Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 26
23. júní 2016 n Bretland greiðir atkvæði um að yfirgefa Evrópusambandið með 51,89% atkvæðum en 48,11% vildu aðild áfram. 24. júní 2016 n David Cameron forsætisráð- herra, sem mótfallinn var út- göngu, tilkynnir afsögn sína. 13. júlí 2016 n Theresa May verður forsætis- ráðherra. 28. mars 2017 n May undirritar bréf til Evrópu- sambandsins með vísan í 50. gr. Sáttmála Evrópusambandsins um útgöngu. Þar með hefst formlega útgönguferli Bretlands úr ESB. 9. júní 2017 n Í þingkosningum, boðuðum með skömmum fyrirvara, tapar Íhaldsflokkurinn meirihluta á þingi. May þarf að mynda minni- hlutastjórn með stuðningi sam- bandssinna á Norður-Írlandi, DUP. 8. desember 2017 n Bretland og ESB ná loks sam- komulagi um fyrstu stig Brexit- samningaviðræðnanna. Samn- ingurinn tryggir að landamærin milli Norður-Írlands og Írlands verði opin. 2. mars 2018 n Theresa May gerir grein fyrir efnahagslegri framtíðarsýn fyrir útgöngu Breta úr ESB. Þar fari Bretar úr markaðs- og tollabanda- lagi ESB, en mikilvægum efnahags- legum og lagalegum tengingum við ESB verði viðhaldið með við- skiptasamningum. 19. mars 2018 n Samkomulag næst um megin- skilmála fyrir aðlögun Breta að útgöngunni. 7. júlí 2018 n May og ríkisstjórn hennar kynna áætlun um að viðhalda nánum efnahagslegum tengslum við ESB. Það er kallað „mjúkt Brexit“ og er harðlega gagnrýnt. 8. júlí 2018 n David Davis lætur af störfum sem útgöngumálaráðherra og Boris Johnson sem utanríkisráð- herra. Báðir vildu „hart Brexit“. 13. nóvember 2018 n Bretland og ESB ná samkomu- lagi um drög að útgöngusamningi Breta. Ráðherrar í liði May segja af sér vegna þessa. Átök í fjölmiðlum aukast. 4. desember 2018 n Breska þingið ávítar ríkisstjórn May fyrir að hafa sýnt þinginu lítilsvirðingu með því að birta aðeins hluta lögfræðiálits á út- göngusamningnum en ekki allan samninginn. 12. desember 2018 n Theresa May stendur af sér vantraust í Íhaldsflokknum þegar rúmur þriðjungur þingmanna breska Íhaldsflokksins samþykkti vantraust á May. Staða hennar er talin veik. 15. janúar, 2019 n Útgöngusamningur May er kol- felldur í neðri málstofu þingsins. 202 styðja samkomulagið en 432 eru á móti. Það er talinn mesti ósigur ríkisstjórnar Breta í meira en öld. 16. janúar, 2019 n May lifir af vantrauststillögu sem Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lagði fram í þinginu. 29. janúar 2019 n Meirihluti þingmanna greiðir at- kvæði með breytingartillögum á útgöngusamningnum. Þingið sam- þykkir að lýsa andstöðu sinni við útgöngu án samnings en hafnar áætlun um seinkun útgöngu. 12. mars, 2019 n Annar samningur May felldur. 242 þingmenn styðja hann en 391 er á móti. Pólitísk átök magnast. Átök, ósigrar og klofin þjóð Þann 23. júní 2016 kaus naumur meirihluti Breta að yfirgefa Evrópusam- bandið. Enn sér ekki fyrir endann á vandræðum í breska þinginu. vikna hlé verði gert á þingstörfum, einungis örfáum dögum eftir að þingmenn koma úr sumarfríi. Ákvörðunin veldur gífurlegri reiði þingmanna. 3. september 2019 n Breska þingið samþykkir að taka dagskrá þingsins í sínar hendur eftir að Johnson rekur 21 upp- reisnarmann úr Íhaldsflokknum. Þeirra á meðal er dóttursonur Churchills. Johnson er nú ekki með meirihluta, þrátt fyrir stuðning DUP. 4. september 2019 n Neðri málstofa breska þingsins samþykkir að forsætisráðherr- anum, Boris Johnson, beri að sækja um frestun á útgöngu takist ekki samningar fyrir 18. október. Brexit án samninga er hindrað og Johnson fær ekki að boða til kosninga. 