Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 54

Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 54
Kjarninn í þeim ágæta undirf lokki hryll-i n g s m y n d a n n a sem kenndur er við „slasher“ er einfald-lega sá að einhvers konar illfygli í mannsmynd fargar lánlausu fólki á færibandi. Oftast nær notast óféti þessi við eggvopn af ýmsum gerðum og þá jafnan í stærri kantinum. Alfred Hitchcock opnaði þessari manngerð, ef yfirleitt er hægt að kenna þessa gaura við mennsku, leið inn í kvikmyndirnar með Psycho árið 1960 þegar hann kynnti búrhnífinn til sögunnar sem hand- hægt morðvopn. Hitchcock fékk hinum mjög svo ödipusardulda Norman Bates hnífinn í hendur en sá átti til að umturnast í morðóða móður sína ef konur hættu sér í sturtu í undir hans þaki. Blóðlaust í 18 ár Þótt Psycho hafi slegið hressilega í gegn og aflað Hitchcock meira fjár og athygli en önnur meistaraverk hans náðu búrhnífamorðingjar ekki almennilegri fótfestu í kvikmynd- um fyrr en átján árum síðar þegar John Carpenter trommaði upp með Michael Myers í Halloween. Halloween hefst á hrekkjavöku, að sjálfsögðu, þar sem Michael litli Myers, uppáklæddur í trúða- búning með grímu, tekur alveg upp úr þurru upp á því að myrða stóru systur sína með búrhníf skömmu eftir að hún hefur lokið ástarleik með kærastanum sínum. Eftir það segir fátt af Michael sem elst upp á geðsjúkrahúsi undir hand- leiðslu læknisins Sam Loomis. Eftir fimmtán ár í þögn fer honum að leiðast þófið og aðfaranótt Hrekkja- vöku strýkur hann og heldur heim til Haddonfield og byrjar að gera að ungmennum eins og honum einum er lagið á þessu annars bráðskemmti- lega kvöldi sem halloween er. Illskan uppmáluð og tær Þegar Carpenter kynnir Michael til leiks virðist hann í fyrstu vera sálsjúkur morðingi en síðar kemur í ljós að eitthvað meira er að og Loomis verður sannfærður um að skjólstæðingur hans sé hvorki meira né minna en tær illska. Michael verður þannig ættfaðir hersingar seinni tíma hryllings- myndaskrímsla þar sem fossar blóð í hans slóð þar sem hann röltir, ískyggilega rólegur og gersamlega ódrepandi, með tilheyrandi glund- roða og örvinglan. Þótt Michael Myers sé sjálfur, þrátt fyrir allt, hógværðin upp- máluð er þetta dagurinn hans þannig að hann má vera dálítið frekur til fjörsins þannig að þeim sem vilja minnast hans er bent sér- staklega á þrjár bestu, áhugaverð- ustu eða í það minnsta skemmti- legustu myndirnar úr hinum langa og brokkgenga myndabálki sem kenndur er við hrekkjavökuna. Gleðilega hrekkjavöku! toti@frettabladid.is Michael Myers kemur í kvöld! Hrekkjavökumorðinginn Michael Myers hefur stungið slægt og flakað barn- fóstrur, vandræðaunglinga og í raun bara hvern sem er þegar hann bregður undir sig betri fætinum sem gerist einmitt einna helst að kvöldi á hrekkjavökunni. Halloween | 2018 Eftir að hafa mátt myrða sig í gegnum haug af misvondum framhaldsmyndum tók Michael Myers, með aðkomu Carpenters, hressilegan fjörkipp í fyrra með alveg öldungisgóðu og enn einu lokauppgjöri við Jamie Lee Curtis í hlutverki Laurie, litlu systurinnar sem hann bara getur ómögulega í hel komið. Í þessari nýjustu Halloween- mynd, sem óhætt er að mæla með, er látið sem fyrri framhalds- myndir séu ekki til og hún er því, eins og reyndar Halloween II, beint framhald af Halloween frá 1978. Fjörutíu ár eru liðin frá því að Laurie slapp undan hnífslögum Michaels en þegar hann kemur til þess að ljúka ódæðisverkinu snúast hlutverkin við og gerand- inn verður þolandi þar sem Laurie er við öllu búin. Curtis segir sjálf að líta megi á þessa mynd sem #MeToo-bylt- ingu þeirra sem hafa mátt þola ofsóknir og gróft ofbeldi skrímsla af sauðahúsi Michaels. Mikið til í því og að þessu sinni svífur óvenju ferskur femínískur andi yfir Haddon field. Halloween | 1978 Michael byrjar feril sinn sem hryllingsfígúra í skúmaskotum smábæjarins Haddonfield þar sem hann beitir búrhnífnum á unglinga, barnfóstrur og kærasta þeirra, af umtalsverðri einurð og festu. Hin dyggðum prýdda Laurie Strode er sú eina sem kemst lif- andi frá þeim þessum hildarleik. Jamie Lee Curtis öðlaðist heims- frægð fyrir hlutverkið sem var því dýra verði keypt að hún hefur aldrei losnað almennilega við Michael síðan. Hún varð vegna óvæntra vin- sælda myndarinnar útnefnd „öskurdrottning“ áttunda ára- tugarins og lék í nokkrum fjölda hryllingsmynda og átti það að vísu ekki langt að sækja þar sem móðir hennar, Janet Leigh, lék hina ólán- sömu Marion Crane sem ögraði Norman Bates með því að skella sér í heitt steypibað í Psycho. Halloween II | 1981 Vinsældir Halloween urðu til þess að John Carpenter og meðhöfund- ur hans, Debra Hill, voru nánast þvinguð til þess að gera fram- haldsmynd. Carpenter kom sér þó undan því að leikstýra myndinni og það kom í hlut Ricks Rosenthal. Carpenter og Hill skrifuðu hins vegar handritið og mótuðu um leið framhaldsmyndaformúluna í hryllingsdeildinni og þá ófrá- víkjanlegu reglu að í næstu mynd eru fleiri drepnir og drápin eru ógeðslegri. Halloween II stendur þeirri fyrstu langt að baki en er samt lúmskt skemmtileg og ágætis tilbreyting fólgin í því að í henni reynir á frumleika Michaels þegar hann þarf, formsins vegna, að spara búrhnífinn góða og nota ýmis morðtól önnur. Til dæmis heitan pott og fínlegan skurð- stofuhníf. Framhaldsmyndin hefst á ná- kvæmlega sama stað og Hallo- ween lauk þegar Michael stendur upp og lætur sig hverfa eftir að læknirinn hans hafði dælt í hann byssukúlum. Í djöfulgangi þessarar myndar kemur í ljós að Laurie er systir Michaels sem kann að skýra ein- beittan áhuga hans á því að drepa hana. 3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍÓ 3 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 0 -9 B 9 4 2 4 2 0 -9 A 5 8 2 4 2 0 -9 9 1 C 2 4 2 0 -9 7 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.