Fréttablaðið - 26.10.2019, Síða 16
VR óskar eftir orlofshúsum
VR óskar eftir að leigja vönduð sumar hús eða
orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína.
Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir
næsta sumar.
Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is
fyrir 15. nóvember 2019.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa
að fylgja:
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
• Lýsing á eign og því sem henni fylgir
• Ástand íbúðar og staðsetning
• Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár
• Lýsing á möguleikum til útivistar og
afþreyingar í næsta nágrenni
Öllum tilboðum verður svarað.
FÓTBOLTI Erling Braut Håland
skoraði í vikunni bæði mörk
austurríska liðsins Salzburg þegar
liðið laut í lægra haldi fyrir Napoli
í riðlakeppni Meistaradeildar Evr
ópu í knattspyrnu karla. Þessi 19
ára gamli leikmaður hefur þar af
leiðandi skoraði sex mörk í riðla
keppninni og er markahæsti leik
maður keppninnar, með einu marki
meira en Robert Lewandowski.
Stóru liðin í Evrópu eru farin að
renna hýru auga til þessa stóra og
stæðilega framherja en Ole Gunnar
Solskjær, knattspyrnustjóri Man
chester United, hefur ákveðið for
skot í þeim efnum þar sem hann
þjálfaði hann hjá norska liðinu
Molde á sínum tíma.
Lét til sín taka 15 ára gamall
Håland ólst upp hjá Bryne þar sem
hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik
í norsku Bdeildinni einungis 15
ára. Þá hafði hann þar áður skorað
18 mörk í 14 leikjum fyrir varalið
félagsins. Molde festi svo kaup á
kauða í febrúarbyrjun árið 2017 en
þá var hann 16 ára.
Það er skap í þessum hæfileika
ríka leikmanni en í fyrsta deildar
leiknum sem hann spilaði var hann
áminntur með gulu spjaldi rúmri
mínútu eftir að hann kom inn á.
Fyrsta markið í norsku efstu
deildinni kom svo þegar hann
tryggði Molde sigur á Tromsö og
skömmu síðar sá Håland til þess
að Molde færi með þrjú stig úr leik
gegn Viking Stavanger.
Eftir þann leik siðaði Björn Berg
mann Sigurðarson, sem lék með
Håland á þeim tíma og skoraði
einnig í leiknum, samherja sinn
Norðmenn að eignast rísandi stjörnu
Nafn norska sóknarmannsins stóra og stæðilega Erlings Braut Håland er á allra vörum þessa stundina. Håland, sem hefur komið eins
og stormsveipur inn í evrópska knattspyrnuheiminn í haust, raðar inn mörkum fyrir austurrísku meistarana í Red Bull Salzburg.
Håland fagnar marki gegn Napoli í vikunni. NORDICPHOTOS/GETTY
til. Birni Bergmann fannst Håland
sýna stuðningsmönnum Viking
Stavanger vanvirðingu með því að
fagna markinu af of miklum ákafa
fyrir framan þá.
Strax ljóst í hvað stefndi
Tímabilið þar á eftir gerði svo hinn
ungi og efnilegi leikmaður sem
hafði brotist fram á sjónarsviðið
sig enn meira gildandi og skoraði
12 mörk í 25 leikjum fyrir Molde
sem varð í öðru sæti norsku efstu
deildarinnar annað árið í röð.
Hann skoraði meðal annars
öll fjögur mörk Molde í 40 sigri á
Brann sem þá var taplaust á toppi
deildarinnar. Eftir þann leik sagði
Solskjær, sem þá var þjálfari Molde,
að félög í Evrópu væru farin að bera
víurnar í hann og seinna spurðist
út að útsendari Manchester United
hefði verið á leiknum.
Håland skoraði 16 mörk í 30 leikj
Gæti orðið sá besti
„Håland er stjarnan í Austur-
ríki þessa stundina. Þrátt fyrir
ungan aldur gæti hann orðið
einn besti leikmaður sem hefur
spilað í Austurríki. Hann er stór,
sterkur, fljótur og frábær í að
klára færi. Ég hef aldrei séð
jafn heilsteyptan framherja á
þessum aldri, hvorki í Austurríki
né á alþjóðlegu sviði og ef hann
spilar rétt úr spilunum gæti
hann orðið sá besti í heiminum.
Það veltur á því hversu langt
Salzburg fer í Evrópu hversu
lengi þeir ná að halda honum,
Håland og fjölskylda hans eru
mjög varkár um að taka rétt
skref,“ sagði David Eder, lýsandi
hjá Sky Sports í Austurríki, sem
hefur fylgst vandlega með Hå-
land.
„Hugmyndafræði Salzburg
hentar honum vel, hraður
sóknarleikur. Leikaðferð mun
að ég held skipta miklu máli
þegar hann velur sér næsta lið,
það hentar honum ekki jafn vel
að spila í varnarsinnuðu liði. Það
spilaði stórt hlutverk hjá Erling
að fara í réttar aðstæður fyrir
næsta skref og Salzburg reynd-
ist heillaskref. Það var ljóst strax
að hann væri framtíðarstjarna,“
sagði David um Håland sem
er orðaður við öll stærstu lið
heims um þessar mundir.
