Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 58
Næsti stóri við­ burðurinn okkar er 10. nóvember klukkan 17, en þá verður Schola Cantorum með a capp­ ella tónleika sem nefnast In paradisum. Sorgin er þó ekki sjúkdómur, hún er hluti af lífinu og er jafnan tákn um heilbrigðar tilfinningar. Til að takast á við þessar tilfinningar, ræða þær og heyra sögur annarra verða sam- verustundir í Hallgrímskirkju í nóvember undir yfirskriftinni „Sorg, samtal og kyrrð“. Samverustundirnar eru opnar fyrir alla og hefjast klukkan 17.00 í Norðursal kirkjunnar með stuttu inngangserindi sem er í höndum presta sem hafa mikla reynslu af starfi meðal syrgjenda. Eftir erindin verður boðið til samtals þar sem hægt er að spyrja spurn- inga, deila reynslu eða þiggja góð ráð á ferðinni um veg sorgarinnar en fyrirlesararnir leiða samtalið. Að því loknu er boðið upp á að ganga inn í kirkjuna. Þar endum við samverustundina við ljós- bera kirkjunnar með stuttri íhugun sem verður í umsjá presta og djákna Hallgrímskirkju. Að endingu er boðið upp á að tendra ljós í minningu þeirra sem látin eru. Að sögn séra Irmu Sjafnar Óskarsdóttur, prests í Hallgríms- kirkju, var boðið upp á sams konar sorgarstarf í fyrra og tókst vel til. „Við kjósum að bjóða upp á slíkt starf í kjölfar allraheilagra- messu. Sá dagur er minningar- Sorg, samtal og kyrrðarstund Þau sem misst hafa einhvern nákominn þekkja af eigin raun söknuð og sorg. Það má segja að sorgin sé eins og sársauki sem kemur þegar við missum einhvern sem við elskum. Séra Irma Sjöfn segir sorgina vera hluta af lífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Dagskrá samverustundanna er eftirfarandi: n 6. nóvember Dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestar í Hallgrímskirkju, fjalla um efnið „Sorgin – heilög jörð“. n 13. nóvember Sr. Sigfús Kristjánsson, prestur og verkefnastjóri á Biskups- stofu, fjallar um „Áföll, sorg, bjargráð og sköpun“. n 20. nóvember Sr. Sigrún Óskarsdóttir, prestur og starfsmaður Útfararstofu kirkjugarðanna, flytur erindið „Jólin koma – koma jólin? – sorg í nálægð jóla“. n 27. nóvember Dr. Guðlaug Helga Ásgeirs- dóttir sjúkrahúsprestur fjallar um efnið „Í nærveru dauðans“. dagur þeirra sem kvatt hafa og í mörgum kirkjum eru guðsþjón- ustur á þessum degi helgaðar minningu látinna. Einnig er þetta tími þar sem við finnum aðventu og jól nálgast í vetrarmyrkrinu. Jólatíminn er syrgjendum oft þungbær, söknuðurinn verður dýpri og missirinn sárari og því gott að undirbúa þennan tíma vel. Sorgarferli er eins og vegferð og samtalið okkar og samveran í Hallgrímskirkju er tilboð um stað til að staldra við á þessari veg- ferð,“ segir séra Irma Sjöfn. Listvinafélag Hallgrímskirkju var stofnað haustið 1982 og hefur það markmið að efla listalíf við Hallgrímskirkju og skipuleggja metnaðarfulla og vandaða listviðburði í kirkjunni sem fylla kirkjuna lífi og list. „Félagið skipuleggur tónleika og setur upp myndlistarsýningar í anddyri kirkjunnar,“ segir Pétur Oddbergur, nýr verkefnastjóri Listvinafélags Hallgrímskirkju. „Við höldum fjórar listasýningar á ári, en á þriggja mánaða fresti opnar nýr listamaður sýningu hjá okkur og fær þá að sýna næstu þrjá mánuði. Svo höldum við tæplega 60 tónleika á ári hverju,“ segir Pétur. „Í sumar vorum við með Kirkju- listahátíð sem stóð í tíu daga og á hverjum degi voru tónleikar og aðrir listviðburðir. Í framhaldi af Kirkjulistahátíð tók við Alþjóðlegt orgelsumar og þá vorum við með ferna tónleika á viku í tvo mánuði, þannig að umfangið var gríðarlegt. Það er