örnefni sem í Svefneyjum eru skráð og færði inn á kort og gaf út á prenti ásamt örnefnaskýringum og sögnum þeim tengdum. Við þessa vinnu vaknaði forvitni mín á að færa til bókar meiri fróðleik um eyjarnar – mínar kæru æskustöðvar. Bókin er afrakstur þeirrar vinnu.“ Að sögn Þórðar var búskapur stund- aður í Svefneyjum fram á níunda ára- tug síðustu aldar, en þegar honum lauk eignaðist Dagbjartur Einarsson, útgerðarmaður í Grindavík, eyjarnar og eru þær nú að mestu í eigu og umsjá afkomenda hans. Bókina prýðir fjöldi mynda af fólki, fallegri náttúru eyjanna, bátum og fuglalífi sem þar er ríkulegt. „Vonandi verður það sem í bókinni er að finna í máli og myndum hagnýtur fróðleikur inn í framtíðina og líka einhverjum til skemmtunar. Ef svo verður er ég sáttur,“ segir Þórður. david@frettabladid.is Saga og lýsing mannlífs í Svefneyjum á Breiðafirði Svefneyingabók eftir Þórð Sveinbjörnsson er greinar- góð lýsing á Svefneyjum á Breiðafirði, sögu byggðar og gróskumikils mannlífs. Við þessa vinnu vaknaði forvitni mín á að færa til bókar meiri fróðleik um eyjarnar – mínar kæru æskustöðvar. Þórður Sveinbjörnsson Svefneyjar eru hluti svonefndra Inneyja í hinum gamla Flateyjarhreppi, sem auk Svefneyja eru Hvallátur, Skáleyjar og Sviðnur. Þar er ríkt fuglalíf og ber mest á æðarfugli. Lundabyggð er einnig mikil á svæðinu. MYND/MATS WIBE LUND Það var þennan mánaðardag árið 1977 sem breska hljómsveitin Sex Pistols gaf út hljómplötuna Never Mind the Bollocks. Sex Pistols var pönkhljómsveit sem var stofnuð í London árið 1975. Það ár í nóvember kom hljómsveitin fyrst fram á hljómleikum í listaskóla í London. En eftir að hafa spilað í ein- ungis tíu mínútur tóku yfirvöld skólans rafmagnið af. Sumir segja þetta vera opinberan fæðingardag pönksins. Í upphafi samanstóð sveitin af söngvaranum Johnny Rotten (John Lydon), Glen Matlock, bassa, Steve Jones, gítar, og Peter Cook á trommur. Árið 1977 var Matlock rekinn og Sid Vicious tók við. Sér- kennileg hegðun hans og geggjuð framkoma vakti mikla athygli. Alls gaf hljóm- sveitin, sem er ein frægasta hljómsveit pönkbylgjunnar í Bretlandi, út fjórar smáskífur og eina breiðskífu, Never Mind the Bollocks, Here’s the Sex Pistols. Breiðskífan komst á metsölu- lista Breta þrátt fyrir – og kannski vegna þess – að hafa verið bönnuð víða. Johnny Rotten yfirgaf hljóm- sveitina eftir stormasama Banda- ríkjaferð 1978. Rotten var ruddi og móðgaði áhorfendur sína og hrækti jafn- vel á þá. Goðsögnin Sid Vicious lifði stutt en hratt og lést úr of stórum skammti heróíns í febrúar 1979 skömmu eftir að hljómsveitin lagði upp laupana. Þ E T TA G E R Ð I S T: 2 8 . O K T Ó B E R 197 7 Sex Pistols gaf út hljómplötuna Never Mind the Bollocks Út er komið kverið Fundur er settur!, um fé- lagsstörf, fundarsköp og ræðumennsku eftir þá Björn Jón Braga- son, kennara í lögfræði við Verzlunarskóla Íslands, og Pétur Má Sigurðsson, fráfarandi forseta nemendafélags skólans. Það er nem- endafélag skólans sem gefur kverið út. Í inngangsorðum segja höfundar að það sé von þeirra að það geti orðið sem flestum til dýpri skilnings á félagsstörfum, hvort heldur sem er á vettvangi almennra félaga eða fyrirtækja. Fundur er settur 306 Maxentíus verður keisari Rómar. 1449 Kristján 1. krýndur konungur Danmerkur. 1492 Kólumbus kemur til Kúbu. 1538 Háskólinn í Santo Dom- ingo, fyrsti háskóli í Vesturheimi, stofnaður. 1628 Franska húgenottaborgin La Rochelle gafst upp fyrir her konungs eftir fjórtán mánaða umsátur. 1780 Reynistaðarbræður Einar og Bjarni leggja af stað við fimmta mann með fjárrekstur norður yfir Kjöl. Þeir fórust allir á leiðinni. 1848 Dómkirkjan í Reykjavík var vígð eftir gagngera endurbyggingu kirkj- unnar. 1868 Thomas Alva Edison sækir um fyrsta einkaleyfi sitt, vegna kosninga- vélar sem hann hafði fundið upp. 1886 Frelsisstyttan (Liberty Enlighten- ing the World) afhjúpuð á Liberty Island í New York-borg. 1909 Francis Bacon, írsk-enskur listmálari, fæddur. 1929 Dow Jones-vísitala kauphallarinnar í New York féll um tæp 13%. 1955 Bill Gates, stofnandi Microsoft, fæddur. 1962 Kúbudeilan: Sovétmenn lýsa því yfir að eldflaugar verði fjarlægðar frá Kúbu. 1967 Julia Fiona Roberts, bandarísk leikkona, er fædd í borginni Smyrna í Georgíufylki í Bandaríkjunum. 1971 Breska þingið samþykkir aðild Bretlands að Evrópska efnahagsbanda- laginu. Landið gerist síðan aðili að innri markaði Evrópu í ársbyrjun 1973. 1981 Hrauneyjafossvirkjun í Tungnaá tekin í notkun. Virkjunin er 210 megavött. 1987 Þáttur Hermanns Gunnarssonar, Á tali hjá Hemma Gunn, hefur göngu sína í Sjónvarpinu. 2004 Samráð olíufélaganna á Íslandi: Samkeppniseftir- litið dæmir fjögur íslensk olíufélög til hárra sekta fyrir ólöglegt samráð. 2017 Alþingiskosningar fara fram á Íslandi. Merkisatburðir 2 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 7 -A B 0 C 2 4 1 7 -A 9 D 0 2 4 1 7 -A 8 9 4 2 4 1 7 -A 7 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.