Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 6
Notkun: 2 hylki tvisvar á dag við vægum gigtarverkjum. Notist ekki ef ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, eða sár í maga eða þörmum er þekkt. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.florealis.is og www.serlyfjaskra.is. Haltu þínu striki! Harpatinum er eina viðurkennda jurtalyfið á Íslandi til að draga úr gigtarverkjum Fæst án lyfseðils í næsta apóteki www.florealis.is Enski boltinn frá Síminn Sport á Nova TV 2.500 kr./mán. með ótakmörkuðum Ljósleiðara hjá Nova. Verð áður 4.500 kr./mán. DÓMSMÁL Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. Var Sveinn Andri kærður í nóvem- ber 2017 fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í tengslum við störf sín sem skipta- stjóri félagsins EK1923 ehf. „Þetta var algjörlega viðbúið. Það var ekki einu sinni talið tilefni til að taka af mér skýrslu þetta var svo mikið bull. Þannig að ég hafði aldrei áhyggjur af því að þetta yrði ekki fellt niður,“ segir Sveinn Andri. „Svona getur oft tekið tíma, það er eins og gengur, en það lá alltaf fyrir hvernig þetta færi.“ Þessi kæra er aðeins einn angi málsins. Á borði héraðssaksókn- ara liggur enn kæra Sveins Andra á hendur Skúla Gunnari og Guð- mundi Hjaltasyni, framkvæmda- stjóra Sjöstjörnunnar ehf. Snýr sú kæra að meintum skilasvikum og fjárdrætti. – ab Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI LÖGREGLUMÁL Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi frá því embætti héraðssaksóknara var stofnað árið 2016 en það fæst meðal annars við rannsóknir mála gegn lögreglu og fer með ákæruvald í málum gegn lögreglumönnum. Fréttablaðið óskaði þessara upplýs- inga frá embætti héraðssaksóknara. Málin skiptast jafnt milli áranna þannig að þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en á yfirstand- andi ári hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í ellefu málum og sýknað í einu. Tveimur málum er ólokið. Samkvæmt ársskýrslu Ríkis- saksóknara fyrir 2018, voru sam- tals 102 kærur lagðar fram gegn lögreglumönnum á árunum 2016, 2017 og 2018. Aðeins var ákært í níu málum fyrir brot í starfi. Lang- flestum kærum var vísað frá, málið fellt niður eða fallið frá kæru. Málin eru misalvarleg. Í nokkrum tilvikum er bæði ákært fyrir brot í starfi og fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Í þeim tilvikum er gjarnan tekist á um fyrir dómi hvort réttum aðferðum hafi verið beitt við hand- töku. Fyrr á árinu var lögreglumað- ur sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi er maður fótbrotnaði í handtöku við það að bílhurð lög- reglubíls var ítrekað skellt á fætur hans. Lög reglumaður inn var Þrír ákærðir fyrir brot í starfi árlega frá 2016 Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. Fyrsti sýknudómurinn féll í síðustu viku. Átta hafa verið sakfelldir. Lang- flestum málum var vísað frá. Þyngsti dómurinn er 15 mánaða fangelsi. Lögreglumenn fjölmenntu í héraðsdóm til að vera við dómsuppsögu í máli vinnufélaga síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna sektar auk greiðslu bóta til brotaþolans. Hann var sýknaður af ákæru um brot í starfi. Algeng refsing fyrir brot lögreglu- manns í starfi er 30 daga fangelsi. Í fyrra var refsing lögreglumanns milduð úr 60 daga fangelsi niður í 30 daga en hann játaði að hafa farið offari og ekki gætt lög mætra aðferða þegar hann hugðist f lytja brotaþola úr fanga geymslu og fyr ir dóm ara. Þyngsti dómur yfir lögreglu- manni sem kveðinn hefur verið upp á undanförnum árum er 15 mánaða fangelsi sem Jens Gunnars- son, lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fékk fyrir að hafa veitt brotamanni upplýsingar sem þagnarskylda ríkti um og fyrir að hafa, í tengslum við framkvæmd starfa sinna, heimtað af honum fé í SMS-skilaboðum. Sýknudómur í máli Bjarna Ólafs Magnússonar fyrr í vikunni er fyrsti sýknudómur í máli um brot lög- reglumanns í starfi sem kveðinn er upp frá því ákæruvald í mála- f lokknum f luttist til héraðssak- sóknara árið 2016. Eins og fjallað var um í Frétta- blaðinu í vikunni telur héraðssak- sóknari hins vegar ýmsa vankanta vera á fyrirkomulagi bæði rann- sókna og saksóknar fyrir refsiverð brot lögreglumanna. Þetta kemur fram í umsögn héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um tillögu Pírata um sjálfstætt eftir- lit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Þeir þættir sem nefndir eru í umsögninni lúta að megin- reglunni um hlutleysi og sjálfstæði ákæruvaldsins. Það hendi oft að sama atvik leiði bæði til rannsóknar á broti gegn valdstjórninni og broti lögreglumanns. Við það bætist að helstu vitni ákæruvaldsins koma gjarnan úr hópi lögreglumanna sem eru þá eftir atvikum vinnufé- lagar hins ákærða. Við svipaðan tón k veður í umsögn nefndar um eftirlit með lögreglu, um sama þingmál og telur nefndin að þörf sé fyrir öf lugra eftirlit með lögreglu og ríkari og víðtækari rannsóknarheimildir en nefndin hefur nú. adalheidur@frettabladid.is Ákærur Sakfelling Sýkna Ólokið ‘16 3 3 ‘17 3 2 1 ‘18 3 3 ‘19 2 1 1 ✿ Kærur á hendur lögreglumönnum *Aflað hjá héraðssaksóknara 24.10.’19 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Frettabladid.is færir þér nýjustu fréttir dagsins og ítarlega umöllun um málefni líðandi stundar. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 6 -B 9 1 C 2 4 1 6 -B 7 E 0 2 4 1 6 -B 6 A 4 2 4 1 6 -B 5 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.