Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 58

Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 58
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS FLOTTAR PEYSUR, FYRIR FLOTTAR KONUR Fyrirsæturnar og syst-ur nar Gig i og Bella Hadid komu f y rst á sjónarsviðið í raunveru-leikaþáttunum The Real Housewives of Beverly Hills, en móðir þeirra, hin hollenska Yolanda Hadid, var eitt af viðfangs- efnum þáttanna. Það hefur hingað til ekki þótt vænlegt til vinnings í tískuheiminum að hefja sín fyrstu skref í raunveruleikaþætti, en syst- urnar hafa afsannað að það sé algilt. Yolanda var sjálf fyrirsæta þegar hún var yngri og óskaði þessi inni- lega að dæturnar myndu feta í fót- spor hennar. Gigi hafði lengi haft áhuga á fyrirsætulífinu en hugur Bellu var allur í reiðmennsku. Þó varð breyting á og í dag eru þær einar eftirsóttustu fyrirsæturnar í bransanum. Þær eru eins ólíkar í klæðavali og hugsast getur, stíll Bellu er drungalegur, húðin föl- hvít og hárið jafnan kolsvart. Gigi vinnur meira með Kaliforníuútlitið, gyllta lokka, sólkyssta húð og litrík föt. Hérna má sjá brot af götustíl þeirra undanfarin misseri. steingerdur@frettabladid.is Sturlaður götustíll Hadid-systra Hér mætir Bella í 23 ára afmælið sitt á dögunum í New York. Gigi hóf fyrirsætustörf á barnsaaldri en fyrst fyrir alvöru árið 2014. Gigi og Bella Hadid eru einar af þekkt- ustu fyrirsætum heims í dag, en þær stigu sín fyrstu skref í raunveruleika- þáttum með móður sinni. Þær hafa ólík- an stíl þegar kemur að klæðaburði þó að þær virki einkar samrýndar dags- daglega. Hér klæðist Gigi skóm frá íslenska skómerkinu Kalda. Fyrir­ sætan vinnur mikið með sólkyssta húð og gyllta lokka. Fyrir skömmu var andlit Bellu valið það fallegasta í heimi með stærð­ fræðijöfnu byggðri á gullinsniði. Bella kýs oftast að vera í dökkum og þægilegum fötum. Bella er mikið fyrir það að klæðast víðum buxum og þröng­ um toppum við. Smá Matrix­ yfirbragð á fyrirsætunni þennan daginn. Hún hikar ekki við að blanda saman skærum eða ólíkum litum. 3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 3 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 0 -A A 6 4 2 4 2 0 -A 9 2 8 2 4 2 0 -A 7 E C 2 4 2 0 -A 6 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.