Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 34
Þegar maður er búinn að safna svona mörgum Airwaves-árum í röð tímir maður ekki
að slíta keðjuna,“ segir Emmsjé
Gauti sem stígur tvisvar á svið á
Iceland Airwaves að þessu sinni,
þrettánda árið í röð.
„Talan þrettán hefur engin áhrif
á mig; ég er ekki vitund hjátrúar-
fullur,“ segir hann og skellir upp úr.
Áður en sólóferill Emmsjé Gauta fór
á flug fékk hann dýrmæt tækifæri á
Iceland Airwaves.
„Ég ólst upp á Airwaves sem er
frábær stökkpallur fyrir óreynda
tónlistarmenn að stíga út fyrir
þægindarammann og koma fram
á almennilegum sviðum. Hátíðin
er menningarviðburður sem
Íslendingar mega ekki missa frá sér
og líka mikilvægur vettvangur sem
gefur listamönnum tækifæri til að
kynnast blaðamönnum stórblaða
í tónlistarheiminum sem og for-
stjórum sem hafa áhrif í alþjóðlegu
tónlistarsenunni,“ segir Gauti og er
fullur tilhlökkunar fyrir hátíðinni
fram undan.
„Á Airwaves myndast orka sem
fyrirfinnst hvergi annars staðar.
Hún stafar að hluta til vegna þess
að áhorfendaskarinn er blanda
af einlægum músíkunnendum
og túristum. Fyrir mig er það enn
meira krefjandi. Ég spila endalaust
af tónleikum hér heima á ári hverju
og er því farinn að lesa stemning-
una nokk vel en Airwaves fylgir
meiri óvissa og tilheyrandi stress
sem umbreytist í jákvæða orku og
drifkraft því ég syng á íslensku og
það er mikil áskorun að ná upp sem
mestri stemningu á giggi þar sem
ekki tala allir íslensku.“
Spilar út öðruvísi korti
Á þrettán árum hefur Emmsjé
Gauti komið fram á fleiri en
hundrað Airwaves-tónleikum,
bæði On- og Off-Venue.
„Airwaves er snilld og ég man
ekki eftir leiðinlegu Airwaves-giggi
því öll hafa þau haft sinn sjarma.
Eitt eftirminnilegasta giggið
var Off-Venue í jarðböðunum í
Mývatnssveit. Þar var eitthvað
mjög skemmtilegt í gangi, og síðan
hef ég farið í tvígang norður í jarð-
böðin til að spila fyrir fólk sem
svamlar um ofan í náttúruauðlind,
sem er frekar ruglað fyrirbæri til að
gigga við,“ segir Gauti og hlær við.
Tímir ekki að slíta keðjuna
Emmsjé Gauti er ókrýndur konungur íslensku rapp- og hipphopp-senunnar. Hann kemur tvisvar
fram á Iceland Airwaves í ár, bæði On- og Off-Venue, og segist ekki hjátrúarfullur 13. árið í röð.
Emmsjé Gauti gæðir sér hér á uppáhaldshamborgaranum sínum, hamborg-
ara nr. 1, í Hagavagninum sínum við Vesturbæjarlaug. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Síðasta platan kemur út í lok 2012 og við erum að leggja lokahönd á plötu núna. Við
erum búin að vinna lengi að þess-
ari plötu og hún er loksins að verða
tilbúin,“ segir Sigríður. „Það er
rosa sigur fyrir okkur og ákveðinn
léttir.“ Hún segir nýju plötuna að
vissu leyti frábrugðna en þó rök-
rétt framhald af fyrri plötu.
„Ég myndi segja að það væri
lógískt framhald af síðustu plötu
en það gerist auðvitað ýmislegt
hjá fólki á svona löngum tíma sem
hefur óneitanlega áhrif,“ útskýrir
Sigríður. „Hún er ekki úr einhverri
allt annarri átt en auðvitað eru ein-
hverjar breyttar áherslur sem aðrir
sjá kannski betur en við. Við nátt-
úrulega lifum með efninu og sjáum
ekki stórar breytingar en vissulega
ákveðinn þroska í einhverja átt.“
Áhrif úr ýmsum áttum
Það er óhætt að fullyrða að með-
limir Hjaltalín séu fjölhæfir en þau
hafa, samhliða vinnslu á nýju plöt-
unni, verið önnum kafin við ýmis
önnur tónlistarverkefni síðastliðin
ár. Aðspurð hvort greina megi
áhrif úr þessum ólíku áttum í nýja
efninu segja þau að svo sé hiklaust.
„Engin spurning. Það hefur áhrif
eins og allt annað, fólk þroskast og
fullorðnast og breytist sjálft, í sama
takti og sem músíkantar. Við erum
náttúrulega að vinna í ýmsum
geirum,“ segir Sigríður.
Hjörtur tekur undir þau orð. „Á
tímabili var Högni í GusGus og
þá komu dálítil raftónlistaráhrif
sem má að einhverju leyti heyra á
nýju plötunni, svo var ég í námi í
Hollandi frá 2011-2015, þá vorum
við byrjuð á plötunni og þá fór ég
meira að pæla í lagasmíðum, sem
ég hafði ekkert endilega mikið
verið í áður,“ segir Hjörtur. „Svo
hefur Viktor verið mjög virkur úti í
Berlín, verið að semja kvikmynda-
tónlist og vinna með mörgum.
Hann hefur verið með mjög flottar
strengjaútsetningar á plötunni.
