Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 8
50 prósent deyja þegar
annað fólk er nálægt en
skiptir sér ekki af.
Café
AUSTURSTRÆTI
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
LAUGAVEGI
AKUREYRI
VESTMANNAEYJUM
Komdu í kaff i
FR AKKL AND 612 heimilislausir
Frakkar létust árið 2018 samkvæmt
góðgerðarsamtökunum Morts de la
Ruse, sem skrásett hafa dauðsföllin
á undanförnum árum. Árið 2017
létust 511 og er þetta mesta fjölgun
sem mælst hefur á milli ára. Hér er
einungis um staðfest tilvik að ræða
en heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi
telja að tölurnar séu mun hærri.
„Að eiga heimili er lífsnauð-
synlegt,“ segir í tilkynningu sam-
takanna. „Við sjáum glögglega
hvaða áhrif það hefur á fólk að búa
á götunni, bæði andlega og líkam-
lega. Þegar fólk hefur búið lengi á
götunni verður erfitt eða jafnvel
ómögulegt að aðlagast venjulegu
heimilishaldi að nýju.“
Mikil fjölgun
dauðsfalla
heimilislausra
Heimilislaus maður á götum
Parísar borgar. NORDICPHOTOS/GETTY
Samtökin hafa greint þessar
tölur enn frekar. Um 30 prósent
heimilislausra Frakka þjást af
alkóhólisma eða fíkn og stór hluti
þeirra af öðrum veikindum eða
fötlunum. Sjálfsvígstíðni er einnig
mun hærri en hjá öðrum.
Lífslíkur heimilislausra karla eru
aðeins tæp 49 ár, á meðan heildar-
meðaltalið í Frakklandi eru 82 ár.
Karlar eru mikill meirihluti heim-
ilislausra, 90 prósent. Á síðasta
ári létust 13 heimilislaus börn. 50
prósent heimilislausra eru innflytj-
endur og 50 prósent deyja þegar
annað fólk er nálægt en skiptir sér
ekki af.
Eitt af kosningaloforðum Emm-
anuel Macron fyrir forsetakosning-
arnar árið 2017 var að allir Frakkar
fengju þak yfir höfuðið. Það hefur
ekki enn gengið eftir en Morts de
la Ruse beita sér fyrir að öll úrræði
verði nýtt, bæði neyðarsk ýli,
skammtímahúsnæði og úrræði til
lengri tíma. – khg
JAPAN Shigeru Miyamoto, höf-
undur tölvuleikjanna vinsælu um
Maríóbræður, verður heiðraður af
ríkisstjórn Japans á sunnudag, 3.
nóvember, fyrir framlag hans til
menningarinnar en það er einmitt
svokallaður menningardagur lands-
ins.
Miyamoto, sem er 66 ára, er goð-
sögn í tölvuleikjaiðnaðinum, sem
hefur vaxið mikið á undanförnum
árum og veltir meira en aðrar afþrey-
ingargreinar, svo sem kvikmyndir og
tónlist. Hann hóf feril sinn hjá Nin-
tendo árið 1977 og hannaði meðal
annars hinn geysivinsæla spilakassa-
leik Donkey Kong árið 1981.
Árið 1984 varð Miyamoto fram-
kvæmdastjóri hönnunar hjá Nin-
tendo, staða sem hann gegndi allt til
ársins 2015 og starfar hann enn þá
hjá fyrirtækinu. Þegar fyrsta heima-
leikjatölva fyrirtækisins, NES, sló í
gegn árið 1986 var það að miklu leyti
leikjum Miyamoto að þakka, Super
Mario Bros og The Legend of Zelda.
Hinn ítalski pípulagningamaður
Mario hefur síðan orðið einn helsti
tákngervingur fyrir tölvuleikja-
iðnaðinn í heild.
„Við munum gera okkar allra besta
til að fá fólk alls staðar í heiminum
til að brosa,“ sagði Miyamoto þegar
honum var tilkynnt um viðurkenn-
inguna. Hann sagði einnig að öll
hönnunardeildin hjá Nintendo ætti
heiðurinn skilið.
Nintendo lagði keppinauta sína
í Sega að velli á níunda áratugnum
en varð síðan undir í samkeppni við
Playstation og Xbox. Nintendo hafði
ekki burði til þess að keppa við fram-
leiðendur þeirra, Sony og Microsoft,
hvað búnað varðar. Hefur fyrirtækið
því á undanförnum árum þurft að
beita hugvitinu og setja öðruvísi
tölvur á markað, svo sem Wii og
Switch. – khg
Japanir heiðra höfund Súper Maríó bræðra
Við munum gera
okkar allra besta til
að fá fólk alls staðar í
heiminum til að
brosa.
Shigeru Miya-
moto hönnuður
hjá Nintendo
MEXÍKÓ Lögreglan í Mexíkóborg
fann altari, sem að hluta til var gert
úr mannabeinum, í athvarfi eitur-
lyfjahrings. Unnið er að því að kom-
ast að því hverjum beinin tilheyra
með DNA-rannsóknum.
