Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 2

Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 2
Jafnvel þótt notuð sé hin gallaða greining sérfræðings stefn- anda [Jóhanns Helgasonar] þá stendur eftir sú staðreynd að hver þau smávægilegu líkindi sem eru milli lag- anna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verkum. Lögmenn Universal og Warner Veður Suðvestan 3-10 m/s, hvassast NV-til. Rigning eða súld á köflum, en þurrt að kalla á A-verðu landinu. Hiti víða 2 til 7 stig. SJÁ SÍÐU 28 Hafró leggst gegn loðnuveiðum VIÐSKIPTI „Ég er búinn að fara yfir þetta með lögmanni og ætla ekki að borga,“ segir eigandi fyrirtækis í Reykjavík sem féll í gildru óprútt- inna aðila og svaraði svikabréfi. Fyrirtækjaeigandinn, sem vildi alls ekki láta nafns síns getið, segir að hann hafi talið að bréfið væri tengt viðskiptum við birgja í Þýskalandi. Bréfið er frá V-R-E í Þýskalandi sem biður um skráningu í óljósum tengslum við evrópsk persónu- verndarlög. Í smáa letrinu kemur í ljós að með því að svara er fyrirtækið skuldbundið til að greiða 711 evrur, nærri 100 þúsund krónur, árlega í þrjú ár. Í svari við fyrirspurn Frétta- blaðsins segir V-R-E að fyrirtæki fái í staðinn skráningu á vefnum v-r-e.eu. Líkt og greint var frá í blaðinu í gær fékk fyrirtækið reikning og ítrekun frá V-R-E og taldi eigandinn best að borga til að reikningurinn færi ekki í innheimtu. Eigandanum hefur nú snúist hugur. „Þetta eru háar fjár- hæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, kann- ast við bréf af þessu tagi. „Þetta er augljóslega þjónusta sem fyrirtæki þurfa ekki á að halda og við ráðum félagsmönnum okkar eindregið frá því að þiggja þessi boð,“ segir hann. Segir hann félagið ávallt tilbúið að ráðleggja fyrirtækjaeigendum sem eru í vafa um hvernig eigi að svara svona bréfum, en hæpið sé að gengið verði á eftir greiðslum, gangi fólk í gildruna og skrifi undir. – ab Ætlar ekki að borga Við ráðum félags- mönnum okkar eindregið frá því að þiggja þessi boð. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN TIL ALBIR 12. - 19. NÓV. VERÐ FRÁ 86.900 KR. SKOÐAÐU TILBOÐIN Á UU.IS NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS SÓL DÓMSMÁL Niðurstöðum tónlistar- fræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt í skýrslum lögmanna og tónlistar- fræðings fyrirtækjanna sem stefnt er í lagastuldarmálinu. Segja lögmennirnir Barry U. Slot- nick, Tal E. Dickstein og Ava Badiee að andsvör Jóhanns við áliti tón- listarfræðings sem starfar fyrir þá byggja á sérfræðiskýrslum sem séu afar hlutdrægar, óáreiðanlegar og órökstuddar. Þess vegna eigi ekki að taka mark á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð þeirra sem lögð hefur verið fyrir dómstólinn í Los Angeles. „Jafnvel þótt notuð sé hin gall- aða greining sérfræðings stefnanda [Jóhanns] þá stendur eftir sú stað- reynd að hver þau smávægilegu lík- indi sem eru milli laganna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verk- um,“ segja lögmennirnir. Jafnvel séu meiri líkindi milli You Raise Me Up og þessara eldri verka en milli You Raise Me Up og Söknuðar. Tónlistarfræðingur Universal og Warner, Lawrence Ferrara, segist í 82 síðna nýrri greinargerð sinni hafa yfirfarið greinargerð Judith Finell. Skoðun hans á málinu sé óbreytt. „Það er ekkert sem styður þá full- yrðingu að tónfræðilegir þættir sem eru til staðar í You Raise Me Up séu teknir úr Söknuði,“ segir Ferrara. Margvíslegir gallar séu á vinnu- brögðum Judith Finell. Hún mis- túlki aðferðafræði og greiningar hans sjálfs. „Þegar þeir tónfræðilegu þættir sem um ræðir eru skildir frá eru líkindin sem eftir standa milli Söknuðar og You Raise Me Up óveruleg, slitrótt og smávægileg,“ segir í niðurstöðu Larwrence. Þess má geta að höfundar You Raise Me Up; norski lagasmiðurinn Rolf Løvland og írski textahöf- undurinn Brendan Graham, hafa enn sem komið er hvorugur tilnefnt lögmann fyrir sína hönd við dóm- stólinn í Los Angeles. Samkvæmt dagskrá mun dómar- inn ákveða í desember hvort orðið verður við kröfu lögmanna Univer- sal og Warner um frávísun máls- ins eða hvort það verður tekið til áframhaldandi meðferðar. Haldi málið áfram má búast við að skip- aður verði kviðdómur til að skera úr um ágreininginn. gar@frettabladid.is Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. Jóhann mætir harðri mótspyrnu í málaferlunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Rannsóknarskipið Árni Friðriksson RE-200 lá í Reykjavíkurhöfn í gær eftir rannsóknir sunnan og vestan við landið. Niðurstöðurnar eru þær að Hafrannsóknastofnun ráðleggur engar loðnuveiðar á vertíðinni. Stofninn verður aftur mældur í janúar og febrúar á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KJARAMÁL Mikill meirihluti, 83,2 prósent, blaðamanna g reiddi atk væði með vinnustöðvun í atkvæðagreiðslu sem fram fór í gær. 131 af 211 félagsmönnum sem vinna hjá fjölmiðlum innan Sam- taka atvinnulífsins greiddi atkvæði, eða 62,1 prósent. Samþykktar voru stigmagnandi aðgerðir út nóvembermánuð. Þann 8., 15. og 22. verður vinna stöðvuð á netmiðlunum frettabladid.is, vis- ir. is, ruv.is og mbl.is. Fimmtudaginn 28. nóvember verður vinnustöðvun á prentmiðlum Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Blaðamenn, sem ekki hafa farið í verkfall í 40 ár, hafa verið samnings- lausir síðan um áramót. Viðræðum hefur ekki verið slitið en ekkert hefur miðað í þeim. Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélagsins, fagnaði afgerandi stuðningi við aðgerðir. – khg Blaðamenn samþykktu vinnustöðvun 3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 0 -7 4 1 4 2 4 2 0 -7 2 D 8 2 4 2 0 -7 1 9 C 2 4 2 0 -7 0 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.