Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 30
Þar sem ég var í vinnunni rak ég augun í gyllta poka utan af kaffibaunum sem voru á leið í ruslið og datt í hug að nýta þá og búa til töskur úr þeim. Sigríður Inga Sigurðardóttir siggainga@gmail.com Birna Bjarnason leikskólakenn-ari segist ekki vera mikið fyrir handavinnu en hún hefur þó saumað fjöldann allan af fallegum, gylltum töskum úr kaffipokum. „Ég kann varla að þræða saumnál,“ svarar hún hlæjandi þegar hún er spurð út í hugmyndina á bak við töskurnar. „Ég hélt saumaklúbbs- gleði í desember fyrir nokkrum árum og átti að vera með pakka tilbúinn. Þannig er að við vin- konurnar förum saman í jólaspil á aðventunni, sem er nokkurs konar pakkaleikur. Við bjuggum sjálfar til þetta spil og höfum verið að selja það að gamni okkar fyrir jólin. Þetta er svona okkar ævin- týri. Allir eiga að koma með nokkra pakka sem eru settir á borðið og síðan hefst leikurinn. Skilyrðið er að í pakkanum leynist eitthvað handgert eða eitthvað sem hægt væri að borða. Þar sem ég var í vinnunni rak ég augun í gyllta poka utan af kaffibaunum sem voru á leið í ruslið og datt í hug að nýta þá og búa til töskur úr þeim,“ upplýsir Birna. „Ég kalla töskurnar gullpokana mína og hef gefið þær í afmælisgjafir og jólagjafir. Þær eru nær óslítandi og hægt að nota fyrir hvað sem er. Ein vinkona mín notar sína tösku t.d. sem sundtösku. Þótt ég sé ekki mikil handavinnukona finn ég mínar leiðir til að búa eitt- hvað til,“ bætir hún við. Birna þvær ekki kaffipokana áður en hún notar þá, heldur strýkur vandlega af þeim. „Ég vil ekki þvo pokana því það er svo góð lykt af kaffinu og ég vil að hún haldi sér. Ég sauma sex til átta poka saman í lengju og hef hálfan poka í botninum. Ég nota límband til að líma þessa hluta saman og síðan sauma ég pokana saman í venju- legri saumavél. Límbandið kroppa ég síðan af. Þetta er ótrúlega einfalt. Fyrst ég get gert þetta, geta allir gert þetta,“ segir Birna glaðlega. Rusl í jógúrtdós Spurð hvort hún hafi áhuga á endurvinnslu segir Birna að svo sé. „Á deildinni á leikskólanum þar sem ég vinn er allt rusl flokkað og við notum helst ekkert plast. Eftir vikuna er ekki meira óflokkað rusl en svo að það passar í eina jógúrt- dós, allt annað fer í endurvinnslu. Við plokkum líka rusl úti við og það vekur mikla lukku hjá börnunum. Þetta byrjar allt hjá börnunum, þau eru svo meðtækileg og elska þetta og hvetja vonandi foreldra sína áfram heima. Sjálf er ég dugleg að flokka rusl heima hjá mér en í raun snýst þetta líka um að minnka alla neyslu og huga vel að umhverfinu. Ég reyni að standa mig og geng t.d. í vinnuna á hverjum degi. Ég hef líka endurnýtt gömul sængurver og nota þau sem poka undir dósir. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir umhverfið með því að nota hugar- flugið,“ segir Birna. Ilmandi gullpokar og jólaspil Birna er leikskólakennari en á deildinni er allt rusl flokkað og helst ekkert plast notað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Jólaspilið hennar Birnu og vinkvenna hennar. Birna bjó til þessar skemmtilegu endurunnu töskur. Birna Bjarnason saumar nánast óslítandi töskur sem ilma af kaffi. Efniviðurinn er gylltir pokar und- an kaffibaunum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 6 -A A 4 C 2 4 1 6 -A 9 1 0 2 4 1 6 -A 7 D 4 2 4 1 6 -A 6 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.