„Viðskiptahugmynd Salzburg
gengur út á að fá unga leik-
menn, móta þá og selja í
stærstu deildirnar eins og Sadio
Mane og Naby Keita.“
um fyrir Molde í öllum keppnum og
nokkuð ljóst var að Molde myndi
ekki njóta krafta hans á næsta
keppnistímabili. Sumarið 2018
var hann svo seldur til austurríska
orkudrykkjaliðsins Red Bull Salz
burg en hann gekk í raðir í félagsins
í ársbyrjun 2019.
Gullkynslóð Noregs
Það hefur ekki tekið langan tíma
fyrir Håland að aðlagast austur
rísku deildinni eða Meistaradeild
Evrópu. Hann skoraði 11 mörk í
fyrstu sjö deildarleikjum og þrenna
hans í sigri gegn Genk í riðlakeppni
Meistaradeildarinnar var sú fjórða
fyrir Red Bull Salzburg.
Lars Lagerbäck, þjálfari norska
landsliðsins, heillaðist af frammi
stöðu hans með Red Bull Salzb
urg og valdi hann í Alandsliðið
fyrir leiki gegn Möltu og Svíþjóð
í undankeppni EM 2020 í byrjun
september. Þá hafði hann einnig
raðað inn mörkum fyrir U20 ára
landslið Noregs en á HM U20 ára
liða í sumar skoraði hann níu mörk
í 120 sigri á Hondúras sem tryggði
honum gullskóinn á mótinu. Þetta
er enn fremur það mesta sem nokk
ur leikmaður hefur skorað í einum
leik á þessu móti.
Håland spilaði sinn f y rsta
A landsleik á móti Möltu en nokk
uð ljóst er að landsleikirnir verða
f leiri í framtíðinni. Eftir mögur ár
hjá Noregi eru bjartir tímar fram
undan hjá liðinu þar sem Håland,
Kristoffer Ajer, Sander Berge, Mart
in Ødegaard og Mathias Normann
munu taka við kef linu sem lykil
leikmenn liðsins.
hjorvaro@frettabladid.is
HANDBOLTI Íslenska karlalands
liðið í handbolta vann Svía 2726
í fyrri æfingaleik liðanna í gær en
liðin mætast á ný á morgun. Þetta
var fimmta viðureign Íslands og Sví
þjóðar eftir að Kristján Andrésson
tók við sænska liðinu og fjórði sigur
Strákanna okkar.
Sóknarleikur Íslands var erfiður á
upphafsmínútum leiksins og þegar
Ísland fann leiðina fram hjá vörn
Svíanna varði markvörður Svía vel
á fyrstu mínútum leiksins. Það var
því skiljanlegt að Guðmundur Þ.
Guðmundsson skyldi taka leikhlé
þegar tíu mínútur voru búnar af
leiknum og Ísland ekki enn búið
að skora. Öf lug íslensk vörn hélt
spennu í leiknum og munaði
aðeins þremur mörkum þrátt fyrir
að Ísland ætti eftir að brjóta ísinn á
fyrstu tíu mínútum leiksins.
Þegar líða tók á fyrri hálf leik
inn komst betra f læði í sóknarleik
Íslands og voru Strákarnir okkar
fljótir að koma sér inn í leikinn á ný.
Munurinn var tvö mörk í hálfleik
en þegar líða tók á seinni hálfleik
inn náði Ísland frumkvæðinu og
komst yfir í fyrsta sinn í leiknum.
Liðin skiptust á forskotinu allan
seinni hálf leikinn þrátt fyrir að
íslenska liðið væri í villuvand
ræðum með sex brottvísanir gegn
fjórum hjá sænska landsliðinu.
Tíu mínútum fyrir leikslok
komst Svíþjóð tveimur mörkum
yfir og voru Íslendingar manni
færri en Strákunum okkar tókst að
snúa leiknum sér í hag á síðustu tíu
mínútum leiksins. Með öf lugum
varnarleik var Ísland fljótt að jafna
metin og með 63 kafla á seinustu
tíu mínútunum náði Ísland að sigla
fram úr.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var
atkvæðamestur í íslenska liðinu
með fimm mörk, næstir komu Kári
Kristján Kristjánsson og Ólafur
Andrés Guðmundsson með fjögur
á heimavelli Ólafs í Kristianstad.
Ólafur virtist njóta sín á heimavelli
sínum og var duglegur að taka af
skarið þegar með þurfti í sóknar
leik Íslands. Í markinu varði Viktor
Gísli átta bolta og Ágúst Elí tvo.
Í fjarveru nokkurra lykilleik
manna og þegar Aron Pálmarsson
fékk snemma tvær brottvísanir
í gær fengu óreyndari leikmenn
tækifæri til að láta ljós sitt skína og
stóðust þeir prófið vel . – kpt
Jákvæð teikn á lofti í
íslenskum sigri í gær
Viggó Kristjánsson fékk
eldskírn sína í gær og varð
um leið fyrsti Seltirningur-
inn í A-landsliðinu fyrir
utan Guðjón Val í tuttugu ár.
2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
2
6
-1
0
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
6
-8
C
A
C
2
4
1
6
-8
B
7
0
2
4
1
6
-8
A
3
4
2
4
1
6
-8
8
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
8
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K