Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2019, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 26.10.2019, Qupperneq 57
Jóhanna og Hallgrímur voru gefin saman í hjónaband í Hallgrímskirkju 20. septem- ber árið 1969 eða fyrir fimmtíu árum. Á þeim tíma var ekki búið að taka núverandi kirkju í notkun heldur sögðu þau já-in sín í kirkjunni sem var í kórnum. Núna 50 árum síðar tóku tvö börn þeirra sig til og bjuggu til óvissudag fyrir foreldra sína sem byrjaði með heimsókn í spa og dekri. Foreldrarnir höfðu enga hug- mynd um hvað gert yrði en treystu börnum sínum fullkomlega. „Eftir veislumat í hádeginu var haldið af stað og farið upp á Skólavörðuholt og inn í anddyri kirkjunnar en þar beið þeirra skrýddur prestur. Þá fóru þau að hlæja og gerðu sér grein fyrir að heimsóknin í kirkjuna væri annað og meira en að kíkja í kirkjuna og minna á að í kórnum hefðu þau nú verið gift,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Hallgrímskirkju. „Gullhjónin, börnin þeirra, afkomendur og vinir kveiktu á kertum við kirkjuinngang. Presturinn spurði hvort þau vildu halda áfram að elska hvort annað og efla. Og þau sögðu já, já. Tár komu á hvarma allra sem voru viðstaddir og áður en yfir lauk var þetta orðin fimm klúta gleðivið- burður,“ segir hann. Jóhanna segir að þetta hafi verið skrítinn en stórskemmtilegur dagur sem kom þeim hjónum mikið á óvart. Þetta var óvissuferð hjá börnunum sem varð að dásam- legum degi. Þau voru búin að undirbúa daginn ótrúlega vel og allt gekk upp. „Barnabörnin sungu fyrir okkur en við eigum tvö börn, tengdabörn og fjögur barnabörn. Einnig var systir mannsins míns og dóttir hennar þarna. Mér fannst voða skrítið að sjá þær í kirkjunni og varð ekki síður undrandi þegar séra Sigurður birtist í fullum skrúða,“ segir Jóhanna og hlær. „Við hjónin vorum ekki með neinar svona hugleiðingar. Vinkona mín og maður hennar endurnýjuðu heitin á Flórída og við töluðum um hvað það væri sniðugt. Sennilega hafa börnin heyrt það úr því þau tóku upp á þessu. Ég mæli hundrað prósent með endurnýjun á heitinu, þetta var eins og brúðkaupsdagur, allt svo flott,“ segir hún. „Þegar við gengum inn í kirkjuna réttu barnabörnin mér brúðarvönd. Hann var nákvæm eftirlíking af brúðarvendinum sem ég bar á brúðkaupsdeginum fyrir fimmtíu árum. Einnig var brúðar- terta á borðum hjá dóttur minni eftir athöfnina í kirkjunni,“ segir Jóhanna en það voru ekki bara tár á hvörmum fjölskyldunnar þennan dag heldur einnig túrista sem voru að skoða kirkjuna. Hallgrímur Smári, var fyrsta barnið sem skírt var í nývígðri Hallgrímskirkju árið 1949. Þess vegna fékk hann Hallgrímsnafnið. Svo naut hann kirkjunnar þegar hann gekk í hjónaband. Jóhanna rifjaði upp daginn, við vígsluna og hló þegar minningarnar þyrluðust upp. „Það var dásamlegt að kveðja þau við kirkjudyrnar.“ Ótrúleg óvissuferð Börn Jóhönnu Bergmann og Hallgríms Smára Jónssonar komu þeim á óvart á gullbrúðkaupsdaginn þeirra. Jóhanna og Hallgrímur með séra Sigurði Árna í gullbrúðkaupinu sem varð að aldeilis skemmtilegum hamingjudegi þegar þau endurnýjuðu heitin. Kristný Rós Gústafsdóttir er djákni og verkefnastjóri í Hallgrímskirkju. Hún segir að starf kirkjunnar blómstri um þessar mundir. „Það er mjög góð þátttaka í öllu okkar starfi. Til dæmis eru margir af erlendu bergi brotnir sem koma til okkar á for- eldramorgna. Þar fær fólk stuðning og kynnist,“ segir Kristný. Hún segir að fermingarbörnin verði átján í ár sem er f leiri en í fyrra. „Starfið okkar er líf legt, lifandi og vel sótt.“ Hér má sjá fjölbreytta dagskrá sem er í boði í Hallgrímskirkju. Skemmtilegur sunnudaga- skóli alla sunnudaga Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín.“ Á sunnudögum kl. 11.00 er sunnudagaskóli fyrir alla krakka. Sunnudagaskólinn byrjar í messunni í kirkjunni og færist svo yfir í Suðursal kirkjunnar. Í sunnudagaskólanum er sungið, farið með bænir, Biblíusögur lesnar, brúður bregða á leik og fleira skemmtilegt á dagskrá. Eftir samveruna er messukaffi fyrir alla og föndur í boði fyrir börnin. Stjórnendur eru Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Krílasálmar skapa tengsl og örva ung börn og foreldra Krílasálmar eru í Hallgrímskirkju á þriðjudögum kl. 11.30-12.15. Krílasálmar eru tónlistarsamverur fyrir ung börn, 3-12 mánaða, og foreldra þeirra. Tónlist er notuð til að styrkja tengslin og örva börnin. Þar er leikið á yfirtónarík hljóð- færi, sálmar, íslensk þjóðlög og þekkt barnalög sungin. Með söng er börnunum vaggað og foreldrar dansa einnig til að veita börnum upplifun sem hefur góð áhrif á til- finninga- og hreyfiþroska þeirra. Engrar sérkunnáttu er þörf til að taka þátt og syngja með barninu sínu. Hvert námskeið tekur sex vikur og skráning er nauðsynleg: kristny@hallgrimskirkja.is. Stjórnendur eru Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Örkin og unglingarnir Unglingar í 8.