Fréttablaðið - 26.10.2019, Page 28

Fréttablaðið - 26.10.2019, Page 28
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Þótt flestum finnist enn langt til jóla eru sumir farnir að bíða þeirra með mikilli eftirvænt- ingu, fagna öllum skreytingum og jólageitinni í Ikea. Elín Marta er eitt þessara jólabarna. Hún segist ekki eiga langt að sækja þennan áhuga því bæði móðir hennar og amma hafa alltaf verið mikil jólabörn og skreytt mikið fyrir jólin. „Það er óhætt að segja að ég sé mikið jóla- barn og hef alltaf verið. Mamma hefur alltaf skreytt mjög mikið og safnað að sér alls kyns jólaskrauti. Ætli hún hafi ekki smitast af móður sinni sem einnig var mikið fyrir að skreyta,“ segir Elín Marta. „Svo hefur dóttir mín erft þetta frá mér þótt hún sé bara sjö ára. Hún er strax farin að tala um jólin og hlakkar mikið til þeirra,“ bætir hún við og hlær að öllu saman. Þótt Elín Marta hugsi um jólin allt árið byrjar hún ekkert sér- staklega snemma að skreyta. „Ég byrja yfirleitt að skreyta þegar ég set aðventuljós í gluggann fyrst í aðventunni. En ég lauma nú gjarnan einhverjum ljósaseríum upp fyrr því það er svo gott að fá birtuna frá þeim,“ segir hún. „Ég er ekkert sérstaklega jólaskrauts- glöð sjálf þótt ég sé svona mikið jólabarn. Hef þetta hæfilegt og nágrannar mínir þurfa ekkert að óttast. En ég hef ótrúlega gaman af því að horfa á jólaskraut hjá öðrum og dáist mikið að því. Jólin eru svo ótrúlega skemmtilegur tími og minn uppáhalds á árinu.“ Nítján hundruð jólabörn Elín Marta segist tala um jólin allan ársins hring og byrja að telja niður um hásumar. „Stundum er fólk að verða brjálað á þessum áhuga mínum,“ segir hún. Elín Marta setti upp jólasíðuna á Facebook fyrir fimm árum. „Ég vissi um nokkra svona jólabrjálaða og ákvað að gleðja þá með þessari síðu þar sem alltaf væri hægt að dást að jólum og öllu því sem þeim fylgja. Þetta fór rólega af stað en allt í einu jókst aðsóknin og núna eru 1.900 jóla- börn sem fylgja síðunni. Ég er því ekki sú eina á landinu,“ segir hún. „Á þessari síðu má fólk vera spennt og fullt tilhlökkunar, dást að jóla- myndum og telja niður. Þetta var lítið fyrst og hálfgerður sauma- klúbbur, fólk að deila jólamyndum. Ég vona að síðan fari á fullt núna fyrir jólin og hlakka til að sjá myndir. Þeir hörðustu fara senni- lega að skreyta núna fljótlega þótt það sé eiginlega ekki samfélagslega viðurkennt að skreyta svo snemma. Margir í þessum hópi setja jóla- ljósin fljótt upp bæði úti og inni.“ Jólabakstur fljótlega Elín Marta ólst upp við smá- kökubakstur fyrir jólin og hún viðheldur þeim sið. „Ég býst við fara í baksturinn fljótlega. Geri alltaf nokkrar tegundir og held í hefðirnar. Það er svo notalegt að fá bökunarilminn um húsið. Jóla- lögin eru alltaf í spilun. Ég meira að segja laumast til að hlusta á þau í vinnunni því það er svo notalegt að hafa þau í bakgrunninum. Svo gott að hafa smá „jingle“ í eyrunum,“ segir Elín Marta sem er starfs- og námsráðgjafi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni fyrir blinda og sjónskerta. Þetta er krefjandi starf en hún segist finna sig í því að hjálpa öðrum. „Það reyndar tengir mig við jólin því mér finnst ofboðs- lega gaman að gefa gjafir. Ég ákveð mjög snemma hvað mig langar að gefa fjölskyldunni í jólagjöf. Við gefum gjafir hvert til annars upp í fermingaraldur.