ókeypis aðgangur að listasýningunum okkar í and- dyri kirkjunnar, en það fer eftir verkefnum hvort það kostar á tón- leika,“ segir Pétur. Stórir viðburðir fram undan „Það er mjög mikil vinna lögð í skipulag og undirbúning við- burðanna í Hallgrímskirkju og að undanförnu hefur farið fram skipulag á viðburðum næsta árs, sem er 38. starfsár félagsins,“ segir Pétur. „Á næstu vikum eru ýmsir spennandi viðburðir fram undan og þemað í þeim er trúarlegt, við leggjum áherslu á að hafa dag- skrána fjölbreytta en um leið þurfa verkefni að vera áhugaverð og listrænt spennandi til að komast á dagskrá Hallgrímskirkju. Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson hafa byggt upp gríðarlega vandað og flott starf í Listvinafélaginu og því er mikill heiður fyrir mig að starfa hjá þessu metnaðarfulla félagi. Á næstunni munum við flytja þekkt og vandað verk, óratoríuna Messías eftir Händel sem flutt verður 7. desember kl. 18 og 8. des- ember kl. 16,“ segir Pétur. „Verkið verður flutt af Mótettukórnum ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju, einsöngvurum og Herði Áskelssyni stjórnanda. Miðasala er í fullum gangi á midi. is og í kirkjunni frá kl. 9-17 á hverjum degi fram að tónleikum. Svo stöndum við fyrir tónleik- unum Hátíðarhljómar, Hátíðar- tónlist fyrir tvo trompeta og orgel, bæði 30. desember og á gamlárskvöld. Tónleikarnir eru nú haldnir í 27. sinn,“ segir Pétur. „Þar að auki verður Schola Cantorum með glæsilega tónleika í vetur. Það verða ókeypis jólatónleikar 15. desember, en þar verður boðið upp á dagskrá með íslenskum jólalögum og latneskum mót- ettum frá endurreisnartímanum og tónleikunum verður útvarpað á RÚV. Ríkisútvarpið valdi Schola cantorum sem fulltrúa Íslands á jólatónleikaröð sem Samband evrópskra útvarpsstöðva (EBU) sendir út á þriðja sunnudegi í aðventu frá morgni til kvölds. Það verða einnig hádegisjólatónleikar 20. desember með Schola Cant- orum kl. 12.00.“ Þétt dagskrá fram undan „Næsti stóri viðburðurinn okkar er 10. nóvember klukkan 17, en þá verður Schola Cantorum með a cappella tónleika sem nefnast In paradisum, en tónleikarnir eru hluti af allraheilagramessu,“ segir Pétur. „Það er hægt að fá miða á tónleikana á tix.is og þeir verða líka fáanlegir í miðasölu kirkjunn- ar klukkustund fyrir tónleikana. Svo erum við í samstarfi við Listaháskólann og 16. nóvember klukkan 14 ætla nemendur skólans að koma fram á ókeypis tónleikum hjá okkur,“ segir Pétur. Í desember er náttúrulega tölu- vert þétt dagskrá og strax fyrsta sunnudag í aðventu verður opnuð ný myndlistarsýning í anddyrinu,“ segir Pétur. „Eftir messu, kl. 12.15, opnar Guðrún Tryggvadóttir sýningu sína. Það er margt f leira fram undan og við hvetjum fólk til að kynna sér dagskrána á vefsíðum Listvina- félagsins og Hallgrímskirkju,“ segir Pétur. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í Listvinafélag Hallgrímskirkju geta gert það á vef félagsins, www.list- vinafelag.is Margt að gerast í kirkjunni Listvinafélag Hallgrímskirkju sér um að skipuleggja og setja upp alls kyns tónleika og sýningar í Hallgrímskirkju. Margir spennandi viðburðir eru á dagskrá það sem eftir lifir árs og á því næsta. Pétur segir að félagið haldi tæplega 60 tónleika á ári og það séu fáar kirkjur sem bjóða upp á jafn öfluga dagskrá og Hallgrímskirkja.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHALLGRÍMSKIRKJA 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 6 -9 B 7 C 2 4 1 6 -9 A 4 0 2 4 1 6 -9 9 0 4 2 4 1 6 -9 7 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.