Fréttablaðið - 26.10.2019, Side 72

Fréttablaðið - 26.10.2019, Side 72
Rakel Líf Jonathansdóttir er  átta ára en verður níu ára í nóvember. Það skemmtilegasta sem hún gerir á heimilinu er að baka. Rakel Líf,  í  hvaða skóla ertu og hvert er eftirlætisfagið þitt? Ég er í Salaskóla og mér finnst skemmti- legast að vera í smiðjum. Hvernig leikur þú þér helst í frí- mínútunum? Ég reyni alltaf að gera eitthvað nýtt en mér finnst gaman að róla og leika mér í hreystibraut- inni sem er á skólalóðinni. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á heimilinu? Ég hjálpa stund- um til við að elda mat en mér finnst skemmtilegast að baka. Hefur þú einhvern tíma orðið hrædd? Já, ég er stundum smá hrædd við dýr. Hver eru helstu áhugamálin þín? Ég er að æfa fimleika í Gerplu og svo finnst mér gaman að syngja. Líka að teikna og mála. Áttu þér eitthvert uppáhaldslag? Já, Draumar geta ræst sem Jón Jóns- son syngur, það er uppáhaldslagið mitt. Hver er besta bók sem þú hefur lesið? Bókin Verstu börn í heimi, 1 og 2. En uppáhalds tölvuleikurinn? Ég man ekki eftir neinu sérstöku nafni en ég leik mér aðallega í símanum mínum ef ég er að spila tölvuleiki. Áttu þér eftirlætisstað á Íslandi, annan en hverfið þitt? Mér finnst skemmtilegt að vera á Akureyri, Egilsstaðir eru líka í uppáhaldi af því afi og amma eiga heima þar og svo er gaman að fara til Vestmanna- eyja. Hefur þú farið til útlanda? Ég hef komið til Danmerkur og það var mjög gaman. Ég fékk að fara í Tívolí og prófa öll tækin! Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða mjög góð í fimleikum.  Draumar geta ræst er uppáhaldslagið Rakel Líf langar að verða mjög góð í fimleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR  Nornaþraut Hér eru níu nornir fljúgandi á kústum. Hvaða tvær myndir eru eins? 1. Hvað er það sem gengur án afláts en kemst aldrei til dyra? 2. Kringlótt eins og kaka, svört eins og moldin en með langt skott. Hvað er það? 3. Í hvaða mánuði borða menn minnst? 4. Hvað eru mörg manna- og bæjarnöfn á vasahníf? Gátur  Svör 1: Klukkan. 2: Steikarpanna. 3: Febrúar, hann er stystur. 4: Oddur, Hjalti, Skafti, Bakki, Kinn, Egg ÉG REYNI ALLTAF AÐ GERA EITTHVAÐ NÝTT EN MÉR FINNST GAMAN AÐ RÓLA OG LEIKA MÉR Í HREYSTI- BRAUTINNI SEM ER Á SKÓLA- LÓÐINNI. „Jæja já, tölusúpa,“ sagði Kata og virtist ekki vera par hrifin. „Hvað eigum við að gera við þessa tölusúpu?“ Lísaloppa las leiðbeiningarnar. „Við eigum að byrja á bláu tölunni tveir og með því að fylgja bara sléttum tölum lóðrétt og lárétt, finna leið upp á töluna 4 á toppi teningsins.“ „Sléttar tölur og oddatölur, það kann ég,“ sagði Kata hróðug. „Eru annars 2,4,6 og 8 ekki sléttar tölur?“ „Jú,“ sagði Lísaloppa. „Þá vindum við okkur bara í þetta,“ sagði Kata ákveðin. „Ekki eftir neinu að bíða.“ Konráð á ferð og flugi og félagar 375 Getur þú fundið leiðina í gegnum talnateninginn ?? ? 4 2 8 6 7 2 4 6 7 2 3 6 8 7 7 5 6 4 7 8 4 2 5 2 2 4 2 4 2 5 2 1 5 3 7 6 7 6 8 5 6 4 8 6 3 2 9 4 8 4 7 2 1 8 7 2 4 8 3 2 4 7 5 8 4 5 2 6 6 2 4 8 2 6 2 7 2 5 2 1 2 6 2 7 1 4 5 8 1 3 6 4 2 5 4 6 2 8 9 4 8 4 2 6 7 3 9 2 4 7 5 2 1 2 1 5 3 4 8 6 8 1 6 4 3 6 4 7 6 2 7 2 2 6 2 7 8 3 2 8 2 1 5 6 ? ? 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 6 -9 6 8 C 2 4 1 6 -9 5 5 0 2 4 1 6 -9 4 1 4 2 4 1 6 -9 2 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.