9. september 2019 n Breska þingið hafnar öðru sinni tillögu Boris Johnson um að boða til þingkosninga þann 15. október, áður en Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu. 24. september 2019 n Hæstiréttur Bretlands kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Boris Johnson, um að gera hlé á störfum breska þingsins, hafi verið ólögleg. Áfrýjunardómstóll í Skotlandi hafði einnig komist að slíkri niðurstöðu. 17. október 2019 n Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að nýr samningur hafi náðst um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Samningur- inn er svipaður og samningur May sem ítrekað var hafnað í þinginu. DUP hafnar samningnum. 19. október 2019 n Samningurinn kemst ekki á dagskrá þingsins. Boris Johnson sendir bréf til Evrópusambandsins og óskar eftir því að útgöngu Breta verði frestað. 24. október 2019 n Boris Johnson segir að hann muni einungis gefa þingmönnum meiri tíma til að ræða útgöngu- samning ef þeir samþykkja að boða til kosninga 12. desember næstkomandi. Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur klofið bæði bresku þjóðina og stjórnmálin í herð-ar niður og átökin í þinginu hafa verið fordæmalaus. Tveir forsætisráðherrar hafa sagt af sér vegna málsins, ríkisstjórnir beðið marga fáheyrða og niðurlægj- andi ósigra í þinginu, þingflokkar riðlast til, þingmenn verið reknir úr flokkum, ákvarðanir dæmdar ólög- legar af dómstólum og þingforseti varla haft undan að skamma þing- menn fyrir brigsl um svik og land- ráð. Enn sér ekki fyrir endann á hnútinn í þinginu og á meðan bíða breskir borgarar, innf lytjendur, atvinnulíf ið og stofnanir með hjartað í buxunum. Meðfylgjandi er yfirlit yfir helstu tímasetningar frá hinum örlagaríka degi 23. júní 2016 þegar naumur meirihluti Breta kaus að yfirgefa Evrópusambandið. 21. mars 2019 n ESB veitir Bretum útgöngufrest til 22. maí. 29. mars 2019 n Brexit-samningur May er felldur í þinginu í þriðja sinn með 58 at- kvæða mun. 285 þingmenn styðja hann en 344 eru á móti. 1. apríl 2019 n Þingmenn hafna öllum tillögum að úrlausnum í útgöngumálum. Klofningur innan flokka verður æ augljósari. 5. apríl 2019 n May biður ESB um nýjan frest, til 30. júní. 10. apríl 2019 n Leiðtogar Evrópusambands- ríkja bjóða Bretum framlengingu á fresti, til 31. október. 23. maí 2019 n Kosningar til Evrópuþings. Nýstofnaður Brexit-flokkur Nigels Farage fær 30,5 prósenta fylgi og flesta þingmenn. 24. maí 2019 n Eftir að hafa sótt á brattann alla sína forsætisráðherratíð segir Theresa May af sér sem forsætis- ráðherra. 23. júlí 2019 n Alexander Boris de Pfeffel John- son – eða Boris Johnson sigrar í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. 24. júlí 2019 n Johnson verður formlega for- sætisráðherra. Hann lofar úrgöngu úr ESB 31. október, sama hvað. 28. ágúst 2019 n Elísabet II, drottning, samþykkir beiðni Johnsons um að fimm 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 6 -D 1 C C 2 4 1 6 -D 0 9 0 2 4 1 6 -C F 5 4 2 4 1 6 -C E 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.