Fréttablaðið - 26.10.2019, Síða 22

Fréttablaðið - 26.10.2019, Síða 22
Það er auðveldara en áður að villast af leið, glans-myndirnar gera það að verkum að mínu mati,“ seg ir Björg v in Páll Gústavsson handbolta- maður sem ætlar að f lytja heim til Íslands frá Danmörku næsta sumar. Hann tilkynnti forsvarsmönnum Skjern ákvörðun sína fyrir nokkru. Björgvin hefur verið í atvinnu- mennsku ytra í ellefu ár og segir ákvörðun sína og fjölskyldunnar um að f lytja heim snúa að því að verða betri manneskja. Styrkja fjölskyldu- og vinabönd og huga að andlegri heilsu. „Árangur getur stundum leitt fólk af réttri leið. Hann er svolítið hættu- legur. Þá finnur maður fyrst fyrir tóminu. Jim Carrey leikari hefur velt þessu fyrir sér og sagðist óska sér að allir fengju að prófa að verða ríkir og frægir. Þá fyndi fólk fyrir tómarúminu innra með sér. Það er ævilangt verkefni að takast á við það að vera góð manneskja og gæta að andlegri heilsu sinni. Þetta er sérstaklega vandasamt í dag því samfélagið okkar er fullt af glans- myndum. Samkvæmt Instagram lifa allir hinu fullkomna lífi. Ég er ekki á móti því að fólk setji inn fal- legar myndir úr fríinu. En hið góða líf er bara ósköp venjulegur hvers- dagur. Bestu stundirnar verða ekki í einhverju lúxuslífi, eða í því að lyfta bikar. Þær eru faldar í hverjum degi. Þær eru í rútínunni. Þegar þú sækir börnin í leikskólann, þegar þú ert með þeim að lita í stofunni heima.“ Kyngdi stoltinu Björgvin Páll segist hafa þurft að kyngja stoltinu þegar hann tók ákvörðun um að breyta um áhersl- ur og svo að hætta loks hjá Skjern. „Það að kyngja egóinu og hætta að hugsa allt út frá sjálfum sér var það mikilvægasta sem ég hef gert á mínum ferli. Bæði sem handbolta- maður og manneskja. Ég ákvað að styðja við árangur liðsins með því að styrkja upprennandi markmann. Það var það rétta að gera fyrir liðið og hinum markmanni liðsins gekk betur og betur. Hann var valinn leikmaður ársins hjá klúbbnum, markmaður ársins í Danmörku. Ég fékk fyrir vikið minni og minni spilatíma og setti mig sjálfur í þá stöðu að vera í slakri leikæfingu og ekki eins spennandi kostur fyrir landsliðsþjálfarann,“ segir Björgvin Páll sem segist þrátt fyrir það vera sannfærður um að það hafi verið rétt ákvörðun. „Ég stend fyllilega við þá ákvörð- un að láta mér standa á sama um hver stóð í markinu eins lengi og liðið náði árangri. Þetta hljómar sem eðlileg hugsun innan liðs- íþróttar en að mörgu leyti eru íþróttamenn og þá sérstaklega í atvinnumennsku í ákveðinni sam- keppni við liðsfélaga sína um stöðu í liðinu. Þetta er ómeðvitað kennt upp alla yngri f lokka. Það að bera sig saman við aðra og eins er það mjög ríkt, sérstaklega í íslensku samfélagi, að bera sig saman við náungann. Þegar maður eldist og þroskast fer aðeins að draga úr þessu og maður byrjar hægt og rólega að af læra mikið af þessum hlutum. Það verður bara að koma í ljós hvort þessi leið muni á end- anum gera mig að betri markmanni til lengri tíma litið.“ Fjölskylduvænt líf í Danmörku Þótt Björgvin Pál og eiginkonu hans, Karen Einarsdóttur, langi til að flytja heim hefur lífið verið fjöl- skyldunni gott í smábænum Skjern í Danmörku. „Þetta er fjölskyldu- vænt samfélag, við erum með þrjá litla orma og sjáum ekki eftir því að hafa saman tekið ákvörðun um að flytja hingað fyrir einu og hálfu ári síðan,“ segir Björgvin Páll. Þau Karen eiga saman tvíburana Emil- íu og Einar Leó, sem eru tæplega tveggja ára gömul, og þá áttu þau fyrir sex ára gamla stúlku, hana „Ég ákvað að skoða betur hvað það var sem gerðist þegar ég var lítill drengur.“ Draumurinn að verða heimavinnandi húsfaðir Björgvin Páll Gústavsson segir frá erfiðri barnæsku og glímu við kvíða og vanlíðan á fullorðinsárum í nýrri bók, Án filters. Í einlægu viðtali segir hann frá því hvers vegna hann ákvað að gera upp líf sitt og hvert hann stefnir. Honum finnst föðurhlutverkið mjög mikilvægt og í lok ferils síns á hann sér þann draum að verða heimavinnandi húsfaðir. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 6 -C 2 F C 2 4 1 6 -C 1 C 0 2 4 1 6 -C 0 8 4 2 4 1 6 -B F 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.