Þetta hefur allt skilað sér.“
Hjaltalín kom fyrst fram á
Airwaves árið 2006 í Þjóðleik-
húskjallaranum. Bæði Sigríður
og Hjörtur segja að það hafi verið
einna eftirminnilegustu tónleikar
hljómsveitarinnar á þessari hátíð.
„Við komum fyrst fram á
Airwaves þegar við vorum að
byrja í þessari mynd sem við erum
í í dag árið 2006 í Þjóðleikhúskjall-
aranum. Það markaði eiginlega
upphaf hljómsveitarinnar í þeirri
mynd sem hún er í nú. Þá vorum
við með þessi klassísku hljóðfæri
og þá kom ég inn í fyrsta skipti.
Við getum svolítið sett það sem
mælistiku á hljómsveitina,“ segir
Sigríður.
„Við höfum oft átt töfrandi
stundir á hátíðinni þó að fyrsta
skiptið sé líklega alltaf eftirminni-
legast,“ segir Hjörtur. Þá segir
hann hljómsveitina afar þakkláta
í garð hátíðarinnar sem hafi mikla
þýðingu fyrir tónlistarfólk hér á
landi. „Við erum þakklát fyrir að fá
tækifæri til að spila á þessum vett-
vangi, við höfum upplifað mikla
vinsemd í okkar garð og þykir
vænt um það, þetta er svona upp-
skeruhátíð þar sem maður getur
séð hvað aðrir eru búnir að vera að
gera og er bara mikils virði.“
Ný plata eftir sjö ár
Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram í Listasafninu á
fimmtudagskvöldið. Sigríður Thorlacius og Hjörtur Ingvi
Jóhannsson segja að meðal annars verði flutt ný lög.
Hjaltalín leggur nú lokahönd á nýja plötu. MYND/KÁRI BJÖRN ÞORLEIFSSON
Tónlistarkonan Georgia er fædd og uppalin í norð-vesturhluta London. Hún
leikur á fjölda hljóðfæra og spilar,
semur og tekur upp alla tónlistina
sína sjálf. Georgia spilar á Iceland
Airwaves í Listasafni Reykjavíkur
á fimmtudagskvöld kl. 20.50.
Georgia gaf út sína fyrstu plötu
árið 2015. Hún var tekin upp í
heimastúdíói og vakti strax athygli
fyrir frumleika, en það varð strax
ljóst að Georgia væri engri lík. Hún
hefur svo fylgt breiðskífunni eftir
með nokkrum smáskífum, en sú
nýjasta, Never Let You Go, kom út
í september. Þann 10. janúar er svo
von á nýrri breiðskífu, sem nefnist
Seeking Thrills.
Í tónlist Georgia blandast saman
ýmis áhrif og hún er hröð, létt,
tilfinningaþrungin og melódísk
partítónlist sem ber keim af
klúbbamenningu níunda og
tíunda áratugarins.
Það munaði samt litlu að
Georgia hefði aldrei orðið tón-
listarkona. Hún var fengin til
liðs við knattspyrnulið Queens
Park Rangers þegar hún var barn
og endaði með því að spila með
nokkrum stúlkum sem enduðu
í enska landsliðinu. Georgia fór
seinna til kvennaliðs Arsenal en
eftir að þjálfari hennar lést hætti
hún í knattspyrnunni og fór að
starfa sem trommari. Hún tromm-
aði svo meðal annars fyrir Kwes
og Kate Tempest áður en hún hóf
sólóferilinn.
Frumleg og fjörleg
Airwaves er snilld
og ég man ekki
eftir leiðinlegu Airwa-
ves-giggi því öll hafa þau
haft sinn sjarma.
Hann mælir með því að fólk
taki sér rölt í bænum og detti inn á
óvænta Off -Venue-tónleika.
„Off -Venue er yndislegur partur
af Airwaves og gefur hátíðinni enn
meiri vigt. Mér þykir fagurt að fjöl-
skyldufólki sé sinnt á sama tíma og
haldin eru viðameiri gigg á börum.
Sjálfum þykir mér skemmtilegast
að sjá tónlistarmenn sem ég veit
ekkert um og hef oftsinnis labbað
inn á lítið Off -Venue snemma
kvölds þegar enginn er kominn en
það eru oft bestu giggin. Að sama
skapi þykir mér einstakt að spila
fyrir alla flóru fólks og börnin líka
á Off -Venue-tónleikum þar sem
áhorfendur voru ekki endilega á
leið á tónleika en rráku inn nefið og
skemmtu sér hið besta.“
Emmsjé Gauti kemur fram On-
Venue í Gamla bíói á fimmtudag kl.
23.20 og Off-Venue á Slippbarnum
Marina á föstudag kl. 17.30.
„Það verður öllu tjaldað til, eins
og alltaf. Margar hreyfingar og
gimmik hafa orðið til á Airwaves
og fólk má búast við því að við
stokkum upp. Airwaves er enda
vettvangur til að spila út öðruvísi
korti og ég er spenntur fyrir því.“
Enska tónlistarkonan Georgia hefur vakið mikla athygli fyrir frumlega
partítónlist sem hún blandar saman úr ýmsum ólíkum áhrifum. Við höfum oft átt
töfrandi stundir á
hátíðinni þó að fyrsta
skiptið sé líklega alltaf
eftirminnilegast.
Hjörtur Ingvi Jóhannsson
Georgia
spilar á Lista-
safni Reykjavíkur
á fimmtudags-
kvöldinu.
6 ICELAND AIRWAVES 3 1 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
2
0
-7
D
F
4
2
4
2
0
-7
C
B
8
2
4
2
0
-7
B
7
C
2
4
2
0
-7
A
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K