Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2019, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 26.10.2019, Qupperneq 31
 L AU G A R DAG U R 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 Hallgrímskirkja Við prestarnir vitum að margir leita einhvers sem er djúptækt og persónulega gefandi í glundroða nútímans. Margir upplifa samskipti fólks sem yfirborðsleg og ekki nærandi en allir vilja jákvæða reynslu sem hvorki ógnar né spillir, heldur róar og kyrrir,“ segir séra Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hall- grímskirkju, um inntak kvöld- kirkjunnar sem haldin var í fyrsta sinn í fyrrakvöld, fimmtudaginn 24. október. Kvöldkirkjan er samvinnuverk- efni presta og starfsfólks Hall- grímskirkju og Dómkirkjunnar og verður fyrst um sinn haldin einu sinni í mánuði, fyrst í Hallgríms- kirkju og í Dómkirkjunni eftir áramót. „Þögn er áberandi einkenni kvöldkirkjunnar en orð hljóma á slökunarstundum og í íhugunum. Þau sem koma í kvöldkirkju ganga inn með kyrrlátum hætti og fólk talar um sín hversdagsmál utan kirkjunnar,“ segir séra Elínborg Sturludóttir í Dómkirkjunni. Stundum verður þó tónlistar- f lutningur í kvöldkirkjunni. „Eitt hljóðfæri verður stundum notað eða orðlaus söngur manns- raddar,“ útskýrir séra Sigurður Árni. „Fólk hefur frelsi til að vera það sjálft í hinu heilaga rými og mikill hreyfanleiki er stíll kvöld- kirkjunnar. Fólk situr ekki lengi, heldur rölta margir um kirkjuna í kyrrð og hlustar á sitt innra hvísl eða önnur hljóð rýmisins.“ Séra Elínborg segir suma dvelja lengi í kvöldkirkjunni og aðra stutt. „Mörgum hentar jafnvel að leggjast á kirkjubekki eða dýnur til að stilla sinn innri mann og tengja við tákn og hljóma kirkjunnar. Sumir kveikja á kerti til íhugunar eða sem bænakerti. Aðrir krjúpa einhvers staðar í kirkjunni.“ Tilfinningar í helgirými Sunnudagsmessur og kyrrðar- stundir dagkirkjunnar eru magn- aðar en höfða ekki til allra. „Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki sem finnur sig ekki í venjulegu helgihaldi dagkirkjunnar,“ segir séra Sigurður Árni. „Kvöldkirkjan er öðruvísi en venjulegu helgi- stundirnar sem fólk hefur áður upplifað. Hún er ekki á sunnu- dögum heldur á virkum degi og fólk er ekki bundið við kirkju- bekkina heldur hefur möguleika á að ganga um kirkjurýmið, setjast niður, færa sig og finna nýjan stað. Svo hefur fólk möguleika til að tjá sig og tilfinningar sínar, skila inn í helgirýmið spurningum, líka reiði og sekt, semsé túlka stóru lífsmálin og skila þeim til Guðs. Tilfinningarnar má líka setja á blað. Bænir eru tjáðar og iðkaðar með ýmsu óhefðbundnu móti í kvöldkirkjunni.“ Séra Elínborg segir kvöldkirkj- una reyna að gefa fólki gott næði. „Myndatökur eru til að mynda ekki heimilaðar því þær trufla bæði fólk sem sækir kirkjuna sem og f lytjendur,“ segir Elínborg og bæði hvetja þau sem flesta til að koma í kvöldkirkjuna. „Það er gott að fara í kvöld- kirkjuna í Hallgrímskirkju fyrst og svo geta menn farið á pöbbinn eða út að borða og líka komið við í kirkjunni á leið heim,“ segir séra Sigurður Árni. Dómkirkjuprestarnir Elín- borg Sturludóttir og Sveinn Valgeirsson og Hallgrímskirkju- prestarnir Irma Sjöfn Óskars- dóttir og Sigurður Árni Þórðarson, auk Grétars Einarssonar kirkju- varðar í Hallgrímskirkju, sjá um efni kvöldkirkjunnar sem verður í Hallgrímskirkju í tvö skipti enn í haust; fimmtudagana 21. nóvem- ber og 12. desember frá klukkan 17 til 21.30. Opna trúarheiminn að kvöldi Þeir sem koma í friðsælan faðm kvöldkirkjunnar í Hallgrímskirkju í vetur ganga inn í kyrrð og rökkvaða kirkju með kertaljósum. Næstu kvöldkirkjur verða opnar í nóvember og desember. Prestarnir Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Sveinn Valgeirsson, Elínborg Sturludóttir og Sigurður Árni Þórðarson sjá um kvöldkirkjuna, ásamt kirkjuverðinum Grétari Einarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KYNNINGARBLAÐ 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 6 -9 B 7 C 2 4 1 6 -9 A 4 0 2 4 1 6 -9 9 0 4 2 4 1 6 -9 7 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.