-10. bekk funda með leiðtogum sínum í kjallara kirkj- unnar á þriðjudögum kl. 19.30- 21.30. Þar er ýmislegt brallað, t.d. kökuskreytingarkeppni, heimsókn í turninn, ísferð, hug- leiðingar lesnar og farið með bænir og margt f leira. Það er alltaf eitt- hvað skemmtilegt á dagskrá hvert þriðjudagskvöld. Allir unglingar í 8.-10. bekk eru velkomnir. Stjórnendur eru Kristný Rós Gústafsdóttir og Sigurður Óskar Óskarsson. Foreldramorgnar þar sem börn og fullorðnir hittast Foreldrar sem eru heima með börnin sín hafa færi á að hitta aðra foreldra og börn á foreldra- morgnum. Samveran hæfir litla fólkinu og er í kórkjallara kirkjunnar á miðvikudögum kl. 10-12. Leikföng og teppi eru til staðar fyrir börnin og í lok hverrar samveru er söngstund með krílunum. Foreldramorgnar þjóna bæði fullorðnum og börnum. Stjórnendur eru Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. Fermingarfræðslan fjöl- breytileg og skemmtileg Alla miðvikudaga eftir skóla hittast fermingarungmenni og ræða málin við Kristnýju Rós djákna og prestana Irmu Sjöfn og Sigurð Árna. Fermingarungmennin og for- ráðafólk hittast reglulega yfir veturinn og taka þátt í messum og fræðslu, m.a. með því að vera messuþjónar. Ekki er búið að loka fyrir fermingarskráningu og það er hægt að hafa samband við skrifstofu kirkjunnar vegna nýskráningar. Jólin hans Hallgríms Sýningin „Jólin hans Hallgríms“ verður opnuð í Hallgrímskirkju mánudaginn 25. nóvember og stendur til jóla. Sýningin er fyrir börn á öllum aldri. Í fimmta sinn býður Hallgrímskirkja leikskóla- og grunnskólabörnum í Reykjavík og nágrenni að koma í heimsókn í Hallgrímskirkju í aðdraganda jólanna. Í heimsókninni er sagt frá því hvernig jólin voru fyrir 400 árum á Íslandi. Verkefnið hefur mælst vel fyrir og fengið góð við- brögð en í fyrra komu rúmlega þúsund börn í heimsókn. Í heimsókninni fá börnin stutta endursögn úr bókinni Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur með myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar. Bókin segir frá undirbúningi jólanna hjá drengnum Hallgrími Péturs- syni og fjölskyldu hans. Börnin fá einnig frjálsa stund í baðstofunni sem hefur verið komið fyrir, þar geta þau leikið sér með leggi og skeljar, litað mynd og föndrað. Sýningin „Jólin hans Hallgríms“ var jólasýning Þjóðminjasafnsins árið 2014. Tekið verður á móti heimsókn- um virka daga frá 25. nóvember til jóla frá kl. 9-14. Hver heimsókn tekur um klukkustund. Hópar geta bókað heimsókn með því að senda tölvupóst á netfangið kristny@ hallgrimskirkja.is. Líflegt starf fyrir alla fjölskylduna Mjög margt er í boði fyrir allan aldur í Hallgrímskirkju. Lifandi starf fyrir alla fjölskylduna. Nú er byrjað að bóka heimsóknir fyrir börn á Jólin hans Hallgríms sem verða á aðventunni í kirkjunni. Kristný Rós, djákni og verkefnastjóri, sér um lifandi og skemmtilegt starf í Hallgrímskirkju. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Klais-orgelið í Hallgríms-kirkju vekur gjarnan athygli þeirra sem kirkjuna sækja, jafnt heimafólks sem ferðalanga, enda er það 15 metra hátt, 25 tonn að þyngd og pípurnar telja 5.275. Það er svo sannarlega voldugt og kraftmikið. Auk þess að vera notað við helgihaldið í Hallgríms- kirkju er þetta magnaða hljóðfæri einnig talsvert mikið notað við hvers konar tónleikahald. Yfir sumartímann stendur Listvina- félag Hallgrímskirkju meðal annars fyrir Alþjóðlegu orgelsumri þar sem organistar hvaðanæva úr heiminum koma og spila í hverri viku, samtals um 40 tónleika yfir sumarið. Yfir vetrartímann eru kyrrðar- stundir í hádeginu á fimmtudögum þar sem fara saman ljúfir tónar orgelsins og bænir og hugleiðing frá prestunum. Í lok hverrar kyrrðar- stundar safnast kirkjugestir í súpu í Suðursal kirkjunnar og eiga þar notalega stund saman. Fyrsta laugardag í hverjum mánuði er hins vegar kröftugri orgelleikur í hádeginu því þá er Orgel Matinée, sem er ákveðin tegund orgeltónleika. Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgríms- kirkju, leikur þar verk eftir Bach og fleiri í samræmi við kirkjuárið. Orgel Matinée og kyrrðarstundir eru ókeypis viðburðir í Hallgríms- kirkju og allir eru velkomnir. Áhrifaríkir tónar Orgelið í Hall- grímskirkju er einstaklega vandaður og fallegur gripur og sendir frá sér áhrifamikla orgeltóna. KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 HALLGRÍMSKIRKJA 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 6 -9 6 8 C 2 4 1 6 -9 5 5 0 2 4 1 6 -9 4 1 4 2 4 1 6 -9 2 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.