Fréttablaðið - 26.10.2019, Page 37
LAUSAR STÖÐUR Í MANNAUÐS- OG REKSTRARTEYMI
Verkefnastjóri fasteigna- og búnaðarmála
Verkefnastjóri fasteigna- og búnaðarmála tilheyrir mannauðs- og
rekstrarteymi og sinnir ráðgjöf við starfseiningar skóla- og
frístundasviðs og velferðarsviðs í Breiðholti. Verkefnastjóri annast
m.a. umsýslu og utanumhaldi með rekstri húsnæðis og veitir
stjórnendum ráðgjöf og upplýsingar varðandi stærri búnaðarkaup,
viðhald og rekstur fasteigna.
Mannauðsráðgjafi
Mannauðsráðgjafi tilheyrir mannauðs- og rekstrarteymi og sinnir
mannauðsþjónustu við starfseiningar velferðarsviðs og skóla- og
frístundasviðs í Breiðholti. Mannauðsráðgjafi veitir m.a.
stjórnendum stuðning og ráðgjöf, aðstoðar við ráðningar, sér um
fræðslumál og kemur að úrvinnslu starfsmannamála.
Nánari upplýsingar um störf í mannauðs- og rekstrarteymi veitir
Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri, sími 411 1300 eða
oskar.dyrmundur.olafsson@reykjavik.is
LAUSAR STÖÐUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDADEILD
Deildarstjóri grunnskólahluta
Deildarstjóri grunnskólahluta skóla- og frístundadeildar
hefur m.a. forystu í fagmálum grunnskóla, þ.e. þróun
starfshátta og skólastarfs í samræmi við menntastefnu og
aðrar áherslur og stefnur Reykjavíkurborgar, lög um
grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla. Deildarstjóri er
yfirmaður grunnskólastjóra í Breiðholti.
Deildarstjóri leikskólahluta
Deildarstjóri leikskólahluta skóla- og frístundadeildar hefur forystu í
fagmálum leikskóla, þ.e. þróun starfshátta og leikskólastarfs í
samræmi við menntastefnu og aðrar áherslur og stefnur
Reykjavíkurborgar, lög um leikskóla og aðalnámskrá leikskóla.
Deildarstjóri er yfirmaður leikskólastjóra í Breiðholti.
Nánari upplýsingar um störf í skóla- og frístundadeild veitir
Ragnheiður E. Stefánsdóttir mannauðsstjóri, sími 411 1111 eða
ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is
Hægt er að sækja um öll störfin og sjá nánari upplýsingar
um verkefni og hæfniskröfur á reykjavik.is/storf
Spennandi störf og
tækifæri í Breiðholti
Skóla- og frístundasvið og velferðarsvið
Reykjavíkurborgar hea sameiginlegt
þróunarverkefni í Breiðholti þar sem markmiðið er
að bæta þjónustu við börn, ungmenni og ölskyldur
þeirra. Þar verður lögð áhersla á að þétta samstarf
skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs.
BETRI BORG
FYRIR BÖRN
Stofnuð verður skóla- og frístundadeild sem starfar
innan þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Þjónustan
verður færð í auknum mæli í skólaumhverfi barna og
ungmenna með aðferðum snemmtækrar íhlutunar og
stuðningur við starfsfólk og stjórnendur verður nær
vettvangi. Skóla- og frístundadeild verður stýrt af
teymi þriggja sérfræðinga, einum í hverjum mála-
flokkanna, leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfs.
Í nýju mannauðs- og rekstrarteymi þjónustumiðstöðvar
verður unnið að mannauðsmálum, rekstri og umsýslu
með húsnæði allra starfseininga SFS og VEL í Breiðholti .
Lj
ós
m
yn
d:
R
ag
na
r T
h.
S
ig
ur
ðs
so
n
/ A
rc
tic
Im
ag
es
2
6
-1
0
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
6
-F
4
5
C
2
4
1
6
-F
3
2
0
2
4
1
6
-F
1
E
4
2
4
1
6
-F
0
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
8
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K