“ Heldur í gamlar hefðir Elín María á tvö börn og sambýlis- maður hennar átti tvö fyrir svo fjölskyldan er stór. „Það er alltaf mikil gleði hjá okkur um jólin þegar fjölskyldan hittist. „Amma mín bauð alltaf stórfjölskyldunni í heitt súkkulaði og kökur á jóladag sem var ákaflega skemmtilegt. Núna er hún orðin öldruð og komin á hjúkrunarheimili svo það er ekki lengur, því miður. Ég Jólaljósin eru ekki enn komin upp hjá fólki en Elín Marta hlakkar mikið til þegar skreytingarnar koma á húsin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Dætur Elínar Mörtu, Ásta Svanhild og Þórunn Edda, við jólatréð 2017. Við fallega jólahúsið á Akureyri í september síðastliðnum. Elín Marta þarf alltaf að kíkja á jólaandann í húsinu þegar hún á leið um Norðurland. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ hef reynt að bæta fyrir það og býð heim til mín nánustu fjölskyldu. Mér finnst notalegt að halda í gamlar hefðir. Við förum síðan í hangikjöt til foreldra minna. Ég var alin upp við svínabóg á aðfanga- dag en maðurinn minn er ekki fyrir hvítt kjöt þannig að við höfum sammælst um svína- hamborg- arhrygg í staðinn.“ Móðir Elínar Mörtu vildi hafa jóla- skrautið langt fram í janúar en dóttirin tekur allt niður á þrettándanum. Ástæðan er sú að Elín Marta á afmæli 18. janúar og hún skammaðist sín fyrir það að jólatré væri enn í stofunni þegar hún bauð vinum sínum í afmælisveislu. „Það var sérstaklega viðkvæmt á unglingsárunum,“ segir hún. „Hins vegar finn ég alltaf fyrir jólablús þegar jólaskrautið er tekið niður. Þegar ljósin fara verður allt svo dimmt. Ég reyni því að halda í hvítu perurnar sem lengst. Annað tilhlökkunarefni er þegar jóla- bækurnar streyma á markaðinn. Ég bíð eftir Bókatíðindunum,“ segir hún en viður- kennir að bók- lestur sé minni en hann var áður fyrr. „Ég bý alltaf til aðventudaga- tal sem ég opna síðan með börnunum og finnst dásamlegt þegar aðventan fer á fullt og jólasvein- arnir koma til byggða.“ Viðburður í jólahúsi Facebook-síðan Jólabörn ætlar að vera með viðburð 5. desember. „Við ætlum að koma saman í Jólahúsinu í Hafnarstræti og eiga skemmtilegt jólakvöld. Þeir sem eru meðlimir á síðunni og mæta á viðburðinn fá 15% afslátt af jólaskrauti þetta kvöld. Það verður mjög jólakósý og ég hlakka til að hitta allt þetta fólk sem hefur áhuga á síðunni minni, sjá framan í það og ræða saman. „Mér finnst mjög skemmtilegt að halda úti þessari síðu og væri til í að hún yrði mun virkari. Ég hvet meðlimi til að fara á fullt í jóla- skapinu og deila efni,“ segir Elín Marta. „Nóvember og desember eru dimmir og kaldir mánuðir og jólaskrautið og -ljósin eru fyrir mér ljósið í myrkrinu. Fólk er innilegra á þessum árstíma og maður fær fleiri knús. Fjölskyldur hittast og vinnustaðir gera eitthvað skemmti- legt. Jólin vekja upp góðar minn- ingar. Ég er mikil vetrarkona enda fædd í janúar. Þessi árstími hentar mér því mjög vel. Mér þykir gaman að fara út í snjóinn að leika með börnunum.“ Brugðið á jólaleik í Hyde Park í London í desember 2011. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 6 -B E 0 C 2 4 1 6 -B C D 0 2 4 1 6 -B B 9 4 2 4 1 6 -B A 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.