Nýlega lögðu lögreglan og mexí-
kóski herinn til atlögu gegn eitur-
lyfjahring sem hafði aðsetur í Tepito-
hverfinu. Meira en hundrað manns
tóku þátt í aðgerðinni. Að sögn
lögregluyfirvalda Mexíkóborgar
fundust 42 höfuðkúpur, 40 kjálka-
bein og 31 bein úr hand- eða fót-
leggjum. Einnig fannst mannsfóstur
í krukku í húsinu. 31 var handtekinn
í aðgerðunum en dómari hefur þegar
úrskurðað að 27 skuli sleppt.
Altarið er talið minna mikið á
ýmislegt sem tengist vúdúsið. Hann
á upptök sín í Afríku en barst yfir
Atlantshafið og er iðkaður á Karíba-
hafseyjum og á meginlandi Amer-
íku. Á myndum frá staðnum mátti
sjá krossa, hnífa, grímur, og mynd
af hyrndri geit sem oft hefur verið
túlkuð sem holdgervingur kölska.
Á þessu stigi er málið ekki rann-
sakað sem morð því að þeir sem
byggðu altarið hefðu getað komist
yfir beinin á annan hátt. Ekki er
þó útilokað að um manndráp sé að
ræða, því of beldi tengt eiturlyfja-
stríðinu hefur verið geigvænlegt og
líkamsleifar fólks oft vanvirtar. - khg
Altari úr mannabeinum
hjá eiturlyfjahring
Altarið sem fannst í Mexíkóborg.
BRASILÍA Jair Bolsonaro, forseti
Brasilíu, réðst á fjölmiðla í gær með
gífurlegri heift eftir að greint var
frá því að annar tveggja grunaðra
morðingja Marielle Franco hefði
komið við á heimili hans fyrir
morðið. Franco, sem var vinstri-
sinnuð stjórnmálakona í Rio de
Janeiro, var skotin til bana þann
14. mars á síðasta ári. Hún var
einna þekktust fyrir að gagnrýna
lögregluna fyrir að beita of beldi
og drápum án dóms og laga. Þeir
grunuðu eru báðir lögreglumenn.
„Skítseiðin ykkar, drullusokkarn-
ir ykkar! Þetta mun ekki festast við
mig!“ sagði forsetinn í myndbands-
upptöku á samfélagsmiðlasíðu
sinni eldsnemma í gærmorgun, en
hann var þá á hóteli í Sádi-Arabíu.
Fréttin hafði birst í sjónvarpsþætt-
inum Jornal Nacional á TV Globo
kvöldið áður enn það er langlífasti
og virtasti fréttaþáttur í Brasilíu.
Alls var upptaka forsetans 23
mínútur og á köf lum æpti hann
og var nálægt gráti. „Ég ætti ekki
að missa stjórn á skapi mínu. Ég er
forseti lýðveldisins. En ég játa að ég
er kominn á fremsta hlunn,“ sagði
Bolsonaro. „Það sem þið gerðuð var
glæpsamlegt, að birta svona sögu á
besta tíma í sjónvarpinu.“ Sakaði
hann jafnframt fréttamennina um
að vera óþjóðrækna.
Í frétt Jornal Nacional kom fram
að hinum grunaða, Elcio Queiroz,
hefði verið hleypt inn á heimili
forsetans verðandi klukkan 5.10
sama dag og Franco var myrt. Bols-
onaro var þá þingmaður í Rio de
Janeiro fylki og bjó í glæsihýsi við
ströndina. Við hliðið sagði Queiroz
verðinum að hann ætlaði að hitta
Bolsonaro en hinn síðarnefndi var
þá í erindagjörðum í höfuðborginni
Brasilíu. Ónefndur maður, sem
vörðurinn taldi vera Bolsonaro,
sagði verðinum að hleypa Quei-
roz inn. Einhverra hluta vegna ók
Queiroz þá í burtu og fór að heimili
Ronnie Lessa, sem einnig er grun-
aður um morðið.
Bolsonaro lét ekki aðeins gamm-
inn geisa á samfélagsmiðlum heldur
beitti hann embættismönnum
sínum fyrir sig. Augusto Heleno,
herforingi og yfirmaður öryggis-
mála, sagði í gær að fréttin hefði
verið tilraun til að hvetja til upp-
þota og of beldis, líkt og sjá mætti
í Chile og f leiri löndum rómönsku
Ameríku. Þá sagði Frederick Wassef,
lögmaður forsetans, að fréttin væri
hreinn uppspuni.
Stjórnarandstæðingar í Brasilíu
hafa hins vegar kallað eftir rann-
sókn á málinu og hneyksluðust
jafn framt á framkomu forsetans í
myndbandinu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Reyndi að heimsækja forseta
Brasilíu skömmu fyrir morðið
Forseti Brasilíu veittist að fjölmiðlum með geigvænlegri heift eftir að greint var frá því að grunaður
morðingi andstæðings hans í stjórnmálum hefði komið á heimili hans skömmu fyrir morðið. Í löngu
myndbandi æpti hann og blótaði blaðamönnum. Stjórnarandstæðingar vilja rannsókn á málinu.
Bolsonaro tók myndbandið upp á hótelherbergi í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. NORDICPHOTOS/GETTY
Skítseiðin ykkar,
drullusokkarnir
ykkar! Þetta mun ekki
festast við mig!
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu
3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
0
-A
F
5
4
2
4
2
0
-A
E
1
8
2
4
2
0
-A
C
D
C
2
4
2
0
-A
B
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K